

Subway-deild karla
Leikirnir

Brjóta KR-ingar hundrað stiga múrinn áttunda leikinn í röð?
KR-ingar geta sett nýtt met í úrslitakeppninni í kvöld skori liðið hundrað stig eða meira í fjórða leik lokaúrslitanna á móti Stjörnunni. KR-ingar geta því ekki aðeins tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn því með því að skora hundrað stig bæta þeir met Keflvíkinga frá 2003.

Marcus Walker: Mamma er besti vinur minn
Marcus Walker er lykilmaður í liði KR sem í kvöld getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express-deildar karla.

Teitur: Fór aðeins yfir strikið
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta.

Keflavík vann alla titlana í kvennaflokki
Keflavík náði sögulegum árangri nú í vetur en liðið er eftir tímabilið handhafi allra Íslandsmeistaratitla í kvennaflokki, frá yngsta flokki til meistaraflokks.

Frábær seinni hálfleikur tryggði sigurinn
KR er komið í 2-1 gegn Stjörnunni í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta eftir sigur á heimavelli í gærkvöldi, 101-81.

Hreggviður: Það vita það allir á Íslandi að við erum betra liðið
"Þessi varnarleikur á eftir að skila okkur Íslandsmeistaratitlinum,“ sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. KR vann þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, 101-81, og leiðir einvígið 2-1.

Marcus og Mamma: Klárum dæmið í næsta leik
"Það sem hefur alltaf skilað okkur sigrum er varnarleikur okkar í síðari hálfleik. Um leið og liðið nær að stoppa 2-3 sóknir frá andstæðingnum þá smitað þar frá sér og við eflumst,“ sagði Walker.

Teitur: Þetta var bara búið í hálfleik
"Við spiluðum vel í fyrri hálfleik, en áttum aldrei séns í þeim síðari,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir ósigurinn í kvöld.

Hrafn: Besta vörn sem ég hef séð frá liðinu
"Við hrukkum heldur betur í gírinn í þriðja leikhlutanum,“ sagði Hrafn Krisjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld.

Umfjöllun: KR átti í engum vandræðum með Stjörnuna
KR-ingar settust í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar þeir unnu Stjörnuna, 101- 81, í þriðja leik liðanna og leiða því einvígið 2-1. KR keyrði yfir Stjörnuna í þriðja leikhlutanum og voru tuttugu stigum yfir þegar einn leikhluti var eftir. Marcus Walker átti enn einn stórleikinn og skoraði 33 stig.

Stjörnumenn jöfnuðu metin
Stjarnan jafnaðií gær metin í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á KR á heimavelli, 107-105.

Fannar: Mættum allir klárir í kvöld
„Þetta var virkilega flottur leikur þar sem tvö góð lið mættust,“ sagði Fannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld.

Marvin: Vildum sýna okkar rétta andlit
„Við vildum sýna fólki í kvöld að við værum ekki svona lélegir eins og í síðasta leik,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir dýrmætan sigur gegn KR-ingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Teitur: Sviðsskrekkurinn er núna farinn
„Núna mætti þessi sterka liðsheild okkar sem var búin að koma okkur þetta langt í mótinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan vann KR 107-15 í hörku spennandi leik og jafnaði því einvígið 1-1.

Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni
Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1.

Miðinn á enska bikarúrslitaleikinn hækkar um 22 prósent
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að hækka miðaverðið á úrslitaleik enska bikarsins sem fer fram á Wembley 14. maí síðastliðinn. Dýrasti miðinn á leikinn kostar nú 115 pund eða rúmlega 21 þúsund íslenskar krónur.

