

Tónlist
Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Óþekkt tónverk eftir Mozart fannst
Áður óþekkt tónverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart uppgötvaðist á bókasafni í Leipzig í Þýskalandi í vikunni. Mozart hefur sennilega enn verið barn þegar hann samdi verkið.

„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“
„Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin.

Hyggjast halda breytta Söngvakeppni á næsta ári
RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara.

Ný plata frá Birgi Hákoni: „Ég er ekki lengur þessi gaur nema í tónlistinni“
Önnur plata rapparans Birgis Hákons, sem ber stutta titilinn 111, kemur út í dag. Af því tilefni verður Birgir með partý á Prikinu í kvöld þar sem hann treður upp með góðum gestum. Á plötunni eru lög sem Birgir hefur samið á undanförnum sex árum.

Fegurð er glæpur kom út í mínus
Fegurð er glæpur ehf., félag stofnað í kringum strákasveitina Iceguys, tapaði rúmum tveimur milljónum í fyrra.

Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný
Íslenska rokksveitin Casio Fatso snýr aftur á svið í kvöld eftir sex ára hlé. Meðlimir sveitarinnar segjast ekki geta beðið en á næstu vikum tekur við röð tónleika þar sem sveitin hyggst rifja upp gamla takta.

Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs
Söngvakeppnisstjarnan Sigga Ózk birti á dögunum mikla gleðifærslu á Instagram þar sem hún tilkynnir um nýtt og spennandi talsetningarhlutverk.

Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið
„Það er allt svo nær fyrir norðan en það er skítaveður hér,“ segir í viðlagi á splunkunýju lagi sem sveitin Bogomoili Font & Greiningardeildin var að senda frá sér. Mennirnir á bak við lagið eru Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson.

Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York
Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum.

Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með frægustu konum í heimi, hefur tekið að sér ýmis áhugaverð verkefni í gegnum tíðina og fengið að kynnast alls konar fólki. Í nýju tískuheimildarmyndinni In Vogue: The 90's afhjúpar Kim hvert hennar fyrsta starf var, að fara út að ganga með hundinn hennar Madonnu.

Tito Jackson er látinn
Bandaríski tónlistarmaðurinn Tito Jackson, einn af upprunalegum liðsmönnum sveitarinnar Jackson 5 og bróðir Michaels Jackson heitins, er látinn.

„Höldum áfram þangað til við erum dauðir“
Tuttugu og fimm ár liðin frá því að Magni Ásgeirsson gekk til liðs við hljómsveitina Á móti sól og af því tilefni blæs hljómsveitin til tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Hann segir þá munu halda áfram að spila fram á síðasta dag.

Ísland mun taka þátt í Eurovision
Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar.

Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum
Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi á afmæli í dag og hefur sent frá sér nýtt lag og myndband þar sem höfundur smellsins Skína sýnir á sér glænýja hlið. Um er að ræða fallega ballöðu sem ber heitið Vinir en lagið samdi Logi með föður sínum Tómasi Hermannssyni.

Símtal á lágpunkti úti í London breytti öllu
Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur er snúinn heim til Íslands eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um.

Mætti á nærfötunum einum klæða
Geimfarar og fáklæddar stórstjörnur voru meðal þeirra sem létu sjá sig á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA sem fram fór í nótt.

Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA
Velgengni bandarísku söngkonunnar Taylor Swift virðist engan endi ætla að taka en í nótt sópaði hún til sín verðlaunum á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA. Hún gerði sér lítið fyrir og tók sjö verðlaun með sér heim.

Björk byrjar kvöldið og Blawan tekur svo við
Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona spilar á laugardaginn með raftónlistarmanninn Blawan á skemmtistaðnum Radar í Tryggvagötu. Björk er á neðri hæð frá klukkan 23 til 2 um nóttina. Eftir það tekur Blawan við á þeirri efri.

Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum
Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna.

Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest
Það var rafmögnuð orka á Októberfest SHÍ síðastliðna helgi þar sem fjöldi úrvals tónlistarmanna steig á stokk fyrir stútfullum sal af stúdentum.

Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar
Árni Hjörvar Árnason hefur verið ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar.

Frestar öllum tónleikum vegna hrakandi heilsu
Tónlistarmaðurinn Donald Glover, einnig þekktur sem Childish Gambino, tilkynnti fyrr í kvöld að hann neyðist til að fresta öllum fyrirhuguðum tónleikum sínum í Norður-Ameríku vegna hrakandi líkamlegrar heilsu.

Laufey prýðir forsíðu Vogue
Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert.

„Ég get ekki verið hamingjusamari“
„Mér finnst eins og allt sem ég hef skrifað eða gert áður en ég hitti hann sé skrifað af einhverjum manni sem er að leita að einhverju eða syrgja eitthvað,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í þætti Auðuns Blöndal, Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi.

Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum
„Við leggjum aðal áherslu á stuðið,“ segja Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins sem saman mynda sögulegu sveitina Stjórnina. Stjórnin fagnar 36 árum í bransanum með tvennum stórtónleikum í lok september en blaðamaður tók púlsinn á tvíeykinu og fékk að heyra frá undirbúningnum.

Kendrick sér um hálfleikstónleika Ofurskálarinnar
Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar mun mun troða upp í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta á næsta ári.

Sturluð stemning á tónleikum Skálmaldar undir norðurljósunum
Um 1.500 gestir lögðu leið sína í Heimskautsgerðið á Raufarhöfn í gær á stórtónleika hljómsveitarinnar Skálmaldar. Skippuleggjandi segir stemninguna hafa verið ólýslanlega.

Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn
Brasilíski tónlistarmaðurinn Sergio Mendes, sem hjálpaði til við alþjóðavæðingu bossa nova tónlistar á sjöunda áratugnum með hljómsveitinni Brasil '66, er látinn. Mendes var 83 ára gamall.

Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni
Hljómsveitirnar Dikta og Jeff Who leiða saman hesta sína í Gamla bíó í kvöld og halda tvöfalda tónleika. Tíu ár eru síðan hljómsveitirnar spiluðu síðast saman á tónleikum.

Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari
Það skapaðist skemmtileg stemming í Garðabæ í gær þegar leikskólabörn heimsóttu 88 ára gamlan harmoníkuleikara í nágrenni leikskólans og sungu nokkur hressileg lög með honum.