Gosmóðan fýkur á brott Gosmóðan sem hefur gert íbúum suðvesturhornsins lífið leitt síðustu daga fýkur að öllum líkindum á brott í norðaustur með vaxandi suðvestanátt í fyrramálið. Hennar verður þó enn vart á Suðurnesjum. Innlent 23.7.2025 10:29
Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Vestlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag, yfirleitt 3-8 metrar á sekúndu. Léttir til Suðaustanlands en annars skýjað en úrkomulítið. Hiti verður tíu til tuttugu stig, hlýjast á austanverðu landinu. Veður 23.7.2025 07:46
Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Gosvirkni er enn stöðug í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni og líkt og í gær er hún bundin við einn gíg. Hraun rennur áfram til austurs í Fagradal. Innlent 23.7.2025 06:27
Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent 21.7.2025 21:02
Móðan gæti orðið langvinn Gosmóðan frá Reykjanesskaga sem lagt hefur á Suðurland og Vesturland gæti varað í einhverja daga til viðbótar þar sem vindáttin er hæg. Hraun frá eldgosinu rennur austur og enn eru tveir gígar virkir. Innlent 20. júlí 2025 08:04
Spá þoku fyrir norðan og austan Í dag verður norðaustlæg eða breytileg átt á bilinu 3-8 m/s. Rigning eða súld verður af og til á sunnanverðu landinu. Bjart verður með köflum í öðrum landshlutum, en stöku skúrir þar. Veður 18. júlí 2025 07:18
Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Í dag verður suðlæg eða breytileg átt og skúrir. Yfirleitt bjart austanlands, en sums staðar þoka á annesjum. Líkur eru á eldingum norðantil síðdegis. Veður 17. júlí 2025 07:23
Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Mikið eldingaveður hefur verið á Norðurlandi vestra í morgun. Miklar þrumur og eldingar hófust skömmu fyrir klukkan átta í morgun við Húsafell. Þær hafa síðan breiðst út til Sælingsdals, Hrútafjarðar, hluta Strandasýslu og að Önundarfirði. Innlent 16. júlí 2025 11:52
„Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Veðurfræðingur segir að það gæti jafnvel orðið hlýrra á sumum stöðum í dag en var í gær og að núverandi hitabylgja endist líklega út vikuna. Dýraverndunarsamtökin Dýrfinna hvetja hundaeigendur til að þekkja einkenni hitaslags en það getur orðið lífshættulegt á örskotsstundu. Innlent 15. júlí 2025 13:13
Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Veðurstofa Íslands spáir 14 til 28 stiga hita á landinu í dag; hlýjast norðaustanlands en svalara í þokulofti. Matvælastofnun minnir fólk á að skilja hundinn ekki eftir í bílnum í hitanum. Innlent 15. júlí 2025 06:37
Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Hlýr loftmassi sem gekk yfir landið í dag orsakaði blíðviðri víðast hvar. Egg var steikt á bíl, hitamet slegin víða og mátti litlu muna að vísa þyrfti sundlaugargestum frá í Reykjavík. Fréttastofa ræddi við landsmenn sem nutu sín í sól og sumaryl. Innlent 14. júlí 2025 19:29
Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Í fyrsta sinn í sumar náði hitinn 20 stigum í Reykjavík, en mestur var hitinn þó á Hjarðarlandi. Hitamet voru slegin víða um land og sums staðar var átta stiga munur á milli nýja metinu og því fyrra. Á morgun verður hitinn á bilinu 17 til 28 stig, hlýjast norðaustanlands en svalara þar sem þokan nær inn. Veður 14. júlí 2025 18:57
Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Íbúar í Árborg hafa verið beðnir um að fara sparlega með vatn vegna mikils álags á vatnsveitukerfið í miklu blíðviðri í dag. Hákon Garðar Þorvaldsson, veitustjóri Selfossveitna, segir að fólk ætti að bíða með að vökva garðana og að passa að vatnið renni ekki ef þess er ekki þörf. Innlent 14. júlí 2025 15:33
Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum Landshitamet hefur ekki fallið í dag en hitamet hafa fallið á nokkrum stöðvum á landinu. Til dæmis í Hjarðarlandi í Biskupstungum þar sem hiti mældist 29,2 í dag. Hitametið var þar 28,8 gráður. Veður 14. júlí 2025 14:07
Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Mikið blíðviðri gengur nú yfir víðast hvar og telur veðurfræðingur að hitamet gætu fallið á einstaka stöðum. Yfirskálavörður á hálendinu hvetur göngufólk til að hafa varann á vegna hita og tjaldvörður í Vaglaskógi segir of hlýtt þar á bæ. Innlent 14. júlí 2025 12:13
Tenerife-veður víða á landinu Landsmenn mega búast við bjartviðri og hita á bilinu 17 til 28 stig í dag sökum hlýs loftmassa sem fer nú yfir landið. Ef spár ganga eftir verður hlýjast í dag og á morgun. Innlent 14. júlí 2025 07:01
„Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Hitinn á landinu næstu daga gæti náð hvorki meira né minna en 28 stigum og segir veðurfræðingur það raunhæfan möguleika að hitamet falli á morgun. Veður 13. júlí 2025 20:39
Hiti gæti náð 25 stigum í dag Hitinn á landinu í dag gæti náð allt að 25 stigum en hlýjast verður á Norður- og Austurlandi. Þar verður einnig léttskýjað og suðlæg átt frá þremur til átta metrum á sekúndu. Veður 13. júlí 2025 07:26
Veðurblíða víða um land Veðurstofa Íslands spáir hita upp á elleftu til 21 stig en hlýjast verður á norðaustanverðu landinu. Einnig má búast við sólskini um tíma á Vestfjörðum og Vesturlandi. Veður 12. júlí 2025 09:21
Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veðurspár gera ráð fyrir að hlýr loftmassi berist yfir landið í byrjun næstu viku sem leiða muni til hitabylgju. Gangi spárnar eftir gæti hæsti hitinn sem mælist á landinu náð allt að 29 stigum. Veður 11. júlí 2025 20:55
Hlýnar um helgina Súld eða dálítið rigning er á vestanverðu landinu í dag með skúrum og rigningu austanlands síðar. Úrkomulítið er á Suðausturlandi og styttir víða upp í kvöld. Hiti er á bilinu 10 til 18 stig og hlýjast suðaustantil. Veður 10. júlí 2025 06:18
109 látnir og yfir 160 saknað Alls hafa 109 fundist látnir og yfir 160 er saknað eftir ofsaflóðin í Texas fyrir helgi. Björgunarstörf standa enn yfir en litlar vonir eru um að fleiri finnist á lífi. Erlent 9. júlí 2025 07:37
Skýjað með skúrum í höfuðborginni Skýjað er í dag og sums staðar smá skúrir víða um land en bjart með köflum og yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti er á bilinu 10 til 20 stig og hlýjast norðaustan- og austanlands. Veður 9. júlí 2025 06:26
Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan Dálítil væta verður í dag og bætir í úrkomu síðdegis en að mestu þurrt um landið austanvert fram á kvöld. Hiti er á bilinu tíu til tuttugu stig og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 8. júlí 2025 06:28
„Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veðrið lék við landsmenn um allt land í dag og á Egilsstöðum var engin undantekning á því, þar sem hefur verið rjómablíða í dag og síðustu daga. Gestir í Höfðavík böðuðu sig í sólinni meðan gestir í Vök böðuðu sig í laugunum. Veður 7. júlí 2025 22:13