Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Ítalir hrífa íslenska Eurovision aðdáendur

FÁSES, hinn viðurkenndi íslenski aðdáendaklúbbur Eurovision-keppninnar, virðist yfir sig hrifinn af framlagi Ítalíu því klúbburinn gefur laginu tólf stig eða hæstu einkunn. Eurovision fer að þessu sinni fram í Tel Aviv í Ísrael í maí.

Lífið
Fréttamynd

Söngvari Iron Maiden gerður að heiðursborgara í Sarajevó

Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, var í dag gerður að heiðursborgara í Sarajevó, höfuðborg Bosníu og Hersegóvínu. Dickinson var heiðraður fyrir tónleika sem hann hélt í borginni árið 1994 á meðan að stríð geisaði í landinu og setið var um borgina.

Lífið
Fréttamynd

Ég er hætt að flýja

„Það hefur verið svartur skuggi á sálinni í langan tíma,“ segir tónlistarkonan Kristín Anna Valtýsdóttir. Hún dró sig inn í skel í kjölfar erfiðrar reynslu og hélt listsköpun sinni að miklu leyti út af fyrir sig. Hún gaf nýverið út plötuna I Must Be The Devil.

Tónlist
Fréttamynd

„Þeir voru náttúrlega algerlega svo lúðalegir“

Kolbrúnu Kristínu Daníelsdóttur finnst stórmerkilegt að Proclaimers-tvíburinn Craig Reid muni enn eftir því þegar hún vatt sér að honum í London 1988 með þau óvæntu gleðitíðindi að þeir bræður væru á toppi vinsældalista Rásar 2.

Lífið
Fréttamynd

Frægðarsólin skín enn á Proclaimers í Leith

Rúm þrjátíu ár eru liðin síðan skosku tvíburarnir í The Proclaimers lögðu að baki 500 mílur og síðan aðrar 500 til viðbótar og sungu sig inn í hug og hjörtu Íslendinga sem komu þeim í 1. sæti vinsældalista, fyrstir allra þjóða. Þeir taka nú loks lagið í Hörpu.

Lífið
Fréttamynd

Liðsmenn Sigur Rósar neita allir sök í skattsvikamáli

Allir fjórir meðlimir Sigur Rósar sem ákærðir hafa verið fyrir skattalagabrot neituðu sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Endurskoðandi Jóns Þórs Birgissonar, söngvara sveitarinnar, sem einnig er ákærður í málinu, neitaði einnig sök við fyrirtökuna.

Innlent
Fréttamynd

Best að láta bara vaða

Sigurvegarar Músíktilrauna 2019 verða krýndir í næstu viku. Undanfarið ár hefur verið viðburðaríkt hjá sigurvegurum síðasta árs, Ateria frá Reykjavík, sem ætla að að fylgjast með keppninni í ár.

Lífið
Fréttamynd

Ragnheiður Gröndal dansar á mörkum

Ragnheiður Gröndal fagnar fyrstu plötu sinni í fimm ár, Töfrabörnum, með tónleikum um helgina. Hún segir erfitt að lýsa plötunni sem er einhvers konar óvæntur bræðingur tilraunapopps og þjóðlagatónlistar.

Lífið
Fréttamynd

AUÐUR á Hróarskeldu

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem AUÐUR, mun koma fram á Hróarskelduhátíðinni í sumar en þetta er í fyrsta skipti sem AUÐUR kemur fram á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

Streisand um ásakendur Michael Jackson: „Þetta drap þá ekki“

Leik- og söngkonan Barbra Streisand segist alfarið trúa þeim Wade Robson og James Safechuck sem stigu fram í heimildarmynd um Michael Jackson þar sem sökuðu hina látnu poppstjörnu um kynferðislega misnotkun. Hún telur þó að hin meintu brot hafi ekki haft teljandi áhrif á líf Robson og Safechuck.

Erlent