Fjögur af átta liðum hafa komið til baka eftir skell í fyrsta leik
Fjögur af átta liðum sem hafa fengið skell í fyrsta leik í úrslitaeinvígi karla (+20 stiga tap) hafa svarað því með því að jafna einvígið í næsta leik. Stjarnan tekur á móti KR í Ásgarði í kvöld en KR-ingar unnu fyrsta leikinn með 30 stiga mun í DHL-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Brynjar: Stefnum á að klára einvígið í þrem leikjum
KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson segir að það sé stefna KR-liðsins að klára Stjörnuna 3-0 í úrslitaeinvíginu um körfubolta og lyfta bikarnum á heimavelli á sunnudag.

Teitur: Verðum ekki yfirspenntir í kvöld
KR-ingar tóku lærisveina Teits Örlygssonar í Stjörnunni í bakaríið í fyrsta leik liðanna í úrslitum Iceland Express-deildar karla. KR vann leikinn með 30 stigum.

Ágúst Björgvinsson hættur með Hamarsliðin
Ágúst Björgvinsson verður ekki áfram í Hveragerði en hann hefur þjálfað meistaraflokka karla og kvenna hjá Hamar undanfarin tvö tímabil og var þar á undan með karlalið Hamars í tæp tvö tímabil.

Ólíklegt að Jón Halldór taki við karlaliði Keflavíkur
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur leitar nú að nýjum þjálfara til að taka við karlaliði félagsins af Guðjóni Skúlasyni sem hætti með liðið í gær.

Brynjar: Frábær liðsheild skóp þennan sigur
"Þetta var bara frábær sigur hjá okkur og sigur liðsheildarinnar,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld gegn Stjörnunni. KR valtaði yfir Stjörnuna, 108-78, í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla í körfubolta.

Teitur: Mætum klárir í næsta leik
"Við erum að fara á okkar heimavöll og fáum tækifæri til að gera betur. Í byrjun þriðja leikhluta þá missum við aðeins jafnvægið í okkar leik og þá koma þeir í bakið á okkur, en það var akkúrat það sem við vildum alls ekki,“ sagði Teitur.

Pavel: Þetta verður ekki svona auðvelt í næsta leik
"Þeir eiga eftir að mæta dýrvitlausir í næsta leik,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR-inga, eftir sigurinn í kvöld, en Bikarmeistararnir unnu fyrstu orrustuna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla í körfubolta.

Kjartan: Við vorum bara ekki tilbúnir
„Við hreinlega mættum ekki til leiks,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, eftir að hafa tapað fyrir KR í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla.

Hrafn: Keyrðum yfir þá í síðari hálfleik
„Ég bjóst ekki við svona stórum sigri en ég var alveg viss um það að við myndum vinna þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. KR vann Stjörnuna, 108-78, í DHL-höllinni, en þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Umfjöllun: KR-ingar tóku Stjörnuna í kennslustund, 108-78
KR-ingar sýndu styrk sinn gegn Stjörnunni í fyrsta leiknum í úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. Stjarnan náði að hanga með KR-ingum í fyrri hálfleik en síðari hálfleik settu KR-ingar allt í gang og keyrðu hreinlega yfir lið Stjörnunnar. Lokatölur 108-78 og staðan er 1-0 fyrir KR en þrjá sigra þarf til þess að vinna þetta einvígi. Næsti leikur fer fram á fimmtudaginn á heimavelli Stjörnunnar.

Keflavík í viðræðum við Sigurð Ingimundarson
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur stendur uppi þjálfaralaus í kjölfar þess að Guðjón Skúlason hætti með karlalið félagsins í dag. Áður hafði Jón Halldór Eðvaldsson hætt með kvennaliðið.

Fannar spilar líklega ekki með KR í kvöld
Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, verður væntanlega ekki með KR í kvöld gegn Stjörnunni er úrslitarimman um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik hefst.

Teitur kominn í lokaúrslitin í þrettánda sinn á ferlinum
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, hefur langmestu reynsluna af því að spila um Íslandsmeistaratitilinn af öllum þeim sem taka þátt í úrslitaeinvígi KR og Stjörnunnar. Fyrsti leikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla er klukkan 19.15 í DHL-höllinni í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.