Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Svona mark sést bara á nokkurra ára fresti: „Al­gjör­lega ein­stakt“

Í Stúkunni, upp­gjörs­þætti Bestu deildar karla í fót­bolta í gær­kvöldi, var glæsi­mark Emils Atla­sonar, fram­herja Stjörnunnar, fyrir aftan miðju gegn Víkingi Reykja­vík tekið fyrir og var Atli Viðar Björns­son, einn af sér­fræðingum þáttarins, klár á því að markið væri lang­besta mark sumarsins sem og síðustu þriggja til fimm ára í efstu deild.

Hand­rit Ástu Eirar fékk full­komin enda­lok

Eftir að hafa landað sjálfum Ís­lands­meistara­titlinum með Breiða­bliki um ný­liðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði Breiða­bliks, frá því á sunnu­daginn síðast­liðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Á­kvörðun Ástu kom vafa­laust mörgum á ó­vart en hún á þó sinn að­draganda.

Tár­vot Ásta sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina

Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði ný­krýndra Ís­lands­meistara Breiða­bliks í fót­bolta, hefur á­kveðið að leggja knatt­spyrnu­skóna á hilluna eftir frá­bæran feril og að­eins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina og er þakk­lát fyrir tímana hjá upp­eldis­fé­laginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi.

Sögu­legt augna­blik James feðga: „Mun aldrei gleyma þessu“

LeBron James og Bronny James urðu fyrstir feðga til að spila saman í leik undir merkjum NBA deildarinnar þegar að þeir léku saman í fyrri hálfleik í leik Los Angeles Lakers og Phoenix Suns á undirbúningstímabilinu fyrir komandi tímabil í NBA deildinni. 

Næstu vikur gríðar­lega mikil­vægar fyrir Ten Hag

Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn. 

Guð­john­sen snýr aftur á Brúna: „Sér­stakt fyrir mig og pabba“

Í kvöld dregur til tíðinda í Sambandsdeild Evrópu þegar að Chelsea tekur á móti belgíska félagsliðinu KAA Gent. Með liði Gent spilar íslenski landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen og mun hann því í kvöld spreyta sig á Stamford Bridge, leikvangi þar sem að faðir hans, Eiður Smári Guðjohnsen, gerði garðinn frægan á sínum tíma.

Sjá meira