Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Ný stjórn Landsvirkjunar var kjörin á aðalfundi Landsvirkjunar í dag, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Brynja Baldursdóttir er nýr stjórnarformaður. 14.4.2025 15:47
Skipar starfshóp um dvalarleyfi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. 14.4.2025 15:03
Fótboltinn víkur fyrir padel Þann 11. ágúst næstkomandi mun Sporthúsið Kópavogi opna fjóra padelvelli fyrir almenning. Padelvellirnir verða staðsettir í rýminu sem knattspyrnuvellirnir hafa verið í til fjölda ára. Þetta verður óhjákvæmilega til þess að knattspyrnunni verður lokað í lok júní. 14.4.2025 14:01
Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Stórstjarnan Katy Perry verður hluti áhafnar sögulegs geimflugs Blue Origin, geimflugfélags Jeffs Bezos í dag. Flugið verður sögulegt fyrir þær sakir að um borð í geimflauginni verða eingöngu konur. 14.4.2025 13:31
Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun og brot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni, með því að hafa við hana samræði án samþykkis og með ofbeldi. Í upptöku af samtali fólksins eftir nauðgunina heyrist maðurinn krefja konuna um afsökunarbeiðni og kynlíf. 14.4.2025 11:47
Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Sigurður Gísli Björnsson hefur verið dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tæplega tveggja milljarða króna sektar fyrir stórfelld skattalagabrot í tengslum við rekstur fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmark. Um er að ræða eitt umfangsmesta skattamál Íslandssögunnar. 11.4.2025 16:52
Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað 25 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa á árunum 2014 til 2017 beitt náfrænku sína margvíslegu og grófu kynferðisofbeldi. Hann meðal annars nauðgaði stúlkunni ítrekað og lét hana hafa þvaglát upp í hann. Aldur stúlkunnar er ekki gefinn upp en fyrir liggur hún er enn ekki orðin átján ára. 11.4.2025 16:22
Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Landsréttur hefur stytt og skilorðsbundið meirihluta dóms manns sem var sakfelldur fyrir að beita sambýliskonu sína grófu heimilisofbeldi um árabil. Það gerði rétturinn vegna gríðarlegra tafa á rekstri málsins, meðal annars vegna þess að dómur héraðsdóms var ómerktur vegna tölvubréfs sem dómari sendi verjanda mannsins. Þar virtist dómari lýsa yfir sekt mannsins áður en dómur gekk í málinu. 11.4.2025 13:33
Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Reitir og Íslandshótel undirrituðu í gær leigusamninga til sautján ára um fasteignirnar að Suðurlandsbraut 2 og Nauthólsvegi 52, sem hýsa hótelin Hilton Reykjavik Nordica og Reykjavík Natura. Núverandi leigutaki Berjaya hotels Iceland nýtur þó forleiguréttar og getur gengið inn í samningana. 11.4.2025 09:10
Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Kona hefur verið sýknuð af öllum kröfum Ingólfs Þórarinssonar, sem er í daglegu tali kallaður Ingó veðurguð, vegna ummæla sem hún lét falla um hann í athugasemd á Facebook. Í svari við ummælum manns sem sagði „Áfram gakk Ingó minn“ spurði konan „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ 10.4.2025 17:13