Notar morðið á Tibbetts til að gagnrýna „vonlaus“ innflytjendalög Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. ágúst 2018 07:41 Donald Trump Bandaríkjaforseti á stuðningsmannafundi í fyrradag. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. Mexíkóskur innflytjandi, hinn 24 ára gamli Christian Bahena Rivera, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Tibbetts. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur Rivera dvalið ólöglega í Bandaríkjunum í allt að sjö ár. Hann leiddi lögreglu að líki Tibbetts en segist ekki muna eftir því að hafa myrt hana.Rivera var leiddur fyrir dómara í gær.Vísir/APÍ myndbandinu sem Trump birti á Twitter í gær segir hann nauðsynlegt að endurskoða bandaríska innflytjendalöggjöf í ljósi nýliðinna atburða. „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar.“Sjá einnig: Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Þá hamrar Trump á því í myndbandinu að um sé að ræða verkefni fyrir Repúblikana þar sem Demókratar muni ekki láta verða af því að knýja fram breytingar í málaflokknum. „Þetta er eitt tilvik af mörgum. Það er gríðarleg glæpastarfsemi sem reynir að komast í gegnum landamærin. Löggjöf okkar er sú versta í öllum heiminum. Enginn er með lög eins og Bandaríkin. Þau eru hreinlega vonlaus,“ segir Trump.Myndbandið má horfa á í heild hér að neðan.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2018 Margir hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að gera morðið að pólitísku bitbeini. Trump hefur ætíð verið harður á því að herða þurfi innflytjendalög í Bandaríkjunum.Everyday 49 people are killed in the US. Yes, 49. Almost all are by US citizens. You pick one and generalize it to condemn a particular ethinc group. Shame on you. You are corrupt, congenital liar and a racist piece of greedy son of rich!— Edip Yüksel (@edipyuksel) August 23, 2018 Using this poor girls name and her family for your political agenda is reprehensible. You are a vile human— Jennifer Esposito (@JennifersWayJE) August 23, 2018 Morðið á hinni tvítugu Tibbet hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Lík hennar fannst á kornakri í Iowa-ríki í vikunni en hennar hafði þá verið saknað síðan 18. júlí síðastliðinn. Síðast spurðist til Tibbet þegar hún fór út að hlaupa og hafði alríkislögreglan FBI notast við gögn úr FitBit heilsuúri hennar við leitina. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04 Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í gær myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hann notar morðið á Mollie Tibbetts til þess að kalla eftir hertri innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum. Mexíkóskur innflytjandi, hinn 24 ára gamli Christian Bahena Rivera, hefur verið ákærður fyrir að hafa myrt Tibbetts. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs hefur Rivera dvalið ólöglega í Bandaríkjunum í allt að sjö ár. Hann leiddi lögreglu að líki Tibbetts en segist ekki muna eftir því að hafa myrt hana.Rivera var leiddur fyrir dómara í gær.Vísir/APÍ myndbandinu sem Trump birti á Twitter í gær segir hann nauðsynlegt að endurskoða bandaríska innflytjendalöggjöf í ljósi nýliðinna atburða. „Mollie Tibbetts, mögnuð ung kona, hefur nú verið aðskilin frá fjölskyldu sinni um alla eilífð. Það kom manneskja hingað ólöglega frá Mexíkó og drap hana. Við þurfum múrinn, við þurfum að breyta innflytjendalögum okkar, við þurfum að breyta landamæralögum okkar.“Sjá einnig: Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Þá hamrar Trump á því í myndbandinu að um sé að ræða verkefni fyrir Repúblikana þar sem Demókratar muni ekki láta verða af því að knýja fram breytingar í málaflokknum. „Þetta er eitt tilvik af mörgum. Það er gríðarleg glæpastarfsemi sem reynir að komast í gegnum landamærin. Löggjöf okkar er sú versta í öllum heiminum. Enginn er með lög eins og Bandaríkin. Þau eru hreinlega vonlaus,“ segir Trump.Myndbandið má horfa á í heild hér að neðan.pic.twitter.com/wYCNmkkaNR— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 22, 2018 Margir hafa gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að gera morðið að pólitísku bitbeini. Trump hefur ætíð verið harður á því að herða þurfi innflytjendalög í Bandaríkjunum.Everyday 49 people are killed in the US. Yes, 49. Almost all are by US citizens. You pick one and generalize it to condemn a particular ethinc group. Shame on you. You are corrupt, congenital liar and a racist piece of greedy son of rich!— Edip Yüksel (@edipyuksel) August 23, 2018 Using this poor girls name and her family for your political agenda is reprehensible. You are a vile human— Jennifer Esposito (@JennifersWayJE) August 23, 2018 Morðið á hinni tvítugu Tibbet hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum. Lík hennar fannst á kornakri í Iowa-ríki í vikunni en hennar hafði þá verið saknað síðan 18. júlí síðastliðinn. Síðast spurðist til Tibbet þegar hún fór út að hlaupa og hafði alríkislögreglan FBI notast við gögn úr FitBit heilsuúri hennar við leitina.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04 Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31 Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Nota Fitbit-gögn við leit að tvítugri konu Yfirvöld í Iowa skoða nú gögn frá Fitbit og af samfélagsmiðlum vegna rannsóknar á mannshvarfi hinnar 20 ára gömlu Mollie Tibbets. 27. júlí 2018 10:04
Hinn seki leiddi lögreglu að líki FitBit-stúlkunnar Hin tvítuga Mollie Tibbetts, sem saknað hafði verið frá 18. júlí, fannst látin á kornakri í gær eftir að maðurinn sem grunaður er um morðið leiddi lögreglu að líkinu. 22. ágúst 2018 00:31
Yfir 200 yfirheyrslur vegna mannshvarfs Yfir 200 yfirheyrslur hafa verið framkvæmdar í tengslum við hvarf Mollie Tibbets, tvítugrar stúlku sem hvarf í mánuðinum í bænum Brooklyn í Iowa. 31. júlí 2018 20:59