NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

McDyess farinn frá Pistons til Spurs

San Antonio Spurs gekk í gær frá félagsskiptum Antonio McDyess frá Detroit Pistons á frjálsri sölu en hann er annar leikmaðurinn á skömmum tíma til þess að yfirgefa Pistons þar sem Rasheed Wallace fór á dögunum til Boston Celtics.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvíst með endurkomu Yao Ming

Forráðamenn Houston Rockets eru enn í myrkrinu yfir meiðslum miðherjans Yao Ming sem gæti í versta falli misst af öllu næsta keppnistímabili í NBA-deildinni eftir að hafa fótbrotnað á vinstri fæti í annarri umferð úrslitakeppninnar gegn LA Lakers í Maí síðastliðnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Wade vill fá stærri nöfn til Miami Heat

Stórstjarnan Dwyane Wade hjá Miami Heat hvetur forráðamenn félagsins til þess að gera allt til þess að félagið verði aftur samkeppnishæft um NBA-titilinn, eins fljótt og auðið er en Heat varð meistari í NBA-deildinni árið 2006.

Körfubolti
Fréttamynd

Rasheed Wallace fer til Boston Celtics

Boston Celtics stefna á að endurheimta NBA-titilinn eftir vonbrigði síðasta tímabils og hafa nú styrkt liðið með því að tryggja sér þjónustu kraftframherjans Rasheed Wallace á frjálsri sölu frá Detroit Pistons.

Körfubolti
Fréttamynd

Artest til LA Lakers

Önnur stór tíðindi voru í NBA-boltanum í dag þegar Ron Artest tilkynnti að hann væri á förum frá Houston Rockets til LA Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Cuban vill halda Jason Kidd

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, sendir skilaboð sín til heimsins í gegnum Twitter og nú síðast tilkynnti hann heiminum að hann væri á förum til New York að ræða við Jason Kidd.

Körfubolti
Fréttamynd

Michael Curry rekinn frá Pistons

Michael Curry fékk að kynnast því í dag að það er ekkert grín að þjálfa Detroit Pistons. Þar er krafa um árangur og þar sem árangurinn var enginn síðasta vetur hefur Curry verið rekinn eftir aðeins ár í starfi.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq og LeBron James í danskeppni

Shaquille O'Neal gekk í raðir Cleveland Cavaliers í vikunni. Risinn er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera að komast á aldur en samvinnu hans og LeBron James er beðið með eftirvæntingu. Shaq verður í treyju númer 33.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando fær Vince Carter

Orlando Magic var ekki lengi að svara því að Cleveland nældi sér í Shaquille O´Neal þar sem félagið er búið að krækja í Vince Carter frá New Jersey Nets.

Körfubolti
Fréttamynd

Sonur Jordans gafst upp

Það er ekki auðvelt að vera sonur besta körfuboltamanns allra tíma, Michaels Jordan, og reyna síðan sjálfur að stunda íþróttina. Það reyndi þó Jeff Jordan, tuttugu ára, en hann hefur nú gefist upp á því að reyna að feta í fótspor föður sins.

Sport
Fréttamynd

Shaq á leiðinni til Cleveland

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að Shaquille O´Neal sé á leiðinni til Cleveland Cavaliers frá Phoenix Suns. Fréttirnar eru ekki staðfestar en eru sagðar koma frá traustum heimildum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson íhugar að sleppa útileikjunum

Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, mun ákveða sig í næsta mánuði hvort hann klárar lokaárið á samningi sínum við NBA-meistarana. Ákvörðun snýst að mörgu leyti um heilsufar hans.

Körfubolti
Fréttamynd

Miklar breytingar hjá San Antonio Spurs

Elsta lið NBA-deildarinnar, San Antonio, Spurs lofaði stuðningsmönnum sínum því að yngja liðið upp í sumar og mæta sterkari til leiks næsta vetur. Forráðamenn liðsins hafa ekki setið auðum höndum það sem af er sumri.

Körfubolti
Fréttamynd

15. meistaratitill LA Lakers

Los Angeles Lakers vann í nótt sinn 15. NBA-meistaratitil í sögu félagsins eftir sigur á Orlando Magic, 99-86, í úrslitarimmu liðanna í nótt. Þar með vann Lakers rimmuna með fjórum leikjum gegn einum.

Körfubolti
Fréttamynd

Phil Jackson sektaður fyrir ummæli sín

Phil Jackson þjálfari Los Angeles Lakers hefur verið sektaður um 25 þúsund dollara, rúmar þrjár milljónir króna vegna niðrandi ummæla í garð dómara í fjórða leik Lakers og Orlando í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Fisher: Besta karfan mín til þessa á ferlinum

Derek Fisher reyndist betri en enginn fyrir LA Lakers á ögurstundu gegn Orlando Magic í nótt og sá til þess að liðið náði að tryggja sér framlengingu þegar hann jafnaði leikinn 87-87 með þriggja stiga körfu þegar 4,6 sekúndur voru eftir í fjórða leikhluta í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Mike Brown heldur áfram með Cleveland

Sögusagnir um óeiningu innan herbúða NBA liðsins Cleveland Cavaliers fóru víða í dag og þar var meðal annars talað um að þjálfarinn Mike Brown myndi hætta hjá félaginu. Innanbúðarmaður hjá Cleveland hefur nú borið þessar fréttar til baka.

Körfubolti