Unnur fagnar tískuslysum fortíðarinnar Leik og söngkonan Unnur Eggertsdóttir birti skemmtilega færslu á Facebook rétt í þessu þar sem hún talar um að sýna sjálfri sér mildi og fagna tískuslysum fortíðarinnar. Tilefnið er lagið hennar, Stolin augnablik sem er nú aðgengilegt á Spotify. Lífið 18. ágúst 2023 13:36
Svona munu Lækjartorg, Hlemmur og Káratorg líta út Hver eru framtíðarplönin fyrir torgin í borginni? Lífið 18. ágúst 2023 10:31
Allt sem þú þarft að vita um dagskrána á Menningarnótt Menningarnótt Reykjavíkurborgar verður haldin hátíðleg næstkomandi laugardag, þann 19. ágúst. Miðborgin breytist þá í iðandi vettvang menningar og lista og dagskráin er stútfull af viðburðum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Menning 17. ágúst 2023 08:00
Býður fólki að veita gömlum peysum nýtt líf Í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg stendur nú yfir sýning á peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí. Í ágúst býður hönnuðurinn upp á tvær opnar smiðjur þar sem gestir koma með sínar eigin peysur sem annaðhvort eru skemmdar eða sem eigandinn er hættur að nota og langar að endurlífga. Tíska og hönnun 15. ágúst 2023 21:14
„Við hugsuðum til hennar á meðan við fórum í hér í gegn“ Vinir Rúnars Marínó Ragnarssonar ætla sér að hlaupa sex maraþon á sex dögum til að heiðra minningu Ingu Hrundar Kjartansdóttur, eiginkonu Rúnars. Þeir kalla sig HHHC hópinn og lögðu af stað frá Akureyri í gær. Lífið 15. ágúst 2023 17:14
Kýs alltaf fín föt fram yfir hversdagslegan klæðnað Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London og vinnur þar að ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Tískan er stór hluti af hans lífi og segist hann alltaf kjósa frekar að vera fínt klæddur en í hversdagslegum klæðnaði. Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 12. ágúst 2023 11:30
Lögðu alltaf áherslu á fjölskylduna í Gleðigöngunni Sjónvarpsstjörnurnar og lífskúnstnerarnir Beggi og Pacas tóku þátt í Gleðigöngunni tíu ár í röð og segja gleðina alltaf hafa staðið upp úr. Blaðamaður fékk þá til að rifja upp eftirminnileg augnablik en þeir eru nú búsettir í sólinni á Spáni. Lífið 11. ágúst 2023 07:00
Vildi gera „eitthvað alveg nýtt“ í treyjuhönnun Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru á sölu á miðnætti. Leikjahæsti leikmaður Víkings, sem jafnframt átti hugmyndina að treyjunni, vildi gera „eitthvað alveg nýtt“ í treyjuhönnun á Íslandi. Lífið 11. ágúst 2023 00:05
Barist að næturlagi um nýjustu treyju Víkings Færri komust að en vildu þegar sala á sérhönnuðum Víkingstreyjum til styrktar góðu málefni fóru að sölu á miðnætti. Pöntunarkerfið hrundi en allar 210 treyjurnar sem voru í boði eru seldar. Treyjan er framleidd í minningu Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló. Kóróna og texti úr lagi hans má finna á treyjunni. Lífið 10. ágúst 2023 08:27
Kóróna og laglína Prins Póló á nýrri treyju Víkings Ný góðgerðartreyja Víkings í samstarfi við hönnuðinn Hildi Yeoman heiðrar minningu tónlistarmannsins Svavars Péturs Eysteinssonar, Prins Póló, sem lést langt fyrir aldur fram í september í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Allur ágóði sölunnar rennur til Ljóssins. Lífið 8. ágúst 2023 15:19
Íslandsvinurinn William Morris á nýjum fótboltatreyjum Fótboltafélagið Walthamstow FC tilkynnti um treyjur félagsins fyrir næsta tímabil í síðustu viku. Treyjurnar eru skreyttar mynstri eftir textílhönnuðinn og íslandsvininn William Morris. Tíska og hönnun 8. ágúst 2023 13:16
