Húgó afhjúpaður Maðurinn á bak við Húgó verður afhjúpaðir í haust í nýrri þáttaröð á Stöð 2. Tónlistarmaðurinn kom fram á Þjóðhátíð í bol merktum stöðinni ásamt dagsetningunni 28. september sem vakti upp margar spurningar en nú hefur verið staðfest að þátturinn fer í loftið þann dag. Lífið 2. ágúst 2022 14:00
russian.girls taka lagið í beinni Annað myndbandið úr nýrri seríu frá útvarp 101 og Stúdíó Sýrlandi er nú frumsýnt hér á Vísi en í myndbandinu tekur hljómsveitin russian.girls lagið Hundrað í hættunni í beinni. Lífið 2. ágúst 2022 13:00
„Stund sem ég mun aldrei gleyma“ Þjóðhátíðargestir pakka nú saman eftir fjölmenna og langþráða hátíð. Magnús Kjartan Eyjólfsson, sem stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal í gær segir að stemningin hafi verið ótrúleg og greinilegt að biðin eftir brekkusöng án takmarkana var langþráð. Innlent 1. ágúst 2022 12:57
Þjóðhátíðarstemning á Íslenska listanum Af efstu fimm lögum Íslenska listans í þessari viku eru fjögur íslensk. Klara situr staðföst á toppi listans með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og má með sanni segja að Þjóðhátíðarstemningin sé að ná algjöru hámarki um helgina. Tónlist 30. júlí 2022 16:01
Lag Hinsegin daga lítur dagsins ljós Næs, lag Hinsegin daga 2022 kom út í morgun. Lagið flytur Bjarni Snæbjörnsson en það var upphaflega samið fyrir söngleikinn Góðan daginn, faggi sem sýndur hefur verið í Þjóðleikhúsinu. Daði Freyr úr Gagnamagninu gerði taktinn og Sigga Beinteins og Sigga Eyrún syngja bakraddir. Hinsegin dagar fara fram 2. - 7. ágúst næstkomandi Tónlist 30. júlí 2022 14:03
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted - Bleache, Fríða Dís og Albumm tónleikar! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 30. júlí 2022 01:55
„Kveikir á streyminu, færð Helga inn í tjaldið, allir í stuði“ Þó að stór hluti þjóðarinnar þeysist nú landshlutanna á milli eru alltaf einhverjir sem ákveða að vera heima og taka því rólega yfir verslunarmannahelgina. Sá hópur er þó langt frá því að vera dæmdur til að sitja auðum höndum og láta sér leiðast. Lífið 29. júlí 2022 20:30
„Við munum gefa allt okkar í þetta“ Hljómsveitin Reykjavíkurdætur spilar á sinni fyrstu Þjóðhátíð um helgina en þær hafa átt viðburðaríkt sumar og spilað á tónleikum víðs vegar, bæði hérlendis og erlendis. Þær hlakka mikið til að spila fyrir Brekkugesti og eru sérstaklega spenntar fyrir því að áhorfendur skilji allt sem þær segja. Blaðamaður tók púlsinn á Steiney Skúladóttur, meðlim hljómsveitarinnar, og fékk að heyra frá stemningunni hjá stelpunum. Tónlist 29. júlí 2022 14:30
Brekkusöngur í miðbænum í kvöld Það er margt um að vera yfir verslunarmannahelgina en það verður ekki bara stuð og stemming úti á landi. Í miðborginni verður sungið í brekkunni í Ingólfsstræti þegar spænsk þjóðlagasveit syngur fyrir gesti barsins Spánska klukkan átta í kvöld. Lífið 29. júlí 2022 14:23
Boncyan gefur út ábreiðu af Þorparanum fyrir Versló Hljómsveitin Boncyan hefur gefið út ábreiðu af Þorparanum hans Pálma Gunnarssonar, svona rétt fyrir Verslunarmannahelgi. Sveitina skipa þremenningarnir Tom Hannay, frá Bretlandi, Janus Rasmussen og Sakaris Emil Joensen sem eru frá Færeyjum. Tónlist 29. júlí 2022 13:38
Sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð Lúðrasveit Vestmannaeyja er stofnuð árið 1939 af Oddgeiri Kristjánssyni og félögum. Sveitin hefur spilað á öllum þjóðhátíðum síðan og því sú hljómsveit á Íslandi sem oftast hefur spilað á Þjóðhátíð. Blaðamaður tók púlsinn á Jarli Sigurgeirssyni, tónlistarmanni og stjórnanda Lúðrasveitarinnar, og fékk að heyra nánar frá atriði sveitarinnar. Tónlist 29. júlí 2022 12:00
Beyoncé sendir frá sér nýja plötu og þakkar aðdáendum sínum Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé var að senda frá sér sína sjöundu stúdíó plötu sem ber nafnið RENAISSANCE, eða Endurreisn. Er um að ræða sextán laga breiðskífu sem kom út á miðnætti og er þetta fyrsti hluti af þremur sem Beyoncé hyggst gefa út sem seríu. Tónlist 29. júlí 2022 11:00
Sömdu söngleik um Samherja og slógu Íslandsmet í plötuútgáfu Þrír ungir tónlistarmenn hafa í sumar gefið út átta plötur yfir átta vikna tímabil sem þeir segja vera Íslandsmet í plötuútgáfu yfir jafnlangt tímabil. Meðal platnanna átta er Samherji: The Musical sem inniheldur meðal annars lögin Kvótakóng og Arðrán. Menning 29. júlí 2022 07:15
„Fólkið sér að okkur finnst þetta jafn gaman og þeim“ FM95Blö verður meðal atriða á Þjóðhátíð í ár en strákarnir hafa verið reglulegir flytjendur á hátíðinni undanfarin ár. Blaðamaður heyrði í Auðunni Blöndal og fékk að taka púlsinn á honum rétt fyrir stóru stundina. Tónlist 28. júlí 2022 20:00
Ætlar að njóta hverrar einustu mínútu Tónlistarmaðurinn Hreimur hefur gefið út hvorki meira né minna en sex Þjóðhátíðarlög og þar á meðal er lagið Lífið er yndislegt sem flestir tengja óneitanlega alltaf við Þjóðhátíð. Hann kom fyrst fram á hátíðinni árið 1997 þegar Land og synir voru óþekkt hljómsveit. Hreimur hlakkar mikið til að Þjóðhátíð verði loksins aftur haldin nú um helgina. Tónlist 28. júlí 2022 15:00
Verslunarmanna Helgi Helgi Björnsson ætlar að rifja upp streymistaktana á laugardagskvöldið kemur og verður með landsmönnum í beinni frá Tjörninni á tónleikunum: „Verslunarmanna Helgi“. Lífið 28. júlí 2022 13:30
Var flogið á sína fyrstu Þjóðhátíð sem óvænt atriði Sverrir Bergmann fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir 21 ári en þá var honum flogið til Vestmannaeyja til að flytja lagið Án þín fyrir brekkugesti. Hann hefur verið reglulegur flytjandi á hátíðinni síðan þá og kemur fram í ár bæði með hljómsveitinni Albatross og FM95Blö. Tónlist 28. júlí 2022 11:31
„Gleðjast og lifa lífinu í friði, sátt og samlyndi“ Herbert Guðmundsson er enginn nýgræðingur í tónlistarheiminum og býr yfir mikilli reynslu á því að koma fram. Hann er meðal þeirra sem spila á Þjóðhátíð í ár en þetta er þó hans fyrsta Þjóðhátíð frá upphafi. Áður en hann stígur á svið mun hann taka góða bæn og biðja fyrir að hátíðin fari vel fram. Tónlist 27. júlí 2022 20:00
Albumm heldur tónleika á SIRKUS - Óviti og Kusk Albumm heldur sína aðra tónleika á flottasta stað bæjarins, Sirkus. Óviti & Kusk live Laugardaginn 30 Júlí. kl 21.00. Albumm 27. júlí 2022 18:31
„Nóg af grúvi og góðu skapi“ Sara Mjöll Magnúsdóttir er jazz tónlistarkona, píanó- og hammond-orgel leikari sem stendur fyrir tónleikum á morgun, 28. júlí, á Skuggabaldri. Sara Mjöll stundar nám við William Paterson University og er búin að búa í New Jersey í Bandaríkjunum í nokkur ár. Tónlist 27. júlí 2022 15:31
