Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Trump sagður vara við ofbeldi á leynilegri upptöku

Donald Trump Bandaríkjaforseti óttast að ef flokkur hans, Repúblikanaflokkurinn, ber ekki sigur úr býtum í komandi þingkosningum megi búast við því að hinn flokkur á bandaríska þinginu, Demókrataflokkurinn, muni keyra í gegn breytingar með „offorsi og ofbeldi.“

Erlent
Fréttamynd

Erfið vika Trumps

Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina.

Erlent
Fréttamynd

Fjármálastjóri Trump fékk friðhelgi

Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donald Trump í áratugi, fékk friðhelgi í stað fyrir samstarf með saksóknurum sem rannsökuðu Michael Cohen, lögmann Trump.

Erlent
Fréttamynd

Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin

Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin.

Erlent
Fréttamynd

Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort

Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir sekt Cohens smámál

Böndin berast að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eftir sakfellingu Pauls Manafort, áður kosningastjóra hans, og játningu Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Ólíklegt að eldfimur vitnisburður Cohen breytti miklu

Þrátt fyrir að vitnisburður fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, muni koma forsetanum illa er ólíklegt að mikið breytist í bandarískum stjórnvöldum á meðan Trump nýtur stuðnings þingmanna Repúblikanaflokksins að mati lektors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Erlent
Fréttamynd

Misánægð með nýja sendiherrann

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær Jeffrey Ross Gunter í embætti sendiherra á Íslandi. Gunter er einn leiðtoga samtaka gyðinga í Repúblikana­flokknum og húðsjúkdómalæknir frá Kaliforníu.

Erlent
Fréttamynd

Cohen játar sök

Michael Cohen, sem um langt skeið var lögfræðingur Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, hefur játað að vera sekur um umfangsmikil fjár-og skattsvik.

Erlent