Club Boozt verðlaunar trygga viðskiptavini Netverslunin Boozt, sem er ein stærsta netverslun Norðurlanda, hefur sett á fót nýjan klúbb fyrir viðskiptavini sína sem ber heitið Club Boozt. Lífið samstarf 7. ágúst 2023 08:31
„Í dag finnst mér kvenlegur fatnaður ekki síður valdeflandi“ Kvikmyndagagnrýnandinn og lífskúnstnerinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir getur litið á hvaða áfangastað sem er sem tískusýningu þar sem þú ætlar að skilja fólk eftir agndofa. Hún segir tískuna geta verið vopn gegn fyrirmótuðum hugmyndum, sækir tískuinnblásturinn meðal annars til sjónvarpsþáttanna Beðmál í borginni og er enn þekkt af sumum sem stelpan með röndóttu húfuna. Jóna Gréta er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 5. ágúst 2023 11:30
Skreytum hús: Húsbíll Bylgjulestarinnar tekinn í gegn Í fyrsta örþætti í fjórðu seríu af Skreytum hús tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir húsbíl Bylgjulestarinnar í gegn. Lífið 3. ágúst 2023 11:17
Útvistarfatnaður frá Icewear gerir góða verslunarmannahelgi betri Langþráð verslunarmannahelgi er næstu helgi og þá má búast við því að stór hluti landsmanna fari í lengri og styttri ferðalög. Samstarf 1. ágúst 2023 12:16
„Ég hef aldrei nennt að „fitta“ inn“ Lífskúnstnerinn, fótboltamaðurinn og fatahönnuðarneminn Birnir Ingason hefur alltaf farið sínar eigin leiðir í klæðaburði og hefur hreinlega gaman að því þegar fólk gerir athugasemdir við fataval sitt. Hann segist þó hafa þróast í aðra átt með árunum þar sem hann sækir nú minna í lætin og meira í þægindi og hagkvæm kaup. Birnir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 29. júlí 2023 11:31
Risastórir gulir Crocs skór Listahópurinn MSCHF hefur vakið töluverða athygli á síðustu árum fyrir óvenjulegar vörur sínar sem eru oftar en ekki ádeila á tísku og fleira. Nýjasta varan frá hópnum er gerð í samstarfi við skóframleiðandann Crocs en um er að ræða risastóra gula Crocs skó. Tíska og hönnun 26. júlí 2023 14:44
Lá beinast við að sýna Björgólfi frænda nýja Rolex úrið Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, eða Gústi B eins og hann er gjarnan kallaður, keypti sér sitt fyrsta úr á dögunum. Hann segir að það hafi legið beinast við að sýna athafnamanninum og stóra frænda sínum Björgólfi Guðmundssyni nýja úrið. Lífið 24. júlí 2023 14:58
Fann ekki draumakjólinn svo hún saumaði hann sjálf Myndlistarkonan og tískuunnandinn Aníta Björt Sigurjónsdóttir hefur verið búsett í Mílanó undanfarin ár og segir stíl sinn í stöðugri breytingu. Hún var að opna vefverslunina Mamma Mia Vintage ásamt vinkonu sinni Sigrúnu Guðnýju þar sem handvalin notuð föt frá Ítalíu eru í forgrunni en þær verða með svokallaðan „Pop Up“ viðburð á Bankastræti 12 um helgina. Aníta Björt er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 22. júlí 2023 11:31
Framkvæmdagleðin í fyrirrúmi hjá Brynju Dan Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins og eigandi Extraloppunnar, og kærastinn Jóhann Sveinbjörnsson hafa staðið í framkvæmdum síðastliðnar vikur á fallegu parhúsi í Garðabæ. Lífið 21. júlí 2023 15:13
Segir Kim Kardashian hafa bjargað lífi sínu eftir skotárás Kona sem var skotin fjórum sinnum í skotárás í Kansas síðastliðinn nýársdag segir að samfestingur frá Skims, fatamerki Kim Kardashian, hafi komið í veg fyrir að henni blæddi út eftir árásina. Lífið 19. júlí 2023 11:27
