NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Joakim Noah í hóp með Michael Jordan

AP-fréttastofan hefur heimildir fyrir því að Joakim Noah, miðherji Chicago Bulls, hafi verið kosinn besti varnarmaður ársins í NBA-deildinni í körfubolta en verðlaunin verða afhent á morgun.

Körfubolti
Fréttamynd

Phil Jackson búinn að reka Woodson

Phil Jackson, forseti New York Knicks í NBA-körfuboltanum, tók sína fyrstu stóru ákvörðun í starfinu í dag þegar hann tók sig til og rak allt þjálfaralið félagsins. Þetta kemur fram í bandarískum fjölmiðlum.

Körfubolti
Fréttamynd

Úrslitakeppnin hefst í dag

Framundan er sannkölluð veisla fyrir alla körfubolta áhugamenn en úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hefst í dag. Toronto Raptors tekur á móti Brooklyn Nets í fyrsta leik úrslitakeppninnar en þetta verður fyrsti leikur Toronto í úrslitakeppninni í sex ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Tíu flottustu sirkúskörfurnar

Nú þegar deildarkeppnin er búin í NBA körfuboltanum og liðin sextán sem komust í úrslitakeppnina eru að undirbúa sig fyrir framhaldið er ekki úr vegi að rifja upp tíu flottustu sirkúskörfurnar í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Kobe Bryant að hefja æfingar á ný

Nú þegar keppnistímabilinu er lokið hjá stórliði Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum eru leikmenn og forráðamenn byrjaðir að horfa til næsta tímabils og eru fyrstu fréttirnar þær að Kobe Bryant getur byrjað að æfa aftur í næstu viku.

Körfubolti
Fréttamynd

Man City með hæsta launakostnaðinn í heimi íþróttanna

Sportingintelligence hefur gefið út árlega könnun sína á launakostnaði íþróttafélaga í heiminum og birt hana í peningablaði ESPN-tímaritsins. Enska úrvalsdeildin á bæði félagið í efsta sæti sem og fimm félög inn á topp tuttugu listanum.

Sport
Fréttamynd

NBA: San Antonio, Miami og OKC töpuðu öll í nótt

Þrjú af bestu liðum NBA-deildarinnar í körfubolta töpuðu öll leikjum sínum í nótt og Miami Heat getur ekki lengur náð toppsætinu af Indiana Pacers. San Antonio Spurs er búið að tryggja sér efsta sæti í vestrinu og tap liðsins skipti því litlu máli en tap Oklahoma City Thunder þýðir að Los Angeles Clippers getur enn náð öðru sætinu í Vesturdeildinni. Memphis Grizzlies tryggði sér áttunda og síðasta sætið í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar á kostnað Phoenix Suns.

Körfubolti
Fréttamynd

Adam Silver opinn fyrir breytingum

Adam Silver sem tók við stöðu framkvæmdarstjóra NBA-deildarinnar af David Stern í vetur er opinn fyrir hugmyndinni að hrista upp í úrslitakeppninni eins og hún er í dag. Mikið hefur verið rætt um uppsetningu úrslitakeppninnar undanfarið.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Hawks og Mavericks í úrslitakeppnina

Atlanta Hawks tryggði sæti sitt í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í gærkvöldi með sigri á Miami Heat. Atlanta tekur því þátt í úrslitakeppninni sjöunda árið í röð og ljóst er að leikmenn New York Knicks geta farið að skipuleggja sumarfrí.

Körfubolti
Fréttamynd

Bobcats í úrslitakeppnina í annað sinn

Charlotte Bobcats tryggði sér í nótt sæti í úrslitakeppni NBA körfuboltans í Bandaríkjunum í annað sinn í sögu félagsins. Liðið lagði Cleveland Cavaliers 96-94 í framlengdum leik á útivelli í nótt.

Körfubolti