Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Búinn að lifa lífinu nóg

Ef þú hefur heyrt um rapparann Gísla Pálma eru góðar líkur á því að þú hafir fyrst heyrt um hann nýlega. Hann sendi frá sér lagið Set mig í gang á þjóðhátíðardaginn og annar hver maður hefur deilt myndbandinu við lagið á Facebook-vegg sínum undanfarnar vikur. Þar sést Gísli ber að ofan, hnykla vöðvana og í bakgrunni hefur Range Rover-jeppa verið lagt. Hann er reyndar í eigu vinar Gísla Pálma, sem er rétt að skríða yfir tvítugt. "Annar af tveimur,“ segir Gísli.

Tónlist
Fréttamynd

Í fíling við flygilinn

„Á tónleikunum ætlum við að spila lög af nýútkominni plötu okkar, sem heitir einfaldlega Mood. Svo spilum við meira fjör fram eftir eins og á við á sólríkum föstudegi í byrjun júlí. Svona einhvern stuðblús," segir Bergþór Smári tónlistarmaður sem gaf nýverið út fyrstu plötuna sína sem ber heitið Mood. „Þetta er myndband við lagið No Sense, sem er smáskífa númer tvö af plötunni. Sú fyrsta var Warm & Strong," segir Beggi. „Þetta er eiginlega bara tekið upp í fíling við flygilinn. Ég viðurkenni að ég er ekki eins sterkur á þetta yndislega hljóðfæri og Víkingur frændi minn. Gítarinn er mitt hljóðfæri en ég nota oft píanóið til að semja músík, eins og ég gerði með þetta lag. Þetta er píanólag sem mér þykir mjög vænt um," segir hann. Beggi Smári heldur tónleika á Rosenberg í kvöld, föstudag klukkan 22:00 og á Blúshátíð Ólafsfjarðar á laugardagskvöldið. Facebook síða Begga Smára.

Tónlist
Fréttamynd

Saktmóðigur með plötu

Rokksveitin Saktmóðigur gefur á föstudag út tíu laga plötu sem nefnist Guð hann myndi gráta. Sveitin var stofnuð árið 1991 og hefur gefið út fimm titla í ýmsu formi, eða eina kassettu, tvær tíu tommu vínylplötur og tvær geislaplötur sem heita Ég á mér líf og Plata. Auk þess hefur hljómsveitin gefið út lög á safnplötum.

Tónlist
Fréttamynd

Flytur út tónlist

Ný umboðsskrifstofa hefur verið sett á laggirnar sem sérhæfir sig í ráðgjöf og útflutningi tónlistar. Fyrirtækið, sem hefur hlotið nafnið PROJEKTA, er starfrækt af John Rogers, stofnanda Brainlove plötuútgáfunnar, Vasilis Panagiotopoulos, umboðsmanni og kynningarfulltrúa, og Hildi Maral Hamíðsdóttur, viðburðastjórnanda og kynningarfulltrúa, en þau hafa öll starfað lengi innan tónlistargeirans á ólíkum sviðum. PROJEKTA gerir út frá London, Brussel og Reykjavík og fer listinn yfir hljómsveitir á mála hjá fyrirtækinu ört stækkandi, samkvæmt tilkynningu. Nú síðast var það hin goðsagnakennda sveit Apparat Organ Quartet sem bættist við listann en hljómsveitin gerði nýlega samning við danska plötufyrirtækið Crunchy Frog um útgáfu plötunnar Pólýfóníu á erlendri grundu. Pólýfónía kom út á Íslandi á vegum 12 Tóna síðla ársins 2010 og hlaut feikigóða dóma, en hún mun prýða stræti Evrópu frá og með september þegar hún kemur út hjá Crunchy Frog. Í kjölfarið stefnir hljómsveitin á tónleikahald í Evrópu til að fylgja útgáfunni eftir. Aðrar hljómsveitir á mála hjá PROJEKTA eru gríska sveitin FILM, hin íslenska Rökkurró og breska sveitin Napoleon IIIrd sem er nýbúin að gefa út aðra plötu sína við góðar undirtektir.

