Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Af­­bókaður víðast hvar og tekju­tapið er veru­­legt

Búið er að af­bóka Ingólf Þórarins­son, eða Ingó veður­guð, af fjölda gigga síðan hópurinn Öfgar birti yfir tuttugu nafn­lausar sögur kvenna sem lýsa kyn­ferðis­legu of­beldi af hálfu Ingós. Einnig er búið að af­lýsa þriðju seríu þáttanna Í kvöld er gigg. Ingó segist hafa orðið fyrir miklu tekju­tapi síðustu vikurnar.

Innlent
Fréttamynd

Vök frumsýnir nýtt myndband tekið í Rauðhólum

Hljómsveitin Vök hefur sent frá sér nýtt myndband við smáskífu sína, Skin sem kom út fyrir viku. Skin kemur í kjölfarið á smáskífunni, Lost in the Weekend. Bæði lögin gefa innsýn í hvers er að vænta af nýrri plötu sem meðlimir Vakar vinna nú að.

Lífið
Fréttamynd

Jay-Z og Beyoncé komu ekki með vélinni

Rapparinn Jay-Z var ekki um borð í einka­þotunni sem lenti á Reykja­víkur­flug­velli í dag. Rapparinn vin­sæli ferðast iðu­lega um á þotunni en hún er merkt með í­þrótta­vöru­merkinu Puma, sem Jay-Z á í sam­starfi við auk þess sem skráningar­númer hennar vísar beint í rapparann.

Lífið
Fréttamynd

Lil Baby hand­tekinn í París vegna fíkni­efna

Bandaríski rapparinn Lil Baby hefur verið handtekinn í París eftir að fíkniefni fundust í fórum hans. Hann er staddur í París með körfuboltamanninum James Harden í tilefni tískuvikunnar í París. Harden var ekki handtekinn og er ekki grunaður um nokkuð glæpsamlegt.

Lífið
Fréttamynd

Segir nefndina hafa vitað af á­sökunum þegar hún réð Ingó

Tryggvi Már Sæ­munds­son, rit­stjóri Eyja­r.net sem hefur safnað undir­skriftum til að mót­mæla því að Ingólfur Þórarins­son hafi verið af­bókaður af Þjóð­há­tíð, segir að þjóð­há­tíðar­nefnd hafi þegar vitað að Ingó væri um­deildur þegar hún réð hann til að sjá um brekku­sönginn.

Innlent
Fréttamynd

Bríet í fyrsta sinn á Þjóð­há­tíð

Tónlistarkonan Bríet mun í fyrsta sinn spila á Þjóðhátíð um komandi Verslunarmannahelgi en auk hennar munu Aron Can, Cell 7, Herra Hnetusmjör, Jóhanna Guðrún, Bandmenn og Stuðlabandið spila á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Sigurður Ingi og Bjarni Ben grilla ofan í gesti Kótelettunnar

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, munu grilla ofan í gesti Kótelettunnar á Selfossi á laugardaginn. Þá verða þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sérstakir aðstoðargrillarar. BBQ kóngurinn sjálfur, Alfreð Fannar Björnsson, mun vera þeim til halds og trausts.

Lífið
Fréttamynd

Hildi barst líflátshótun í kjölfar Eurovison

„Ég er heppin með það að lyfin breyttu miklu hjá mér, með mitt ADHD. Ég man alltaf þegar ég byrjaði á lyfjunum og ég hugsaði: Vá, er það svona sem að fólki á að líða?“ Þetta segir söngkonan og lagahöfundurinn Hildur Kristín Stefánsdóttir í vefþættinum Á rúntinum.

Lífið
Fréttamynd

Valborg Ólafs gefur út plötuna Silhouette

Önnur plata Valborgar Ólafs kom út þann 2. júlí síðastliðinn og ber hún heitið Silhouette. Platan er nokkuð frábrugðin fyrri EP plötu hennar sem kom út árið 2019 en munurinn er sá að hljómsveitarmeðlimir tóku allir þátt í að semja og útsetja lögin og útskýrir það hinar ólíku stefnur sem lögin taka. 

Albumm
Fréttamynd

Gæslu­­­stjóri snið­­­gengur Þjóð­há­­­tíð og rit­stjóri safnar undir­skriftum

Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð.

Innlent
Fréttamynd

Töfrandi stund á leynistað Gnúpverja

Níu mánaða bið en svo kemur sumarið, aftur. Loksins. Íslenskt sumar. Það getur verið svo stórkostlegt en allt stendur þetta og fellur með veðrinu. Að sitja úti í rjómablíðu í íslenskri sveit og slappa af minnir mann á af hverju það er svona gott að búa á Íslandi. Af hverju harkið yfir veturinn er þess virði.

Lífið
Fréttamynd

Ræddi við raunverulega áhrifavalda samfélagsins í krafti guðdómsins

Ís­­lenskir rapparar eru sví­virtir af fjöl­­miðlum og ís­­lensku ríkis­­stjórninni, að sögn Berg­þórs Más­­sonar, sem mætti kalla einn helsta sér­­­fræðing þjóðarinnar í rapp­­tón­list. Þá nafn­bót hlýtur hann að eiga skilið eftir út­gáfu hlað­varps­þátta sinna Kraft­birtingar­hljóms guð­dómsins, sem luku göngu sinni í dag, því þar hefur Berg­þór rætt við nánast alla nafn­þekkta rappara landsins á síðasta eina og hálfa árinu.

Tónlist
Fréttamynd

Ingó sér ekki um brekku­sönginn á Þjóð­há­tíð

Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun ekki annast brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Ingó mun því ekki koma fram á hátíðinni í ár en til stóð að hann flytti þjóðhátíðarlagið frá því í fyrra á laugardagskvöldi hátíðarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Sjáðu nýtt tón­listar­mynd­band Os­cars Leone

Tónlistarmaðurinn Pétur Óskar Sigurðsson, betur þekktur undir listamannanafninu Oscar Leone, gaf á dögunum út lagið Sjaldan er ein báran stök. Nú er búið að birta tónlistarmyndbandið við lagið, sem er mjög persónulegt en það er tileinkað móður Péturs.

Tónlist
Fréttamynd

Á­greiningurinn leystur og fagnað með tón­leika­ferða­lagi

Aðdáendur Hipsumhaps geta tekið gleði sína á ný því platan, Lög síns tíma, er orðin aðgengileg á streymisveitunni Spotify á nýjan leik eftir að hafa verið fjarlægð í síðustu viku. Það vakti mikla athygli þegar nýjasta plata hljómsveitarinnar var fjarlægð sökum ágreinings á milli Fannars Inga Friðþjófssonar, forsprakka hljómsveitarinnar og plötuútgáfunnar Record Records.

Tónlist
Fréttamynd

Róðurinn varð þungur þegar plágan skall á

„Róðurinn varð ansi þungur um vorið þegar plágan skall á. Ég var fjölskyldumaður í námi og námslánin duga því miður skammt. Allt í einu var ég ekki með neina tónleika til að brúa þetta bil,“ segir tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manuel í viðtali við Vísi.

Lífið