Justin Shouse í Stjörnuna Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur samið við leikstjórnandann Justin Shouse um að leika með liðinu næsta vetur. Þetta staðfesti Gunnar Sigurðsson formaður kkd Stjörnunnar í samtali við Vísi. Körfubolti 5. maí 2008 16:16
Jón og Pálína best hjá Keflavík Jón Norðdal Hafsteinsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru um helgina útnefnd bestu leikmenn vetrarins á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki. Körfubolti 5. maí 2008 13:15
Brynjar Þór til Bandaríkjanna KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson mun leika í bandaríska háskólaboltanum næstu fjögur árin en hann hefur þegið skólastyrk frá High Point-háskólanum í Norður-Karólínuríki. Körfubolti 3. maí 2008 11:55
Þorleifur framlengir við Grindavík Þorleifur Ólafsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Grindavíkur næstu tvö árin. Mikið hefur verið að gera í leikmannamálum í Grindavík undanfarna daga og í gær tilkynnti félagið að það hefði fengið miðherjann Morten Szmiedowicz til liðs við sig á ný, en hann lék með félaginu veturinn 2004-05. Körfubolti 29. apríl 2008 17:20
Teitur hættur í Njarðvík Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þjálfarann Teit Örlygsson. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag. Undir stjórn Teits féllu Njarðvíkingar úr leik 2-0 fyrir Snæfelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 26. apríl 2008 16:20
Kotila hættur að þjálfa Snæfell Bandaríski þjálfarinn Geof Kotila hefur ákveðið að hætta að þjálfar bikarmeistara Snæfells í körfubolta. Samningur hans rennur út nú í sumar og ætlar hann að flytja aftur til Danmerkur með fjölskyldu sinni. Þetta kom fram í Stykkishólmspóstinum. Körfubolti 26. apríl 2008 14:03
Magnús bíður eftir ákvörðun þjálfarans Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2008 20:39
Gunnar bestur í úrslitakeppninni Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í körfubolta en þetta var tilkynnt eftir sigur Keflvíkinga gegn Snæfelli í kvöld. Körfubolti 24. apríl 2008 23:00
Snæfellingar áttu ekki möguleika Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, var í sigurvímu þegar Stöð 2 Sport tók viðtal við hann strax eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn. Körfubolti 24. apríl 2008 21:16
Keflavík Íslandsmeistari 2008 Keflvíkingar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn 2008 með sigri á Snæfelli á heimavelli 98-74. Keflavík vann úrslitaeinvígið 3-0 og sex magnaðir sigrar í röð í úrslitakeppninni komu titlinum í hús. Körfubolti 24. apríl 2008 19:28
Flake til Breiðabliks Bandaríkjamaðurinn Darrell Flake mun leika með nýliðum Breiðabliks í Iceland Expressdeildinni næsta vetur. Frá þessu er greint á heimasíðu Kópavogsliðsins. Körfubolti 24. apríl 2008 18:27
Titillinn blasir við Keflvíkingum Keflavík er nú í lykilstöðu í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta eftir sigur á Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 21. apríl 2008 20:17
Hlustar á Megas og Pearl Jam til að koma sér í gírinn Hlynur Bæringsson og félagar hans í liði Snæfells eiga erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir verja heimavöll sinn gegn Keflvíkingum í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express deildarinnar. Körfubolti 21. apríl 2008 13:43
Walker: Spilum með hjartanu BA Walker sagði eftir sigur sinna manna í Keflavík á Snæfelli í dag að þeir þyrftu að spila með hjartanu til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 19. apríl 2008 17:55
Keflavík komið í 1-0 gegn Snæfelli Keflavík vann sigur á Snæfelli, 81-79, í fyrsta leik liðanna í úrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Körfubolti 19. apríl 2008 16:18
