Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Í þætti Bónus Körfuboltakvölds eftir fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta var vika körfuboltagoðsagnarinnar Teits Örlygssonar rakin. Hún var merkileg fyrir margra hluta sakir. 8.10.2024 12:31
Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Algjörlega einstakt“ Í Stúkunni, uppgjörsþætti Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi, var glæsimark Emils Atlasonar, framherja Stjörnunnar, fyrir aftan miðju gegn Víkingi Reykjavík tekið fyrir og var Atli Viðar Björnsson, einn af sérfræðingum þáttarins, klár á því að markið væri langbesta mark sumarsins sem og síðustu þriggja til fimm ára í efstu deild. 8.10.2024 11:03
Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. 8.10.2024 09:01
Tárvot Ásta sátt í hjarta sínu með ákvörðunina Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril og aðeins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með ákvörðunina og er þakklát fyrir tímana hjá uppeldisfélaginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi. 7.10.2024 19:49
Bergrós besti dómari Bestu deildar kvenna Bergrós Lilja Unudóttir var kosin besti dómari Bestu deildar kvenna, en það eru leikmenn deildarinnar sem kjósa. 7.10.2024 12:03
Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Kólumbíski framherjinn Jhon Duran hefur skrifað undir nýjan sex ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa. 7.10.2024 11:31
Sögulegt augnablik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“ LeBron James og Bronny James urðu fyrstir feðga til að spila saman í leik undir merkjum NBA deildarinnar þegar að þeir léku saman í fyrri hálfleik í leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu fyrir komandi tímabil í NBA deildinni. 7.10.2024 10:30
Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn. 7.10.2024 09:28
Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Sigurður Guðmundsson, kylfingur úr Golfklúbbi Sandgerðis náði framúrskarandi árangri á Golf Masters mótinu í Makaó undir lok síðasta mánaðar. Þetta var í fyrsta sinn sem Íslendingur tekur sæti á mótinu og Sigurður gerði sér lítið fyrir og vann til silfurverðlauna. 5.10.2024 08:00
Guðjohnsen snýr aftur á Brúna: „Sérstakt fyrir mig og pabba“ Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma. 3.10.2024 10:06