Sjáðu allar sigurkörfurnar í úrslitakeppninni Dramatíkin í úrslitakeppni NBA deildarinnar náði hámarki í nótt sem leið þegar LeBron James tryggði Cleveland ævintýralegan sigur á Orlando með flautukörfu. Körfubolti 23. maí 2009 19:41
Ótrúleg flautukarfa LeBron tryggði Cleveland sigurinn LeBron James skrifaði nafn sitt enn einu sinni gylltu letri í sögubækur Cleveland Cavaliers og NBA-deildarinnar er hann tryggði sínum mönnum hreint ótrúlegan sigur gegn Orlando Magic í nótt, 96-95. Körfubolti 23. maí 2009 11:00
Denver jafnaði metin eftir annan háspennuleik við Lakers Denver Nuggets vann 106-103 sigur á Los Angeles Lakers í öðrum leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar í NBA-deildinni í körfubolta og staðan í einvíginu er því 1-1. Lakers vann 105-103 sigur í fyrsta leiknum sem fór fram á heimavelli Lakers í Staples Center eins og leikurinn í gær. Körfubolti 22. maí 2009 09:00
Tapar Denver tólfta leiknum í röð gegn Lakers? Kobe Bryant og félagar í LA Lakers sluppu með skrekkinn þegar þeir lögðu Denver Nuggets 105-103 í fyrsta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA í fyrrakvöld. Körfubolti 21. maí 2009 17:47
Howard reif niður skotklukkuna (myndband) Miðherjinn Dwight Howard lét heldur betur finna fyrir sér í gær þegar lið hans Orlando náði 1-0 forystu gegn Cleveland í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar með góðum útisigri. Körfubolti 21. maí 2009 15:45
Breytingar hjá Bulls Gar Forman hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Chicago Bulls í NBA deildinni í stað John Paxon, en sá síðarnefndi mun áfram starfa hjá félaginu. Körfubolti 21. maí 2009 14:15
Orlando lagði Cleveland á útivelli Orlando Magic vann óvæntan útisigur, 107-106, á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA í nótt. Þetta var fyrsta tap Cleveland í úrslitakeppninni. Körfubolti 21. maí 2009 09:10
Los Angeles Clippers fær fyrsta valrétt Los Angeles Clippers datt í lukkupottinn þegar var dregið um í hvaða röð NBA-liðin velja í nýliðavali deildarinnar í sumar. Það er talið líklegast að liðið velji framherjann Blake Griffin sem var valinn besti leikmaður háskólaboltans í vetur. Körfubolti 20. maí 2009 11:41
Kobe Bryant frábær í nótt - skoraði 40 stig í 2ja stiga sigri Kobe Bryant skoraði 40 stig, þarf 6 af vítalínunni á síðustu 30 sekúndunum í 105-103 sigri Los Angeles Lakers á Denver Nuggets í fyrsta leik liðanna í úrslitum vesturdeildar í NBA-körfuboltanum í nótt. Körfubolti 20. maí 2009 09:00
LeBron James er orðinn betri en Kobe Bryant LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, getur orðið besti leikmaður allra tíma. Þetta segir goðsögnin Jerry West sem áður lék með LA Lakers. Körfubolti 19. maí 2009 14:39
Denver Nuggets í vandræðum - höllin upptekin Árangur Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hefur komið mörgum á óvart og engum meira en eiganda sínum og umsjónarmönnum Pepsi Center, heimahallar liðsins. Höllin er nefnilega upptekin á mánudagskvöldið þegar Denver á að spila á móti Los Angeles Lakers í fjórða leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar. Körfubolti 19. maí 2009 11:45
Orlando sló meistarana út Meistaralið Boston Celtics er úr leik í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir 101-82 tap fyrir Orlando Magic á heimavelli sínum í oddaleik liðanna í nótt. Körfubolti 18. maí 2009 09:17
Lakers rúllaði yfir Houston í oddaleiknum Los Angeles Lakers náði loksins að hrista Houston Rockets endanlega af sér í kvöld þegar liðin mættust í oddaleik í Los Angeles. Körfubolti 17. maí 2009 22:39
Pressan er á Lakers Rick Adelman, þjálfari Houston Rockets í NBA deildinni, segir að pressan sé öll á liði LA Lakers fyrir oddaleik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í kvöld. Körfubolti 17. maí 2009 15:52
Stern vill betri afsökunarbeiðni frá Cuban David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, segist ekki hafa verið sáttur við afsökunarbeiðni Marks Cuban, eiganda Dallas Mavericks, til handa móður Kenyon Martin. Körfubolti 15. maí 2009 15:57
