Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Auðvitað hefðum við viljað betri úrslit en það er enginn heimsendir í tveggja leikja einvígi. Við erum nokkuð brattir“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson, sem mun nálgast leikinn í dag eins og „alvöru heimaleik“ þrátt fyrir að vera víðs fjarri Laugardalnum. Ísland þarf að sækja til sigurs eftir 2-1 tap gegn Kósovó í fyrri leiknum. 23.3.2025 09:00
Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari Fyrrum lögreglukonan Tiara Brown varð WBC heimsmeistari í fjaðurvigt eftir sigur gegn Skye Nicolson í titilbardaga. Ákvörðun hennar að hætta lögreglustörfum árið 2021 hefur heldur betur borgað sig. 23.3.2025 08:00
Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira Fjörug dagskrá er á íþróttarásunum í dag. Landsleikur Íslands og Kósovó verður í opinni dagskrá en einnig má finna beinar útsendingar frá Formúlunni, bikarkeppni yngri flokka, golfmóti í Singapúr, NBA og NHL. 23.3.2025 06:01
Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði bardaga sínum gegn Kevin Holland á stigum dómara. Gunnar var vankaður í fyrstu lotu og lenti í vandræðum, náði samt að koma sér í góða stöðu undir lokin en tókst ekki að láta andstæðinginn gefast upp. 22.3.2025 22:00
Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“ Eftir að hafa tekið við bikartitlum í bæði kvenna og karlaflokki fyrir tveimur vikum var aftur tvöföld gleði hjá félaginu í dag þegar bæði kvenna og karlaliðið í blaki urðu deildarmeistarar. 22.3.2025 21:42
Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“ George Foreman varð sá síðasti úr hinni heilögu þungavigtarþrenningu hnefaleikamanna til að falla frá nú í morgun, hans er minnst með mikilli hlýju. 22.3.2025 21:02
„Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson segir strákana okkar hafa nýtt síðustu tvo daga vel til að endurheimta orku fyrir seinni leikinn gegn Kósovó. Hann hlakkar til að sækja til sigurs með góðum stuðningi þeirra þúsund Íslendinga sem verða á vellinum. 22.3.2025 21:02
Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum Noregur vann þægilegan 5-0 sigur gegn Moldavíu í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026. 22.3.2025 18:54
Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó Vísir var með beina útsendingu klukkan hálf sex frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir leik morgundagsins gegn Kósovó. 22.3.2025 17:01
Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin Drengjalandslið Íslands, skipuð leikmönnum yngri en 17 ára og yngri en 19 ára, lutu bæði í lægra haldi í leikjum sínum í dag og því er ljóst að landsliðin ná ekki inn á lokamót Evrópumótanna sem fara fram í sumar. 22.3.2025 16:13