

Gul viðvörun vegna veðurs verður í gildi víða á landinu næstu daga. Í dag nær hún til Stranda og Norðurlands vestra, Vestfjarða og Norðurlands eystra.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er hálka á vegum í flestum landshlutum og sumstaðar jafnvel flughált
Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram eftir degi, einkum norðan til. Búast má við vindhraða upp á um 18-25 m/s með snjókomu eða slyddu fram undir hádegi.
Tugir ökumanna hafa lent í vandræðum nú eftir hádegi á Hellisheiði og í Þrengslum vegna veðurs. Veginum um Hellisheiði var lokað um klukkan 12 og lokað var um Þrengslin um klukkan 13.
Telja má mildi að enginn hafi slasast alvarlega þegar bílaleigubíll fór útaf hringveginum í Skjónugili um einn kílómetra fyrir norðan Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Þrír erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu allir ómeiddir samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík.
Unnur Arndísardóttir lýsir ferðalagi sínu frá Alicante á Spáni til Ísland í gærkvöldi sem ferðalagi helvítis. Tólf tímum eftir brottför frá Alicante, hringsól yfir Reykjanesi og millilendingu í Edinborg er Unnur komin aftur til Alicante og ætlar ekki að gera aðra tilraun til að fljúga heim fyrr en í mars.
Vegagerðin þurfti að grípa til lokana á vegum fljótlega upp úr hádegi vegna vonskuveðurs sem geisar víðs vegar um land.
Fyrirhugað er að manna lokunarpósta beggja megin við Hellisheiði núna um klukkan 11.
Finnur Aðalbjörnsson gerði sér lítið fyrir í fyrrakvöld þegar hann fór á stórum fjögur hundruð hestaafla Fendt traktor með snjóblásara yfir heiðina. Þetta gerði hann til þess að tryggja að starfsmenn hans og vinir sem fylgdu honum á heiðinni kæmust út fyrir landsteinanna.
Veðurstofan hefur boðað gula veðurviðvörun vegna hvassviðris fyrir Faxaflóa í dag.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þess á leit við foreldra og forráðamenn að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár en gul veðurviðvörun er í gildi, meðal annars fyrir höfuðborgarsvæðið.
Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað.
Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu.
Áhöfnin á TF-EIR sótti tvo sjúklinga til Vestmannaeyja á þriðja tímanum í dag, en vegna veðurs reyndist ekki unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja.
Það verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar suðvestan hríðarbylur fer yfir á morgun.
Starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland harmar það sem gerðist við Langjökul í gær er 39 ferðamenn auk tíu leiðsögumanna fyrirtækisins urðu veðurtepptir vegna ófærðar og óveðurs.
Lögreglan hefur ákveðið að rannsaka ferð Mountaineers of Iceland á Langjökul þar sem 39 ferðamönnum var stefnt í háska.
Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn.
Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair tekið þá ákvörðun að flýta níu brottförum frá Keflavík sem áætlaðar voru í fyrramálið, fimmtudaginn, 9. janúar.
Íslenski hópurinn kemur til Malmö tæpum sólarhring fyrr en áætlað var.
Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter.
Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til.
Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð.
Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað.
Gular viðvaranir veðurstofunnar eru orðnar að appelsínugulum á Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.
Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag.
Fyrstu björgunarsveitarmenn eru komnir að fólkinu sem hefur verið úti frá því um klukkan eitt í dag. Fólkið er orðð kalt og hrakt og mikil hætta á ofkælingu. Þá er veður á v-svæðinu að versna.
Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland.
Björgunarsveitir fengu útköll um á tíunda og ellefta tímanum í kvöld um ferðamenn sem höfðu fest bíla sína á vegum sem lokað var fyrr í dag.
Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland.