ÍR-ingar bikarmeistarar
ÍR-ingar eru bikarmeistarar karla í körfubolta árið 2007 eftir 83-81 sigur á Hamri/Selfoss í Laugardalshöllinni. ÍR hafði undirtökin lengst af í leiknum en Hamarsmenn voru aldrei langt undan og voru lokasekúndurnar æsispennandi líkt og í kvennaleiknum fyrr í dag.