Tónlist
Fréttamynd

Skúli gefur út Búgí!

Platan Búgí! með Skúla mennska og hljómsveitinni Grjót er komin út. Hún hefur að geyma tólf tilvistarspekileg lög um samskipti kynjanna. Lög og textar eru eftir forsprakkann Skúla Þórðarson, sem gaf út sína fyrstu plötu í fyrra.

Tónlist
Fréttamynd

Tekur íslenska þjóðsönginn í gítarsólói

Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur.

Tónlist
Fréttamynd

Bein útsending frá tónleikum GusGus

Gusgus efnir til útgáfutónleika á Nasa við Austurvöll í kvöld. Um er að ræða tvenna tónleika og eru þeir fyrri í beinni útsendingu hér á Vísi. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir hefjast klukkan 21.

Tónlist
Fréttamynd

Högni kann mjög vel við að vinna með GusGus

"Það var engin sérstök vígsluathöfn haldin. En jú jú, ég er orðinn meðlimur í GusGus. Ég kem fram með sveitinni á tónleikum og tók þátt í gerð nýju plötunnar. Mér finnst bara gaman að vera í stuði með góðu fólki," segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson, sem einnig er þekktur sem Högni í Hjaltalín. Hann syngur og tók þátt í sköpun þriggja laga á plötu GusGus, Arabian Horse, sem kom út fyrir skömmu og hefur hlotið nánast einróma lof gagnrýnenda og frábærar viðtökur almennings. Högni stígur einmitt á svið á útgáfutónleikum sveitarinnar, raunar tvennum, sem haldnir verða í kvöld á Nasa. Fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu hér á Vísir.is. Útsendingin hefst klukkan 20:30 en tónleikarnir klukkan 21.

Tónlist
Fréttamynd

Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld

Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00.

Tónlist
Fréttamynd

Tveir heimar mætast

Afrísk kúbanska súpergrúppan Afrocubism er væntanleg til Íslands til að halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu 28. júní. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa merku sveit og spáði í það hvers er að vænta á þessum stóra heimstónlistarviðburði.

Tónlist
Fréttamynd

Palli rokseldi í Hörpunni

12 tónar eru með einkaleyfi fyrir sölu á varningi í Hörpu og Páll Óskar Hjálmtýsson varð því að semja sérstaklega við þá þegar hann seldi Silfursafnið fyrir tónleika sína með Sinfóníuhljómsveitinni. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag en Palli kvartar ekki.

Tónlist
Fréttamynd

Trommari Sykurmolanna: Cyndi Lauper átti nokkuð góð lög

"Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál,“ segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Cyndi Lauper dýrkaði Sykurmolana

"Ég veit ekki mikið um Ísland, en mig hefur alltaf langað til að heimsækja landið. Þegar umboðsmaðurinn minn lét mig vita að það væri möguleiki á að halda tónleika á Íslandi varð ég mjög ánægð," segir bandaríska söngkonan Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Steed Lord í So You Think You Can Dance

