Ráðgáta um íslenskt ljóð í kastalaþorpi á Norður-Spáni Íslenskan telst eitt fámennasta og minnst útbreidda tungumál jarðarbúa. Fréttamaður Stöðvar 2 varð því ekki lítið hissa þegar hann fyrir hreina tilviljun sá ljóð á íslenskri tungu letrað á steinvegg í afskekktu kastalaþorpi á Norður-Spáni. Innlent 30. desember 2023 07:37
Mátti ekki gefa börnunum perlur íslenskrar myndlistar skömmu fyrir andlátið Átta málverk, öll eftir merka íslenska myndlistarmenn, voru miðlæg í dómi sem Hæstiréttur kvað upp í dag. Málið varðaði gerning aldraðs manns þar sem hann ráðstafaði verkunum til afkomenda sinna. Það gerði hann í desember 2018, tveimur mánuðum áður en hann lést 95 ára að aldri. Innlent 29. desember 2023 19:22
Heitasti plötusnúður heims í íslenskri hönnun Þekkti breski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Fred Again, þekktur fyrir smelli á borð við Turn On The Lights again, Marea, Ten og Adore U er hrifinn af íslenskri hönnun frá 66°Norður. Tíska og hönnun 29. desember 2023 19:01
Sagði Patrik lélegan að syngja: „Hélstu bara að ég myndi ekki heyra af þessu?“ Söngdrottningin Bríet varð nokkuð vandræðaleg í stjörnuleik spurninga- og skemmtiþáttarins Kviss á Stöð 2 í gærkvöld þar sem árið 2023 var gert upp. Patrik Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, rifjaði upp gagnrýni frá Bríet þegar hann var að hefja ferilinn í ársbyrjun 2023. Lífið 29. desember 2023 16:10
Árið 2024 verður tími breytinga í lífi Friðriks Ómars Skemmtikrafturinn Friðrik Ómar ætlar að halda upp á áramót í Færeyjum með vini sínum Jogvan Hansen og fjölskyldu hans. Friðrik Ómar segist leita svara úti í Færeyjum. Menning 29. desember 2023 08:01
Disney kærir bílaþvottastöð í Síle Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld. Erlent 28. desember 2023 21:13
Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. Menning 28. desember 2023 16:35
Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. Lífið 28. desember 2023 16:04
Diljá Péturs fann ástina og samdi lag um það Diljá Pétursdóttir, söngkona og Eurovisionfari, hefur fundið ástina í örmum tónlistarmannsins Róberts Andra Drzymkowski. Lífið 28. desember 2023 12:44
JóiPé og Molly Mitchell nýtt par Tónlistarmaðurinn Jóhannes Damian Patreksson, betur þekktur sem JóiPé, hefur fundið ástina í örmum leikkonunnar og dansarans, Molly Carol Birnu Mitchell. Lífið 28. desember 2023 10:50
Gypsy Rose losnar úr steininum og gefur út bók Gypsy Rose Blanchard sem komst í heimsfréttirnar fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða móður sína bíður þess nú að losna úr fangelsi. Hún hefur afplánað rúm sjö ár fyrir aftan lás og slá en verður látin laus í dag. Lífið 28. desember 2023 10:09
Hulunni svipt af Fröken Reykjavík Hulunni hefur verið svipt af því hvaða yngismær bræðurnir Jón Múli og Jónas Árnasynir höfðu í huga þegar þeir sömdu textann við lagið Fröken Reykjavík um miðja síðustu öld. Lífið 27. desember 2023 15:00
Fyrsta stiklan úr nýrri gamanmynd Sigurjóns Kjartanssonar Fullt hús í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar verður frumsýnd í janúar 2024 en um er að ræða gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum. Staðan er svo slæm að hljómsveitin er tilbúin að fremja hvaða svívirðilega glæp sem er til að halda góða tónleika. Bíó og sjónvarp 27. desember 2023 11:01
Parasite-leikarinn Lee Sun-kyun látinn Suðurkóreski leikarinn Lee Sun-kyun, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite, er látinn. Hann varð 48 ára að aldri. Lífið 27. desember 2023 06:07
Ye biðst afsökunar á gyðingaandúð á hebresku Umdeildi rapparinn og fatahönnuðurinn Ye, áður Kanye West, hefur beðið gyðingasamfélagið afsökunar vegna hatursfullra ummæla sem hann hefur síðastliðið ár látið falla um gyðinga. Hann segist nú vonast eftir fyrirgefningu og sjá eftir ummælum sínum. Lífið 26. desember 2023 15:36
