Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Rachel McAdams segir Eurovision stærra en Super Bowl

Rachel McAdams sem fer með hlutverk Sigrid í Netflix myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, vissi lítið um keppnina þegar hún samþykkti að taka þátt í verkefninu. Í viðtali við Seth Mayers ræddi leikkonan meðal annars um undirbúninginn fyrir tökurnar.

Lífið
Fréttamynd

Secret Solstice verður tónleikaröð í stað tónlistarhátíðar

Secret Solstice fer fram með breyttu sniði í ár. Frítt verður á tónleikana en áhorfendum býðst að styrkja UNICEF. Næstu átta helgar fara fram útitónleikar og langar skipuleggjendum með þessum hætti að bæta tónlistarfólki upp tekjutapið vegna frestun hátíðarinnar.

Lífið
Fréttamynd

Björk heldur þrenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst

Söngkonan Björk Guðmundsdóttir tilkynnti á Facebook síðu sinni um helgina að hún ætlaði að bjóða Íslendingum á tónleika. Á tónleikunum ætlar hún að halda upp á alla íslensku tónlistarmennina sem hún hefur unnið með í gegnum tíðina, samtals yfir hundrað einstaklingar.

Tónlist
Fréttamynd

10 ára harmoníku­snillingur á bænum Riddara­garði

Víkingur Árnason, tíu ára á bænum Riddaragarði í Ásahreppi í Rangárvallasýslu hefur vakið athygli fyrir snilli sína að spila á harmoníku. Gæðastundir hans eru þó þegar hann spilar með afa sínum, Grétari Geirssyni, þekktum harmoníkuleikara í Rangárvallasýslu.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Thor bæjarlistamaður Garðabæjar

Óperusöngvarinn Bjarni Thor Kristinsson var í gær útnefndur bæjarlistamaður Garðabæjar í ár. Bjarna voru veitt verðlaun við athöfn sem fór fram í Sveinatungu á Garðatorgi.

Menning
Fréttamynd

Óli Stef þreytir frumraun í söng

Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson er farinn að láta til sín taka í tónlistarsenunni en hann syngur lag Benedikts Sigurðssonar, Ferðalangurinn, sem er komið út á Spotify.

Lífið