Breyting á körfuboltaútsendingum hjá Stöð 2 Sport Gerðar hafa verið breytingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport um helgina. Það verður engin beint útsending í nótt en sjötti leikur Houston og Lakers sem fram fór í nótt verður endursýndur klukkan eitt yfir miðnætti. Körfubolti 15. maí 2009 13:37
Houston og Orlando tryggðu sér oddaleik Stórliðin LA Lakers og Boston Celtics töpuðu bæði í nótt og ljóst að það verða því tveir oddaleikír í NBA næsta sunnudag. Houston skellti Lakers, 95-80, og staðan í rimmunni 3-3 rétt eins og hjá Orlando og Boston eftir 83-75 sigur Orlando í nótt. Körfubolti 15. maí 2009 09:09
Ná Boston og LA Lakers að klára dæmið í nótt? Hin sögufrægu lið Boston Celtics og LA Lakers geta í nótt tryggt sér sæti í undanúrslitum NBA deildarinnar með sigrum í leikjum sínum. Körfubolti 14. maí 2009 13:45
Billups í undanúrslitum sjöunda árið í röð Denver tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA deildarinnar í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Það er ekki síst að þakka sigurvegaranum Chauncey Billups sem liðið fékk frá Detroit í skiptum fyrir Allen Iverson í nóvember í fyrra. Körfubolti 14. maí 2009 10:20
Denver í úrslit Vesturdeildar í fyrsta sinn síðan 1985 Denver Nuggets varð í nótt annað liðið til að tryggja sér sæti í þriðju umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar þegar það vann 124-110 sigur á Dallas í fimmta leik liðanna á heimavelli sínum. Körfubolti 14. maí 2009 09:22
LeBron James fékk fullt hús í úrvalslið NBA deildarinnar LeBron James, nýkjörinn verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni, fékk fullt hús atkvæða í úrvalslið deildarinnar sem tilkynnt var í dag. Körfubolti 13. maí 2009 20:00
Stórsigur hjá Lakers og Boston slapp með skrekkinn Los Angeles Lakers og Boston Celtics komust í lykilstöðu í einvígjum sínum í nótt er þau unnu mikilvægan sigur á andstæðingum sínum. Körfubolti 13. maí 2009 08:30
Granger tók mestum framförum í NBA Framherjinn Danny Granger hjá Indiana Pacers í NBA deildinni var í dag sæmdur verðlaunum fyrir að sýna mestar framfarir allra leikmanna í vetur. Körfubolti 12. maí 2009 17:11
Mullin hættir hjá Warriors - orðaður við Knicks Körfuboltagoðsögnin Chris Mullin hefur formlega látið af störfum sem framkvæmdastjóri Golden State Warriors í NBA deildinni. Körfubolti 12. maí 2009 15:30
Boston-Orlando í beinni á miðnætti Fimmti leikur Boston Celtics og Orlando Magic í úrslitakeppni NBA deildarinnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á miðnætti í nótt. Körfubolti 12. maí 2009 13:24
Nowitzki hélt lífi í Dallas Þjóðverjinn Dirk Nowitzki sá til þess að Dallas er enn á lífi í úrslitakeppni NBA. Hann skoraði 44 stig í 117-119 sigri á Denver. Staðan í rimmunni er því 3-1 fyrir Denver. Körfubolti 12. maí 2009 08:15
Sigurganga Cleveland heldur áfram - komnir í úrslit Austurdeildar Cleveland Cavaliers tryggði sér sæti í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta með 84-74 sigri á Atlanta Hawks í nótt. Cleveland hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alla með tíu stigum eða meira. Körfubolti 12. maí 2009 01:47
Jay Triano verður þjálfari Toronto næstu þrjú árin NBA-liðið Toronto Raptors tilkynnti í dag að liðið væri búið að ráða Jay Triano se, þjálfara fyrir næstu þrjú árin. Triano tók við liðinu þegar Sam Mitchel var rekinn 3. desember síðastliðinn. Körfubolti 11. maí 2009 20:00
Cuban hellti sér yfir móður leikmanns Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks í NBA deildinni, brást við fokreiður eins og flestir þegar lið hans tapaði þriðja leiknum gegn Denver í annari umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 11. maí 2009 18:00
Stóra barnið tryggði Boston sigurinn Glen "Big Baby" Davis var reyndist hetja Boston Celtics í nótt þegar hann skoraði sigurkörfu liðsins gegn Orlando Magic um leið og lokaflautið gall. Körfubolti 11. maí 2009 09:26