Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2022 12:59 Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. Þátturinn er á vegum Unicef og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld eins og við sögðum frá hér á Vísi í gær. Söngkonan vill með þessu breiða út ákall um frið í heimalandi sínu. „Það er verið að fremja þjóðarmorð á úkraínsku þjóðinni. Engum er sýnd miskunn, ekki einu sinni börnum. Nú hafa 300 börn og ungmenni týnt lífi, að meðtöldum hörmungunum í Mariupol. Það sker mig í hjartað að heyra sögur af særðum börnum og börnum sem hafa misst foreldra sína. Tíminn er á þrotum. Ég skora á heimsbyggðina að stöðva voðaverk Rússa strax,“ segir Jamala. Í þættinum Heimsins mikilvægasta kvöld verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF í landinu. Einnig verður greint frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Síerra Leóne, Indónesíu, Bangladess, Sýrlandi og Jemen. Markmiðið með þættinum er að fjölga enn í hópi heimsforeldra á Íslandi sem styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Auk þess verður þátturinn sneisafullur af skemmtiatriðum með þjóðþekktu listafólki allt frá stjörnum prýddum grínsketsum Kanarí-hópsins, þar sem Annie Mist, Jón Gnarr, Steindi jr. og Bassi Maraj eiga stórleik, til glæsilegra tónlistaratriða með Páli Óskari og Diddú, Lay Low, Birgittu Haukdal, Daníel Ágústi og Sigríði Thorlacius. Nú hefur hin úkraínska Jamala bæst í hópinn. Rúnar Freyr segir í samtali við Lífið að söngkonan lendi hér á landi á morgun. Hún kemur fram í þættinum og syngur meðal annars lagið 1944, sem vann Eurovision 2016. Kynnar kvöldsins eru Einar Örn Jónsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, í myndveri RÚV, og Björg Magnúsdóttir og Guðmundur Pálsson sem standa vaktina í símaveri Vodafone og þar verður mikið um óvæntar uppákomur. Dagskárgerð er í höndum Þórs Freyssonar. Heimsins mikilvægasta kvöld hefst á RÚV á laugardagskvöld klukkan 19.45. Nánar um söfnunina og heimsforeldrastarf UNICEF er að finna á vef samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá flutning hennar á laginu 1944. Tónlist Eurovision Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. 30. mars 2022 15:40 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þátturinn er á vegum Unicef og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV á laugardagskvöld eins og við sögðum frá hér á Vísi í gær. Söngkonan vill með þessu breiða út ákall um frið í heimalandi sínu. „Það er verið að fremja þjóðarmorð á úkraínsku þjóðinni. Engum er sýnd miskunn, ekki einu sinni börnum. Nú hafa 300 börn og ungmenni týnt lífi, að meðtöldum hörmungunum í Mariupol. Það sker mig í hjartað að heyra sögur af særðum börnum og börnum sem hafa misst foreldra sína. Tíminn er á þrotum. Ég skora á heimsbyggðina að stöðva voðaverk Rússa strax,“ segir Jamala. Í þættinum Heimsins mikilvægasta kvöld verður fjallað um stríðið í Úkraínu og neyðaraðgerðir UNICEF í landinu. Einnig verður greint frá margvíslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar á líf barna, meðal annars í Malaví, Síerra Leóne, Indónesíu, Bangladess, Sýrlandi og Jemen. Markmiðið með þættinum er að fjölga enn í hópi heimsforeldra á Íslandi sem styðja starf UNICEF með mánaðarlegum framlögum. Auk þess verður þátturinn sneisafullur af skemmtiatriðum með þjóðþekktu listafólki allt frá stjörnum prýddum grínsketsum Kanarí-hópsins, þar sem Annie Mist, Jón Gnarr, Steindi jr. og Bassi Maraj eiga stórleik, til glæsilegra tónlistaratriða með Páli Óskari og Diddú, Lay Low, Birgittu Haukdal, Daníel Ágústi og Sigríði Thorlacius. Nú hefur hin úkraínska Jamala bæst í hópinn. Rúnar Freyr segir í samtali við Lífið að söngkonan lendi hér á landi á morgun. Hún kemur fram í þættinum og syngur meðal annars lagið 1944, sem vann Eurovision 2016. Kynnar kvöldsins eru Einar Örn Jónsson og Sigurlaug Margrét Jónasdóttir, í myndveri RÚV, og Björg Magnúsdóttir og Guðmundur Pálsson sem standa vaktina í símaveri Vodafone og þar verður mikið um óvæntar uppákomur. Dagskárgerð er í höndum Þórs Freyssonar. Heimsins mikilvægasta kvöld hefst á RÚV á laugardagskvöld klukkan 19.45. Nánar um söfnunina og heimsforeldrastarf UNICEF er að finna á vef samtakanna. Hér fyrir neðan má sjá flutning hennar á laginu 1944.
Tónlist Eurovision Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. 30. mars 2022 15:40 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Kanarí grínstjórar á Heimsins mikilvægasta kvöldi Stjörnulið skemmtikrafta kemur fram í grínsketsum söfnunar- og skemmtiþáttar UNICEF á RÚV 2. apríl. 30. mars 2022 15:40