Við urðum að skrifa undir rosa samning við Fox og gefa löglegt leyfi fyrir not af laginu okkar og gerðum það alveg fyrir tveimur mánuðum síðan. Við gáfum leyfi fyrir tveimur öðrum Steed Lord lögum sem verða í þættinum seinna eftir nokkrar vikur, svarar Svala Björgvinsdóttir söngkona hljómsveitarinnar Steed Lord sem búsett er í Los Angeles en lag sveitarinnar, Vanguardian, var notað í þættinum í vikunni. Lagið er af plötunni okkar Heart II Heart sem kom út í fyrra. Það hefur fengið góðar viðtökur út um allt og við höfum verið að spila það live mjög lengi út um allan heim, segir Svala. Það horfa margar milljónir á þennan þátt þannig að þetta er bara góð auglýsing fyrir bandið. Okkar tónlist er notuð mikið í bandarískum sjónvarpsþáttum og er til dæmis mikið í þáttum á stöðvum einsog MTV, V-H1 ,E Channel, Bravo og fleiri stöðvum. Fox stöðin sem er með So You Think You Can Dance styður mikið við bakið á þeim tónlistarmönnum sem gefa leyfi á tónlist sinni fyrir þættina og það er bara frábært fyrir okkur og opnar allskyns dyr, segir hún jafnframt og heldur áfram: Svo er hún Sonya Tayeh,danshöfundur, sem notar tónlistina okkar í þættina og hún vann að myndbandinu okkar 123 sem kom út fyrir fjórum mánuðum síðan og vann einnig með okkur að nýju myndbandi sem er að koma út í júlí. Hún er náin vinur okkar og það er bara rosalega gaman að okkar vinkona sé að semja svona flotta dansa við tónlistina okkar. Vefsíða Steed Lord. 1. Já auðvitað vissum við af þessu,við urðum að skrifa undir rosa samning við Fox og gefa löglegt leyfi fyrir not af laginu okkar og gerðum það alveg fyrir 2 mánuðum síðan. Við gáfum leyfi fyrir 2 öðrum Steed Lord lögum sem verða í þættinum seinna eftir nokkrar vikur. 2. Lagið sem var notað í gær er lag sem heitir Vanguardian og var af plötunni okkar Heart II Heart sem kom út í fyrra. Það hefur fengið góðar viðtökur út um allt og við höfum verið að spila það live mjög lengi út um allan heim. 3. Það horfa margar milljónir á þennan þátt þannig að þetta er bara góð auglýsing fyrir bandið. Okkar tónlist er notuð mikið í bandarískum sjónvarpsþáttum og er til dæmis mikið í þáttum á stöðvum einsog MTV,V-H1,E Channel,Bravo og fleiri stöðvum. Fox stöðin sem er með So You Think You Can Dance styður mikið við bakið á þeim tónlistarmönnum sem gefa leyfi á tónlist sinni fyrir þættina og það er bara frábært fyrir okkur og opnar allskyns dyr. Svo er hún Sonya Tayeh,danshöfundur, sem notar tónlistina okkar í þættina og hún vann að myndbandinu okkar 123 sem kom út fyrir 4 mánuðum síðan og vann einnig með okkur að nýju myndbandi sem er að koma út í júlí. Hún er náin vinur okkar og það er bara rosalega gaman að okkar vinkona sé að semja svona flotta dansa við tónlistina okkar. Takk takk fyrir að hafa áhuga á þessu Ellý...kann að meta það :) Hugs Svala

Lífið
Fréttamynd

Aerosmith tekur upp

Rokksveitin Aerosmith er á leið í hljóðver í næsta mánuði. Liðsmenn sveitarinnar hyggjast taka upp nýja plötu, en sú síðasta, Honkin‘ on Bobo, kom út árið 2004.

Tónlist
Fréttamynd

Áhugaverð breytingatilraun Gus Gus

Ástæðan fyrir því að hljómsveitin Gus Gus ákvað að halda tvenna útgáfutónleika sama kvöldið á Nasa, þann 18. júní næstkomandi, er sú að liðsmenn vilja sjá breytingu á tónlistarmenningu landsins. Frá þessu greindi Birgir Þórarinsson, betur þekktur sem Biggi Veira, í útvarpsþættinum Vasadiskó síðasta sunnudag.

Tónlist
Fréttamynd

Slayer ekki í hljóðver strax

Hljómsveitin Slayer mun ekki hefja upptökur á nýju efni fyrr en gítarleikarinn Jeff Hanneman jafnar sig á veikindum sínum. Þetta kemur fram í tímaritinu Billboard.

Tónlist
Fréttamynd

Vestfirskt flæði og grúv

Vestfirska hip hop-sveitin Stjörnuryk hefur gefið út sína fyrstu plötu. Flæðið og grúvið skiptir rapparana höfuðmáli í tónsmíðunum. Hip-hop hljómsveitin Stjörnuryk, sem á rætur að rekja til Ísafjarðar, hefur gefið út sína fyrstu plötu, Þetta reddast.

Lífið
Fréttamynd

Aðgengilegra hjá Arctic

Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara.

Lífið