Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Bríet hlaut fern verðlaun

Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 

Tónlist
Fréttamynd

DMX látinn 50 ára að aldri

Rapparinn, leikarinn og lagahöfundurinn Earl Simmons, betur þekktur sem DMX, lést í dag á White Planes sjúkrahúsinu. Hann hafði verið þungt haldinn á öndunarvél á gjörgæslu í nokkra daga eftir alvarlegt hjartaáfall þann 2. apríl síðast liðinn.

Lífið
Fréttamynd

Leika sér með taktskiptingar og annan óþarfa

Hljómsveitin Dopamine Machine var stofnuð fyrir Músíktilraunir 2020 en eftir að keppninni var frestað hélt hljómsveitin áfram að semja og er plata væntanleg í eða eftir sumar. Hljómsveitin var að senda frá sér lagið Taka 7 sem er fyrsti síngúllinn af væntanlegri plötu.

Albumm
Fréttamynd

Söngvarinn og barna­stjarnan Qu­indon Tarver látinn

Bandaríski söngvarinn og barnastjarnan Quindon Tarver er látinn, 38 ára að aldri. Tarver er einna þekktastur fyrir að hafa komið fram í kvikmyndinni Rómeó og Júlíu frá 1996. Söng hann þar í atriðinu þar sem Rómeó og Júlía, í túlkun þeirra Leonardos DiCaprio og Claire Danes, voru gefin saman í kirkju.

Lífið
Fréttamynd

Hendur á læri og fáránleg tilboð í LA

Umboðsmaðurinn Steinunn Camilla eða Steinunn í Nylon eins og einhverjir þekkja hana er gestur í öðrum og þriðja þætti Öll trixin, hlaðvarpi Einars Bárðar sem nú er kominn á hlaðvarpsveitur.

Albumm
Fréttamynd

„Fjallar um mína eigin reynslu þegar ég var að koma úr skápnum“

Hljómsveitin Vök sendir í dag frá sér nýtt myndband við lagið Lost in the Weekend sem hefur verið í mikilli spilun frá því að það kom út nýverið. Það vekur athygli að Margrét Rán er persónulegri í textagerðinni en áður og leitast við að gera ákveðið uppgjör við unglingsárin.

Albumm
Fréttamynd

Syngjandi systur á Hvolsvelli

Þrjár systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa ekki setið með hendur í skauti um páskana því þær hafa notið þess að syngja saman. Pabbi og fósturpabbi þeirra spilar undir hjá þeim.

Innlent
Fréttamynd

Mixuðu níu tíma dansveislu fyrir páskana

Páskaþáttur af tónlistarþættinum PartyZone 2021 fór í loftið á Vísi um helgina. Þema þáttarins að þessu sinni var árið 2000. „Árið 2000 var frábært danstónlistar ár og skemmtanalífið hér á landi var mjög viðburðaríkt. Það má segja að plötusnúðamenningin og danssenan hafi verið á algerum yfirsnúningi þetta herrans aldamótaár árið 2000,“ segir í lýsingu aðstandenda þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

3.500 áhorfendur fá að vera viðstaddir Eurovision

Hollensk stjórnvöld hafa gefið heimild fyrir því að 3.500 áhorfendur fái að vera viðstaddir Eurovision söngvakeppnina sem fram fer í Rotterdam í maí. Eurovision féll niður í fyrra, í fyrsta sinn í sögu keppninnar, vegna kórónuveirunnar.

Lífið
Fréttamynd

„Ég hef grætt mikið á því að spila alls konar tón­list“

Kári Egilsson er ungur Reykvíkingur sem margir telja eina björtustu vonina í tónlistarlífi Íslendinga. Hann hélt um daginn stúdentsprófstónleika sína frá rytmískri deild Menntaskólans í tónlist þar sem flutningur Kára á eigin verkum í bland við þekkta djassslagara reyndist bæði fumlaus og heillandi.

Lífið
Fréttamynd

„Maður þarf ekki að geðjast öllum“

Alexander Freyr Olgeirsson hefur verið í tónlist frá 13 ára aldri og í næstu viku gefur hann út sína fyrstu barnaplötu. Platan kemur út 1. apríl og kallast Út í geim og aftur heim.

Lífið
Fréttamynd

Var föst í óheilbrigðu og ofbeldisfullu sambandi

„Lagið er tileinkað öllum þeim sem hafa einhvern tímann upplifað ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,“ segir söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir um lagið sitt Reality sem kom út í gær.

Lífið
Fréttamynd

Fleiri dýr en fólk í myndbandinu

Hljómsveitin RED RIOT gefur út myndband í dag við fyrsta lag sitt, Bounce Back. Hljómsveitin samanstendur af þeim Hildi Kristínu Stefánsdóttir og Rögnu Kjartansdóttur, betur þekkt sem Cell7.

Tónlist