Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Villareal vann 2-0 gegn nýliðum Oviedo í fyrstu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar. Santi Cazorla sneri þar aftur á sinn gamla heimavöll, líklega í síðasta skipti sem leikmaður. Thomas Partey spilaði sinn fyrsta leik fyrir Villareal. 15.8.2025 21:47
Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Ísland tapaði naumlega, 83-79 gegn Portúgal í æfingaleik fyrir Evrópumótið í körfubolta. 15.8.2025 21:27
Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Ríkjandi Englandsmeistarar Liverpool fóru með 4-2 sigur gegn Bournemouth í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool komst tveimur mörkum yfir, Bournemouth jafnaði en Liverpool setti svo tvö mörk til viðbótar á lokamínútum leiksins. 15.8.2025 21:00
Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Opnunarleikur Liverpool og Bournemouth var stöðvaður stuttlega, eftir um hálftíma leik, þegar Antoine Semenyo benti dómaranum á að hann hafi orðið fyrir kynþáttaníði af hálfu áhorfanda. 15.8.2025 20:37
Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Kristall Máni Ingason breytti leiknum með sinni innkomu og skoraði mark fyrir Sönderjyske, sem þurfti svo að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Fredericia eftir að hafa fengið á sig mark á lokamínútunum í fimmtu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. 15.8.2025 20:04
Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Aston Villa hefur verið sektað og sett í boltabann vegna ítrekaðra brota á reglum ensku úrvalsdeildarinnar um fjölda bolta og boltasækja á leikjum liðsins. 15.8.2025 19:30
ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar ÍBV hefur sent frá sér stuttorða yfirlýsingu þar sem félagið harmar að samningsviðræður við Kára Kristján Kristjánsson hafi ekki gengið sem skyldi. 15.8.2025 18:51
Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Íslenska U19 ára landsliðið í handbolta vann eins marks sigur 37-36 gegn Ungverjalandi og mun spila upp á fimmta sætið á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Egyptalandi. 15.8.2025 18:07
Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Liverpool hefur fest kaup á hinum átján ára gamla ítalska miðverði Giovanni Leoni frá Parma. Hann kemur til félagsins fyrir um 26 milljónir punda, auk mögulegra bónusgreiðslna. 15.8.2025 16:43
„Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15.8.2025 07:03