Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð

Landsréttur hefur mildað dóm Philips Dugay Acob og dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga manni með þroskaskerðingu á hóteli þar sem hann starfaði. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann til þriggja ára fangelsis en Landsréttur taldi rétt að milda dóminn vegna dráttar sem varð á málinu.

Skæð fugla­flensa greindist á Norður­landi

Skæð fuglaflensa greindist í talsverðum fjölda fugla sem fundust dauðir við Blönduós fyrir skömmu og í einni kvenkyns önd sem fannst dauð á Sauðárkróki í síðustu viku.

Austur­stræti orðið að göngu­götu

Austurstræti frá Pósthússtræti og Veltusund verða frá og með deginum í dag varanlegar göngugötur. Þetta þýðir að samfellt göngugötusvæði verður frá Lækjartorgi að Ingólfstorgi.

„Skoðun mín skiptir ekki máli“

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir skoðun sína varðandi bókun 35 ekki skipta máli þegar búið verður að innleiða hana með lögum. Þingmaður Sjálfstæðisflokks þráspurði hann út í afstöðu hans gagnvart málinu en hann hefur ítrekað lýst því yfir að innleiðing bókunar 35 yrði stjórnarskrárbrot.

Borgin leggur bíl­stjórum línurnar

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögu um sérákvæði um umferð, þess efnis að þar sem bifreiðastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnu yfirborði, skuli ökutækjum lagt innan afmörkunar. Með því er Bílastæðasjóði veitt heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða.

Sjá meira