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2023 Hvað er hægt að segja um kvikmyndaárið 2023? Það kom að mörgu leyti að óvart og þá sérstakla menningarfyrirbæri Barbienheimer. Þá eru vísbendingar um að við jarðarbúar séum að fá leið á ofurhetjumyndum. Bíó og sjónvarp 26. desember 2023 08:02
„Mig langar að sýna hvernig gott fólk gerir slæma hluti“ „Jólin koma alveg þó að það sé einhver þvottur í óhreinatauskörfunni. Ég fann fyrir létti þegar ég uppgötvaði það,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir. Hún er viðmælandi í Jólasögu. Menning 26. desember 2023 07:00
Columbus segir Trump hafa heimtað hlutverkið í Home Alone Chris Columbus, leikstjóri fyrstu tveggja Home Alone bíómyndanna, segir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem fór með aukahlutverk í myndinni, hafa heimtað að fá að koma fram í myndinni gegn því að tekið yrði upp á Plaza hótelinu, sem var þá í hans eigu. Lífið 25. desember 2023 16:56
Gat ekki hætt að semja ljóð um blæðingar Ester Hilmarsdóttir gaf á þessu ári út sína fyrstu ljóðabók og var í kjölfarið tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fagurbókmennta. Bókin fjallar um blæðingar og er að sögn Esterar ekkert dregið undan. Lífið 25. desember 2023 08:01
Afturelding valin besta norræna sjónvarpsserían Sjónvarpsserían Afturelding er besta norræna sjónvarpsserían á þessu ári, að mati sænsks sjónvarpsgagnrýnanada. Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, einn höfunda þáttanna segir um mikinn heiður að ræða. Svíar virðist tengja sérstaklega vel við íþrómiðstöðvarmenningu okkar Íslendinga. Bíó og sjónvarp 24. desember 2023 13:42
Fögnuðu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor og John Grant Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona var viðmælandi í Bakaríinu á Bylgjunni í dag, aðfangadag. Þar sagði hún frá sínum jólahefðum, áhugaverðri áramótahefð og frá eftirminnilegum áramótum þegar hún og bróðir hennar, KK, eyddu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor. Lífið 24. desember 2023 12:56
Bækur Gyrðis aldrei verið vinsælli Ljóðabók Gyrðis Elíassonar, Dulstirni/Meðan glerið sefur er uppseld í helstu bókabúðum. Gyrðir hlaut ekki styrk úr launasjóði rithöfunda og bókin var ekki tilnefnd til bókmenntaverðlauna, en bóksali segir rithöfundinn aldrei hafa verið vinsælli. Menning 23. desember 2023 18:45
Stálu verki eftir Banksy meðan fólk horfði á Stuldur stöðvunarskiltis með verki eftir götulistamanninn Bansky hefur verið tilkynntur til lögreglu. Listaverkið, sem talið er vera allt að hálfrar milljónar punda virði, var tekið af tveimur mönnum innan við hálftíma eftir að staðfest var að það var eftir Banksy. Erlent 23. desember 2023 13:38
Sjá til hve margir koma fram undir nafni Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt. Innlent 22. desember 2023 15:01
Stjörnulostinn þingmaður tíu árum síðar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar var stjörnulostin þegar hún rakst á tvíburasysturnar Laufeyju Lín og Juniu Lin Jónsdætur í verslun í Garðabænum. Lífið 22. desember 2023 13:45
Volaða land skrefi nær Óskarstilnefningu Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu. Bíó og sjónvarp 22. desember 2023 07:43
Króli spyrill í Gettu betur í stað Kristjönu Arnars Kristjana Arnarsdóttir er hætt sem spyrill í Gettu betur. Kristinn Óli Haraldsson, Króli, tekur við starfinu. Lífið 21. desember 2023 18:22
Ein vinsælasta ungmennabók landsins Skandar og draugaknapinn í þýðingu Ingunnar Snædal er ein vinsælasta ungmennabók landsins um þessar mundir. Lífið samstarf 21. desember 2023 16:18
265 þúsund krónur hæsta boð Stafrænu uppboði til styrktar Píeta samtökunum lýkur klukkan 18 í dag. Hæsta boð hljóðar þegar þessi frétt er skrifuð upp á 265 þúsund krónur í málverk eftir Þorlák Kristinsson, Tolla. Innlent 21. desember 2023 14:29
Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. Lífið 21. desember 2023 14:28