
„Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“
Tónlistarmaðurinn Magnús Valur Willemsson Verheul notast við listamannsnafnið Mt. Fujitive og er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lög hans eru sömuleiðis sum með tugi milljóna spilanna en þrátt fyrir það hefur Magnús Valur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina og tilveruna.