Hægfara lægð veldur kalda og vætu Hægfara lægð er nú stödd suðvestur af landinu og verður vindáttin því austlæg í dag, víða gola eða kaldi og væta með köflum, en yfirleitt þurrt á norðanverðu landinu. Veður 30. september 2023 08:17
Hitastigið í svalara lagi næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu og vætu á norðan- og austanverðu landinu. Þá megi reikna með smá skúrum eða slydduéljum um kvöldið. Veður 29. september 2023 07:22
Hvessir með kvöldinu Lægðakerfið sem nú stýrir veðrinu liggur alllangt suðvedstur af landinu og má reikna með norðaustan strekkingi og rigningu af og til um landið norðan- og austanvert. Þó verður yfirleitt þurrt vestantil. Veður 28. september 2023 07:25
Rigning víða um land í morgunsárið Tvær lægðir eru nú í námunda við landið þar sem ein er stödd skammt suðvestur af Reykjanesi og önnur austur af Langanesi. Regnsvæði þessara lægða nálgast því bæði úr suðri og norðri og það er því rigning nokkuð víða nú í morgunsárið. Veður 27. september 2023 07:27
Þurfum að aðlagast veðuröfgum: „Sorglegt en staðreynd“ Öfgakenndari úrkoma, fleiri skriður og aukin flóðahætta er meðal þess sem blasir við Íslendingum á næstu árum, segir sérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Auka þarf rannsóknir og gera þær aðgengilegar svo allir geti skipulagt sig út frá breyttum veruleika. Innlent 26. september 2023 21:15
Gular viðvaranir í gildi fyrir vestan Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Breiðafirði og á Vestfjörðum núna klukkan sex og verða þær í gildi fram að miðnætti. Innlent 26. september 2023 07:15
Aukin skriðuhætta og gular viðvaranir Veðurstofa Íslands varar við aukinni skriðuhættu á Ströndum, Tröllaskaga og á Flateyjarskaga í ljósi lægðar sem gengur upp að sunnanverðu landinu í dag og staldrar þar við næstu daga. Veður 25. september 2023 17:45
Gul viðvörun á morgun vegna mjög hvassra vindhviða Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á morgun vegna veðurs á Breiðafirði og Vestfjörðum. Veður 25. september 2023 10:29
Áfram norðaustlægar áttir á landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi norðaustlægum áttum á landinu í dag, yfirleitt á bilinu átta til þrettán metrum á sekúndu en víða að átján metrum á sekúndu á Vestfjörðum og í Breiðafirði. Veður 25. september 2023 07:17
Snjóflóðavarnargarðar verða útivistarparadís Því er spáð að nýir snjóflóðavarnargarðar á Patreksfirði verði útivistarparadís og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Svo stoltir eru heimamenn af mannvirkinu að þeir buðu forseta Íslands að skoða veglegan útsýnispall sem búið er að smíða ofan á einum garðinum. Innlent 24. september 2023 06:17
Stöku skúrir eða él á norðanverðu landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir að það snúist í austlæga átt í dag, þrjá til átta metra á sekúndu en átta til þrettán norðvestantil. Reikna má með stöku skúrum eða éljum á norðanverðu landinu en að það stytti upp síðdegis. Veður 22. september 2023 07:21
Stöku skúrir norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Spáð er stöku skúrum eða éljum á norðan- og austanverðu landinu en bjartviðri um suðvestanvert landið. Veður 21. september 2023 07:27
Óvissustigi aflýst á Austfjörðum Óvissustigi almannavarna hefur verið aflýst á Austurlandi. Ríkislögreglustjóri ákvað þetta í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi. Innlent 20. september 2023 17:12
Öllum rýmingum aflétt Lögreglan á Austurlandi í samráði við Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra hefur ákveðið afléttingu allra rýminga á Seyðisfirði frá því á mánudag. Innlent 20. september 2023 10:25
Íhuga að aflétta rýmingum Verið er að íhuga að aflétta rýmingum á Seyðisfirði, þar sem nóttin þótti tíðindalaus. Mikið rigndi þó í nótt og er vatn víða. Innlent 20. september 2023 09:16
Norðaustlæg átt og hvassast austast Veðurstofan gerir ráð fyrir strekkingsnorðaustanátt í dag með rigningu á köflum um landið austanvert og sums staðar norðanlands. Það léttir hins vegar til á Suður- og Vesturlandi. Veður 20. september 2023 07:20
