Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allri stjórn Lands­virkjunar skipt út

Ný stjórn Landsvirkjunar var kjörin á aðalfundi Landsvirkjunar í dag, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Brynja Baldursdóttir er nýr stjórnarformaður.

Skipar starfs­hóp um dvalar­leyfi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. 

Fót­boltinn víkur fyrir padel

Þann 11. ágúst næstkomandi mun Sporthúsið Kópavogi opna fjóra padelvelli fyrir almenning. Padelvellirnir verða staðsettir í rýminu sem knattspyrnuvellirnir hafa verið í til fjölda ára. Þetta verður óhjákvæmilega til þess að knattspyrnunni verður lokað í lok júní.

Bein út­sending: Katy Perry fer út í geim

Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos í dag. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur. 

Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um af­sökunar­beiðni

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa við hana samræði án samþykkis og með ofbeldi. Í upptöku af samtali fólksins eftir nauðgunina heyrist maðurinn krefja konuna um afsökunarbeiðni og kynlíf.

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt

Sigurður Gísli Björnsson hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæplega tveggja milljarða króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot í tengslum við rekstur fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmark. Um er að ræða eitt umfangsmesta skattamál Íslandssögunnar.

Nauðgaði barn­ungri náfrænku sinni marg­í­trekað

25 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa á árunum 2014 til 2017 beitt náfrænku sína margvíslegu og grófu kynferðisofbeldi. Hann meðal annars nauðgaði stúlkunni ítrekað og lét hana hafa þvaglát upp í hann. Aldur stúlkunnar er ekki gefinn upp en fyrir liggur hún er enn ekki orðin átján ára.

Dómur stera­bolta mildaður veru­lega vegna tölvubréfs dómara

Landsréttur hefur stytt og skilorðsbundið meirihluta dóms manns sem var sakfelldur fyrir að beita sambýliskonu sína grófu heimilisofbeldi um árabil. Það gerði rétturinn vegna gríðarlegra tafa á rekstri málsins, meðal annars vegna þess að dómur héraðsdóms var ómerktur vegna tölvubréfs sem dómari sendi verjanda mannsins. Þar virtist dómari lýsa yfir sekt mannsins áður en dómur gekk í málinu.

Íslandshótel taka að ó­breyttu yfir rekstur Nordica og Natura

Reitir og Íslandshótel undirrituðu í gær leigusamninga til sautján ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52, sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Núverandi leigutaki Berjaya hotels Iceland nýtur þó forleiguréttar og getur gengið inn í samningana.

Sjá meira