Vissi að ég ætti eftir að eiga stórleik í kvöld "Við bara rifum okkur upp á rassgatinu og gerðum þetta eins og karlmenn núna," sagði Gunnar Einarsson, hetja Keflvíkinga í oddaleiknum í kvöld. Körfubolti 16. apríl 2008 21:21
Gunnar hefur gert þetta 100 sinnum áður Sigurður Ingimundarson lofaði karakterinn í sínum mönnum í Keflavík eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitum Iceland Express deildarinnar með stórsigri á ÍR í oddaleik í kvöld. Körfubolti 16. apríl 2008 21:14
Við erum grautfúlir Jón Arnar Ingvarsson þjálfari ÍR var að vonum svekktur eftir að hans menn féllu úr keppni í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í kvöld. Körfubolti 16. apríl 2008 21:04
Gunnar skaut Keflavík í úrslitin Það verða Keflavík og Snæfell sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að Keflavík burstaði ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitunum í kvöld 93-73. Körfubolti 16. apríl 2008 20:45
Keflavík yfir fyrir lokaleikhlutann Keflvíkingar eru í góðri stöðu fyrir lokaleikhlutann gegn ÍR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Liðið hefur forystu 69-61 á heimavelli sínum þegar 10 mínútur eru eftir. Körfubolti 16. apríl 2008 20:29
Keflavík yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í oddaviðureign Keflavíkur og ÍR í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Keflvíkingar hafa verið með forystu allan leikinn og leiða með 14 stigum í hálfleik 52-38. Körfubolti 16. apríl 2008 19:57
Keflavík yfir eftir fyrsta leikhluta Keflvíkingar hafa yfir 29-25 þegar fyrsta leikhluta er lokið í oddaleik liðsins gegn ÍR sem fram fer í Keflavík. Sigurvegarinn í kvöld tryggir sér sæti í úrslitaeinvíginu gegn Snæfelli. Sóknarleikurinn hefur verið í fyrirrúmi eins og sjá má á tölfræðinni og ekki hægt að sjá að menn séu spenntir þrátt fyrir mikilvægi leiksins. Körfubolti 16. apríl 2008 19:33
Hvað segir sagan um úrslitin í oddaleiknum í kvöld? Keflavík og ÍR mætast í kvöld í fimmta og úrslitaleik um sæti í lokaúrslitum Iceland Express deildar karla og hefst leikurinn klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík. Körfubolti 16. apríl 2008 16:45
Magnús: Get varla beðið Magnús Þór Gunnarsson vonast eftir troðfullu húsi áhorfenda í kvöld þegar hans menn í Keflavík taka á móti ÍR í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Körfubolti 16. apríl 2008 16:26
Eiríkur: Verðum að slá frá okkur Eiríkur Önundarson lofar því að ÍR-ingar munu leggja allt sitt í oddaleikinn gegn Keflavík í kvöld og standa uppi sem sigurvegarar. Körfubolti 16. apríl 2008 15:14
Keflavík hefur tapað tveimur oddaleikjum í röð heima Keflvíkingum hefur mistekist að nýta sér heimavöllinn í síðustu tveimur oddaleikjum um sæti í lokaúrslitum úrslitakeppninnar sem hafa farið fram í Sláturhúsinu í Keflavík. Körfubolti 16. apríl 2008 14:19
Vildum ekki aftur til Grindavíkur „Við vildum ekki fara aftur til Grindavíkur og þrátt fyrir að staðan væri orðin erfið þá gáfumst við ekki upp," sagði Hlynur Bæringsson í viðtali við Stöð 2 Sport eftir hreint magnaðan sigur Snæfells í kvöld. Körfubolti 14. apríl 2008 22:06
Snæfell í úrslit eftir sigur í framlengdum leik Það var mögnuð spenna og miklar sviptingar í leik Snæfells og Grindavíkur í kvöld. Snæfell vann 116-114 í Stykkishólmi í ótrúlegum framlengdum leik. Körfubolti 14. apríl 2008 20:12
Friðrik: Eigum nóg inni Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur, telur að sínir menn eigi nógu mikið inni til að knýja í kvöld fram oddaleik í undanúrslitarimmunni gegn Snæfelli í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Körfubolti 14. apríl 2008 15:09
Kotila: Verður vonandi lítið skorað Geof Kotila, þjálfari Snæfells, segir í samtali við Vísi að sínir menn þurfi að spila góða vörn í kvöld til að vinna sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildar karla. Körfubolti 14. apríl 2008 14:07