Heitasta sundfatatískan í sumar Sundfatatískan hjá íslensku stjörnunum í sumar einkennist af þríhyrningabikiníi ýmist í svörtu eða skærum litum. Þar má nefna að sundföt fatahönnuðarins Hildar Yeoman njóta töluverðra vinsælda um þessar mundir. Lífið 18. júlí 2023 12:24
Mikil upplifun að vera uppstríluð á tískuviku með ljósmyndara á eftir sér Grafíski hönnuðurinn Embla Óðinsdóttir elskar tísku og notar hana ítrekað til að tjá sína líðan. Embla, sem er búsett í Kaupmannahöfn, segir erfitt að velja sína uppáhalds flík þar sem nánast öll fötin hennar eru í uppáhaldi en gerði þó mögulega bestu kaup sögunnar eitt sinn á Akureyri þegar hún keypti leðurjakka og loðvesti saman á 700 krónur. Embla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 15. júlí 2023 11:30
Ashley Graham klæddist kjól frá Hildi Yeoman: „Hún ber nafnið mitt rétt fram“ Bandaríska ofurfyrirsætan Ashley Graham er mikill aðdáandi íslenska fatahönnuðarins Hildar Yeoman en hún mætti í spjallþáttinn Live with Kelly and Mark í glæsilegum kjól eftir Hildi. Tíska og hönnun 14. júlí 2023 11:04
Fékk afmælisgjöf sem kostar milljónir Það er greinilega ekki hart í ári hjá rapparahjónunuum Cardi B og Offset. Kulture, dóttir þeirra, fagnaði fimm ára afmæli í gær og fékk ansi veglega afmælisgjöf frá foreldrum sínum, tösku sem yfir rúmlega tvær og hálfar milljónir í íslenskum krónum. Lífið 11. júlí 2023 14:44
Dua Lipa stal senunni á heimsfrumsýningu Barbie Það má með sanni segja að Barbie sé þekkt fyrir glamúr og náði glamúrinn ákveðnu hámarki í gærkvöldi þegar heimsfrumsýningin á Barbie myndinni fór fram í viðburðahúsinu Shrine Auditorium & Expo Hall í Los Angeles. Tíska og hönnun 10. júlí 2023 12:31
„Hef lært með árunum að álit annarra á mér kemur mér bara ekkert við“ Förðunarfræðingurinn Birkir Már Hafberg lýsir stílnum sínum sem tímalausum og stílhreinum en elskar þó stundum að leika sér með æpandi liti. Hann fer sínar eigin leiðir í tískunni, leggur upp úr því að klæða sig fyrir sjálfan sig og segir stíl sinn hafa þróast í einfaldari átt á undanförnum árum. Birkir Már er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 8. júlí 2023 11:31
Ferðast um heiminn eins og alvöru Barbie dúkka Ástralska leikkonan, framleiðandinn og bomban Margot Robbie fer með hlutverk sögulegu dúkkunnar Barbie í samnefndri mynd. Handrit og leikstjórn þessarar nýstárlegu útgáfu af sögu Barbie er í höndum Gretu Gerwick og kemur hún út hérlendis 19. júlí. Robbie hefur nú verið á ferðalagi um heiminn að kynna kvikmyndina og virðist taka hlutverkinu alvarlega í raunheimum, þar sem hún klæðist oftar en ekki bleikum fötum frá fínustu tískuhúsum heimsins. Tíska og hönnun 5. júlí 2023 10:10
Kjólatískan í brúðkaupum sumarsins Brúðkaupstímabilið stendur sem hæst um þessar mundir. Fjöldi fallegra mynda af brúðhjónum og gestum hafa verið áberandi liðnar vikur á samfélagsmiðlum. Kjólaval fyrir veisluhöldin getur reynst vandasamt. Tíska og hönnun 4. júlí 2023 21:49
„Maður notar hádegishléin, pissupásurnar, kvöldin og helgarnar í þessa vinnu“ „Við Elfa höfum þekkst frá því í grunnskóla en fórum í raun ekki að vera mikið saman fyrr en í háskólanum, um og uppúr 2014. Sigrúnu þekkti ég síðan úr fimleikunum í gamla daga,“ segir Vilborg Ásta Árnadóttir til að útskýra tengslin á milli hennar og meðeigenda hennar að visteyri.is, þeim Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur. Atvinnulíf 3. júlí 2023 07:00