
Jafntefli hjá Val og Haukum í Laugardalshöllinni
Valur og Haukar skildu jöfn, 27-27, í leik liðanna í DHL-deild karla í handbolta í Laugardalshöllinni í dag. Valsmenn mega vera ánægðir með að hafa hlotið annað stigið í leiknum en Haukar höfðu lengst af 3-4 marka forystu í síðari hálfleik. Valur er með 21 stig á toppi deildarinnar en HK, sem er í öðru sæti með 19 stig, á leik til góða gegn Akureyri á morgun.