Bjartur dagur sunnantil og hiti að sextán stigum Atli Ísleifsson skrifar 3. september 2024 07:12 Gera má ráð fyrir allt að sextán stiga hita þegar best lætur syðst á landinu. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir norðvestanátt á landinu í dag með vindhraða víða á bilinu fimm til tíu metra á sekúndu. Norðantil má búast við dálítilli vætu fram eftir degi en sunnan Heiða ætti að létta til og því bjartur dagur í vændum á þeim slóðum með allt að sextán stiga hita þegar best lætur syðst á landinu. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir svo að á morgun geri spár ráð fyrir að lægð verði fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni yfir landinu með sunnanátt. Rigningin nái þó ekki yfir á austasta hluta landsins, svo þar ætti að hanga þurrt yfir daginn. „Á fimmtudag er síðan önnur lægð í kortunum á svipuðum slóðum. Sú verður líklega dýpri en lægð morgundagsins. Það þýðir að vindur verður allhvass (sunnan- eða suðvestanátt), jafnvel hvass í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Fimmtudagurinn verður vætusamur því loftið sem fylgir lægðinni er mjög rakt. Loftið er einnig hlýtt og hiti er líklegur til að ná 20 stigum í hnjúkaþey í norðausturfjórðungi landsins,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Sunnan 8-13 m/s með súld og rigningu, en hægari og þurrt austanlands fram undir kvöld. Hiti 7 til 14 stig. Á fimmtudag: Sunnan og síðar suðvestan 10-20 m/s, hvassast í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Víða rigning framan af degi. Dálítil væta síðdegis og léttir til norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Á föstudag: Suðvestan 5-13 og léttskýjað austantil á landinu, annars dálítið súld. Rigning vestanlands um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil. Á laugardag: Stíf suðvestanátt og víða bjart, en skýjað með köflum og smáskúrir vestanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi. Á sunnudag: Vaxandi norðanátt með rigningu á norðanverðu landinu, en skýjað með köflum og dálitlir skúrir sunnantil. Kólnandi veður. Á mánudag: Norðanátt með dálítilli rigningu eða slyddu á Norður- og Austurlandi, en þurrt að mestu annars staðar. Kalt í veðri. Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Sjá meira
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar segir svo að á morgun geri spár ráð fyrir að lægð verði fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni yfir landinu með sunnanátt. Rigningin nái þó ekki yfir á austasta hluta landsins, svo þar ætti að hanga þurrt yfir daginn. „Á fimmtudag er síðan önnur lægð í kortunum á svipuðum slóðum. Sú verður líklega dýpri en lægð morgundagsins. Það þýðir að vindur verður allhvass (sunnan- eða suðvestanátt), jafnvel hvass í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Fimmtudagurinn verður vætusamur því loftið sem fylgir lægðinni er mjög rakt. Loftið er einnig hlýtt og hiti er líklegur til að ná 20 stigum í hnjúkaþey í norðausturfjórðungi landsins,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Sunnan 8-13 m/s með súld og rigningu, en hægari og þurrt austanlands fram undir kvöld. Hiti 7 til 14 stig. Á fimmtudag: Sunnan og síðar suðvestan 10-20 m/s, hvassast í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Víða rigning framan af degi. Dálítil væta síðdegis og léttir til norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Á föstudag: Suðvestan 5-13 og léttskýjað austantil á landinu, annars dálítið súld. Rigning vestanlands um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustantil. Á laugardag: Stíf suðvestanátt og víða bjart, en skýjað með köflum og smáskúrir vestanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Austurlandi. Á sunnudag: Vaxandi norðanátt með rigningu á norðanverðu landinu, en skýjað með köflum og dálitlir skúrir sunnantil. Kólnandi veður. Á mánudag: Norðanátt með dálítilli rigningu eða slyddu á Norður- og Austurlandi, en þurrt að mestu annars staðar. Kalt í veðri.
Veður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Tjón víða í Norðfirði eftir öfluga vindhviðu Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Víða allhvasst og éljagangur Nýr veðurstofuvefur kominn í loftið Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Stórhríð og foktjón í vændum Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Djúp lægð beinir illviðri til landsins Næsta lægð skellur á landið og von á asahláku og hvassvirði „Þetta verður hvasst, blautt og hlýtt“ Appelsínugular viðvaranir bætast við þær gulu Gengur í storm með slyddu eða snjókomu „Hvert kemst vatnið? Allt þetta vatn sem er á leiðinni?“ Gefa út gula viðvörun fyrir landið allt Sjá meira