
Arnar Freyr samdi við Keflavík
Arnar Freyr Jónsson skrifaði í gær undir samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun hann leika með sínu gamla liði á næstu leiktíð. Samningurinn er til eins árs en Arnar missti af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband hægra í hné en þá var hann leikmaður með úrvalsdeildarliði í Danmörku.