Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Lægð suðaustur af landinu og hæð yfir Grænlandi beina nú norðaustlægri átt til landsins og má víða reikna með átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. 15.4.2025 07:28
Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð urðu í Bárðarbungu í nótt. 15.4.2025 06:33
Tveir skotnir til bana í Gautaborg Tveir menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í hverfinu Biskopsgården í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Einn maður til viðbótar var á staðnum og er talið að árásarmaðurinn hafi einnig ætlað að skjóta hann til bana. Sá slapp hins vegar ómeiddur. 15.4.2025 06:22
Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út meðal annars vegna rúðubrots, þjófnaðar og líkamsárásar í gærkvöldi og í nótt. Tveir gista nú fangageymslu. 15.4.2025 06:06
Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið hvatt fólk til að sýna sérstaka varkárni á tveimur vinsælum áfangastöðum á Reykjanesi vegna jarðhræringa síðustu missera. Nýjar sprungur hafa myndast í Valahnúk við Reykjanestá og þá hefur jörð sigið og holur myndast í nágrenni Brúarinnar milli heimsálfa. 14.4.2025 12:34
Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Lögregla á Vestfjörðum hafði í gærkvöldi afskipti af fólki sem dvaldi í íbúðarhúsum í eldri byggð Súðavíkur. Dvöl í húsum á svæðinu er óheimil frá 1. nóvember til og með 30. apríl á ári hverju vegna snjóflóðahættu. 14.4.2025 07:53
Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Djúp lægð er nú við austurströndina og veldur hún allhvassri eða hvassri norðanátt á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra vegna norðan hríðar og má víða búast við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. 14.4.2025 07:19
Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu. 14.4.2025 07:00
Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Hlutabréfaverð í Asíu hækkaði víðast hvar við opnun í nótt og er búist við því að það sama gerist í Evrópu nú á áttunda tímanum. 14.4.2025 06:56
Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Hægrimaðurinn Daniel Noboa hefur verið endurkjörinn forseti Ekvadors og mun því gegna embættinu næstu fjögur árin. Hann hafði betur gegn hinni vinstrikonunni Luisa González í síðari umferð kosninganna sem fram fóru í gær. 14.4.2025 06:52