„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Benedikt Guðmundsson taldi ekki tímabært að svara því áður en tímabilið klárast hvort Tindastóll sé besta lið sem hann hefur þjálfað, en játaði ást sína á Sigtryggi Arnari Björnssyni. Körfubolti 4.5.2025 22:30
Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Haukar tóku Njarðvíkinga í kennslustundí seinni hálfleik þegar þær unnu sannfærandi 18 stiga sigur í öðrum leik úrslita Bónus deildar kvenna í Icemar höllinni í kvöld. Leikar enduðu 72-90 en Njarðvík var með forskot í hálfleik. Körfubolti 4.5.2025 18:30
„Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Hörður Axel Vilhjálmsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Álftanes tapaði fyrir Tindastóli í gær. Eftir leikinn fóru sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds yfir feril Harðar Axels. Körfubolti 4.5.2025 10:33
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Grindavík náði að knýja fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Grindavík vann í kvöld 95-92 sigur eftir magnaða endurkomu. Körfubolti 2. maí 2025 21:29
„Ég hef hluti að gera hér“ DeAndre Kane átti stórkostlegan leik fyrir Grindavík sem vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Oddaleikur liðanna fer fram á mánudag. Körfubolti 2. maí 2025 21:24
Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Gleðin skein úr hverju andliti í Grindavík í gær og bjartsýni var í lofti, þegar 90 ára afmæli UMFG var fagnað og íþróttamannvirki opnuð almenningi, í fyrsta sinn frá rýmingu vegna náttúruhamfaranna á Reykjanesskaga. Sport 2. maí 2025 11:30
„Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Dedrick Deon Basile skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 5 fráköst í ótrúlegum sigri Tindastóls á Álftanesi í þriðja leik undanúrslitaeinvígis liðanna í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 29. apríl 2025 21:44
Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sigtryggur Arnar Björnsson eignaðist barn rétt áður en Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Sigtryggur Arnar var þó ekki á fæðingadeildinni og er klár í slaginn. Körfubolti 29. apríl 2025 19:19
Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Það var pressa á báðum liðum í kvöld þegar Tindastóll tók á móti Álftanesi í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Stólarnir þurftu að verja sinn heimavöll og gestirnir verða að sækja í það minnsta einn sigur norður en staðan í einvíginu var 1-1 fyrir leikinn í kvöld. Körfubolti 29. apríl 2025 18:31
Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Tindastóll á stuðningsmenn víða og þar á meðal á hinu háa Alþingi þar sem Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks, flutti ræður í Tindastólstreyju í tilefni dagsins. Körfubolti 29. apríl 2025 15:45
„Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls, segir pressuna á liðinu ekki meiri fyrir leik kvöldsins gegn Álftanesi í undanúrslitum Bónus deildarinnar í körfubolta sökum þeirrar staðreyndar að þeir leiki á heimavelli og að einvígið sé nú í járnum. Körfubolti 29. apríl 2025 13:01
Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Umhyggjuhöllin stóð ekki alveg undir nafni þegar Stjarnan og Grindavík áttust við í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Stuðningsmönnum liðanna lenti saman og hnefarnir voru látnir tala. Körfubolti 29. apríl 2025 12:31
Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum DeAndre Kane var sæll og sáttur eftir sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 91-105, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Hann segir að tapið í öðrum leiknum hafi verið eitt það erfiðasta á löngum ferli. Körfubolti 29. apríl 2025 11:01
„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Körfubolti 28. apríl 2025 23:43
„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 28. apríl 2025 23:34
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Grindavík minnkaði muninn í 2-1 í rimmu sinni við Stjörnuna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta með 91-105 sigri sínum í þriðja leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabænum í kvöld. Körfubolti 28. apríl 2025 21:44
„Ég saknaði þín“ Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn. Körfubolti 26. apríl 2025 10:33
„Hann er tekinn út úr leiknum“ Benedikt Guðmundsson þjálfari Tindastóls var augljóslega svekktur eftir tapið gegn Álftnesingum í kvöld, í leik þar sem Stólarnir fengu tækifæri undir lokin til að ná sigrinum og komast í 2-0 í einvíginu. Körfubolti 25. apríl 2025 22:10
„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ David Okeke var mættur aftur til leiks með Álftnesingum í kvöld og var afar ánægður eftir magnaðan sigur á Tindastóli í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Staðan í einvíginu er jöfn eftir leik kvöldsins. Körfubolti 25. apríl 2025 21:59
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Álftanes jafnaði metin í undanúrslitum Bónus deildar karla körfubolta í kvöld eftir rosalegan leik gegn Tindastóli þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndu leiksins. Staðan í einvíginu 1-1 en næsti leikur liðanna fer fram á Sauðárkróki. Körfubolti 25. apríl 2025 18:32
Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Það verður mikið um dýrðir í Kaldalóns-höllinni á Álftanesi í kvöld er Tindastóll mætir á svæðið í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla. Körfubolti 25. apríl 2025 13:31
„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tap hans liðs gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Tapið þýðir að Grindavík er 2-0 undir í einvígi liðanna. Körfubolti 24. apríl 2025 22:43
„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum. Körfubolti 24. apríl 2025 21:58
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Stjarnan er komin í 2-0 gegn Grindavík í undanúrslitaeinvígi liðanna í Bónus-deild karla. Stjarnan vann 100-99 sigur eftir ótrúlega dramatík og getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leik liðanna á mánudag. Körfubolti 24. apríl 2025 18:30