

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.
Ný staða á Alþingi.
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Hann hefur störf hjá félaginu þann 16. apríl næstkomandi.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir mun taka við sæti Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, þegar hann lætur af þingmennsku þann 14. apríl næstkomandi.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku og sem varavormaður flokksins.
Þóra Þorgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustu- og samskiptasviðs hjá Félagsbústöðum.
Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær.
Alicja Lei hefur verið ráðin í markaðsdeild fjártæknifyrirtækisins Meniga.
Þrír nýir hluthafar hafa gengið til liðs við hluthafahóp LEX en það eru þau Birgir Már Björnsson, Fanney Frímannsdóttir og Lára Herborg Ólafsdóttir.
Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins.
Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag.
Margrét María Sigurðardóttir hefur verið skipuð í embætti lögreglustjórans á Austurlandi.
Stjórn Samherja ákvað í dag að Þorsteinn Már Baldvinsson snúi aftur til starfa og verði forstjóri við hlið Björgólfs Jóhannssonar sem gegnir forstjórastarfi sínu áfram þar til annað verður ákveðið.
Mikillar óánægju hefur orðið vart á samfélagsmiðlum í dag vegna fregna af starfslokum Valgerðar Á. Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi.
Valgerður Á. Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, tilkynnti stjórn SÁÁ í gær að hún hygðist hætta störfum.
Arndís Soffía Sigurðardóttir, lögfræðingur, hefur verið skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum frá og með 1. apríl.
Viðar Þorkelsson er sagður hafa komist að samkomulagi við stjórn félagsins um að hann láti af störfum sem forstjóri Valitors, eftir áratug við stjórnvölinn.
Halla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.
Bára Mjöll Þórðardóttir er nýr upplýsingafulltrúi Bláa lónsins.
Alma Dís Kristinsdóttir hefur verið ráðin til að taka við starfi safnstjóra Listasafns Einars Jónssonar. Hún tekur við starfinu þann 1. maí næstkomandi.
Liv Bergþórsdóttir hefur verið ráðin forstjóri ORF Líftækni og tekur við starfinu um næstu mánaðamót.
Róbert Marshall hefur verið ráðinn til þriggja mánaða í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar.
Átján manns hafa sótt um starf borgarritara sem auglýst var til umsóknar þann 14. febrúar. Viðkomandi á að fylla í skarð Stefáns Eiríkssonar sem var ráðinn útvarpsstjóri á dögunum.
Thelma Kristín Kvaran hefur verið ráðin verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA.
Fjórir dómarar við Landsrétt auk ríkissaksóknara sóttu um laust embætti dómara við Hæstarétt.
Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar (ON).
Katrín Olga Jóhannesdóttir og Magnús Þór Ásmundsson hafa komið ný inn í stjórn Landsnets.
Einhver þekktasti blaðamaður landsins snýr aftur.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið skipuð framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel en hún gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra Marels á Íslandi. Þá hefur Anna Kristín Pálsdóttir verið skipuð framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá Marel.