Beyoncé efst á lagalista Barack Obama Fyrrum Bandaríkjaforsetinn Barack Obama hefur deilt sumarlagalista frá sér með fylgjendum sínum. Það er engin önnur er Beyoncé sem er efst á listanum en á honum má einnig finna listamenn á borð við Harry Styles, Prince, Rosalíu, Bruce Springsteen, Fatboy Slim og Rihönnu. Lífið 27. júlí 2022 13:31
„Alltaf verið bendlaður við alvöru partý stemningu“ Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ingi Bauer er maðurinn á bak við lög á borð við Dicks og Upp til hópa. Hann hefur komið fram á hinum ýmsu hátíðum og spilað víðs vegar um landið en hann er meðal atriða á Þjóðhátíð í ár og segist alltaf hafa verið bendlaður við alvöru partý stemningu. Tónlist 27. júlí 2022 11:31
Dagskráin um helgina: Fyrsta verslunarmannahelgin án takmarkana frá árinu 2019 Verslunarmannahelgin verður haldin hátíðleg víða um land um helgina. Í fyrsta skipti í tvö ár munu hátíðarhöld geta farið fram án allra samkomutakmarkana og því má vænta að landinn skemmti sér vel. Lífið 27. júlí 2022 10:05
Britney Spears og Elton John sameina krafta sína Söngkonan Britney Spears virðist ætla að gefa út nýja tónlist og það með engan annan en Elton John sér við hlið. Samkvæmt heimildum Page Six hafa þau sameinað krafta sína í endurútgáfu af laginu „Tiny Dancer“ sem kom upphaflega út árið 1971. Lífið 26. júlí 2022 13:30
„Ég man varla eftir tónleikunum sökum sjóriðu“ Birgitta Haukdal er ein ástsælasta söngkona okkar Íslendinga og þaulvön því að stíga á svið fyrir framan fjöldann allan af áhorfendum. Fyrir um það bil tuttugu árum síðan spilaði hún á sinni fyrstu Þjóðhátíð með hljómsveitinni Írafár en hún kemur fram í Herjólfsdal í ár, bæði ein og með hljómsveitinni. Blaðamaður tók púlsinn á Birgittu. Tónlist 26. júlí 2022 11:31
Joni Mitchell kom fram á tónlistarhátíð Tónlistargoðsögnin Joni Mitchell kom gestum Newport Folk tónlistarhátíðarinnar skemmtilega á óvart um helgina þegar hún kom fram ásamt Brandi Carlile og Marcus Mumford. Þetta var í fyrsta skipti í tuttugu ár sem hún kemur fram og spilar heila tónleika. Lífið 25. júlí 2022 17:02
„Það er nú ekki flóknara en það“ Árni Páll Árnason, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, er með frægari tónlistarmönnum okkar Íslendinga og á marga smelli að baki sér. Ásamt því að vera atvinnu rappari mun hann sinna hlutverki dómara í Idolinu sem fer af stað á Stöð 2 í vetur. Herra Hnetusmjör kemur fram á Þjóðhátíð í ár og segir að hátíðargestir megi búast við skemmtun á heimsmælikvarða. Tónlist 25. júlí 2022 13:01
Eurovision verður í Bretlandi á næsta ári Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, Eurovision, verður haldin í Bretlandi á næsta ári. Úkraína sigraði keppnina í ár og ætti því samkvæmt reglunum að halda keppnina á næsti ári en ekki er hægt að tryggja öryggi allra gesta þar vegna innrásar Rússa inn í landið. Því var ákveðið að keppnin færi fram í öðru landi. Lífið 25. júlí 2022 11:29
Kennir háskólaáfanga út frá þróun tónlistarferils Harry Styles Brátt mun háskóli í Texas ríki í Bandaríkjunum bjóða upp á sagnfræðiáfanga sem einblínir á söngvarann Harry Styles. Kennarinn segir áfangann vera þann fyrsta sinnar tegundar í heiminum og hefst hann á vorönn 2023. Lífið 24. júlí 2022 15:18
Köstuðu flöskum í Kid Cudi sem gekk af sviðinu Kid Cudi fékk ekki góðar móttökur á tónlistarhátíðinni Rolling Loud sem fer fram í Miami þessa dagana. Cudi gekk af sviðinu eftir að gestir hófu að kasta hlutum í hann. Lífið 23. júlí 2022 19:12