
23 ára og með sína eigin förðunarlínu
„Hugmyndin að línunni fæddist þegar ég bjó úti í London. Flestar vinkonur mínar þar koma frá ólíkum uppruna og töluðu mikið um að erfitt væri að finna sér snyrtivörur sem pössuðu við sinn húðlit,“ segir förðunarfræðingurinn Snædís Birta Ásgeirsdóttir sem var að stofna snyrtivörulínuna Dewy Cosmetics.