Flotbryggja slitnaði frá landi Milli klukkan fimm og sex í morgun mældist engin úrkoma á Norð-austur- og Austurlandi eftir úrhellisrigningu síðustu daga. Flotbryggja á Bakkafirði losnaði frá landi í mikilli öldu í gærkvöldi. Innlent 20. september 2023 06:55
„Eðlilega fer þetta ekkert vel í fólk“ Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir stöðuna á Seyðisfirði að miklu leiti svipaða og í gær varðandi hættu á aurskriðum vegna mikillar úrkomu. Húsin sem voru rýmd í gær verði það áfram í dag. Innlent 19. september 2023 18:03
Þjóðvegi eitt lokað næsta hálfa sólarhringinn Vegna veðurs hefur Þjóðvegi eitt verið lokað á milli Skaftafells og Jökulsárlóns. Ekki er búist við að hann opni fyrr en klukkan sex í fyrramálið Innlent 19. september 2023 17:16
Vegurinn um Mjóafjarðarheiði lokaður vegna vatnaskemmda Lokað er fyrir bílaumferð um Mjóafjarðarheiði sem liggur frá hringveginum sunnan við Egilsstöðum og inn í Mjóafjörð. Bóndi í firðinum segir vatn hafa grafið veginn í sundur á tveimur stöðum hið minnsta. Innlent 19. september 2023 16:20
Einn í húsinu sem sprakk og annar fékk plötu inn í stofu Fólk var inni í húsum sem fóru illa í óveðri í gær og í nótt. Íbúi húss sem sprakk í öflugri vindhviðu fékk að gista björgunarmiðstöð í nótt eftir að hafa komist óhultur úr húsinu. Innlent 19. september 2023 11:12
Engar tilkynningar um skriðuföll en áfram mikil rigning Engar fréttir hafa borist af skriðuföllum á Seyðisfirði þar sem hættustig Almannavarna er í gildi. Þó er vel fylgst með gangi mála þar sem áfram er búist við mikilli rigningu. Rýmingum verður ekki aflétt í dag. Innlent 19. september 2023 08:44
Áfram hvassviðri eða stormur en dregur úr vindi og úrkomu í kvöld Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan hvassviðri eða stormi í dag þar sem einna hvassast verður á Vestfjörðum og austast á landinu. Að sama skapi má búast við vindhviðum yfir 40 metra á sekúndu við fjöll. Veður 19. september 2023 07:19
Hús sprakk í óveðri á Siglufirði Mikill vindur og gríðalegir vindstrengir hafa verið á Siglufirði í gær og nótt og viðbúið er að svo verði áfram, fram eftir degi og til kvölds. Í gærkvöldi reif vindhviða þak af húsi við Aðalgötu. Innlent 19. september 2023 06:12
„Maður getur rétt ímyndað sér hvernig það er að upplifa þetta aftur“ Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri hjá almannavörnum, telur óhætt að segja að það sé óvenjulegt að það þurfi að rýma hús vegna náttúruvár á Íslandi um miðjan september. Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár. Innlent 18. september 2023 23:23
Grípa til rýminga á Seyðisfirði Ákveðið hefur að rýma á fjórða tug húsa á Seyðisfirði vegna svakalegrar úrkomuspár næstu tvo sólarhringa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Að stærstum hluta er um atvinnuhúsnæði að ræða. Innlent 18. september 2023 15:53
Rannsaka óvissuþætti við að skjóta brennisteinsögnum í heiðhvolfið Við Institute for Futures Studies í Svíþjóð er nú verið að byggja upp þverfaglegt teymi sem mun rannsaka ýmsa þætti er varða „solar geoengineering“ eða „solar radiation management“. Meðal annars verður horft til þeirrar óvissu sem fylgir tækninni og raunar óþekktra óvissuþátta. Innlent 18. september 2023 11:30
Aukin hætta á aurskriðum fyrir austan Úrhellisrigningu er spáð á Austurlandi, Austfjörðum og Ströndum á Norðurlandi vestra í dag. Gera má ráð fyrir að mesta úrkoman falli til fjalla og valdi vatnavöxtum í farvegum fyrir austan, en líkur á aurskriðum aukast við þær aðstæður. Veður 18. september 2023 07:31
Nokkuð milt veður en þó með skúrum Það rignir eitthvað á Suður- og Austurlandi í dag en verður þó nokkuð milt. Það verður úrkomulítið á Norðurlandi. Hlýjast verður á Austurlandi í dag. Veður 17. september 2023 07:35
Ný lægð þokast í átt að landinu Ný lægð nálgast landið með rigningu og vindi en í kvöld á að lægja og draga úr rigningu. Á morgun verður nokkuð milt veður víðast hvar á landinu. Veður 16. september 2023 09:59