Linda Nolan látin Írska söngkonan Linda Nolan er látin, 65 ára að aldri. Hún gerði garðinn frægan með sveitinni The Nolans sem átti fjölda smella á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. 15.1.2025 13:54
Handritin öll komin á nýja heimilið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur nú flutt öll handrit, sem hún hefur til varðveislu, í nýtt öryggisrými í Eddu við Arngrímsgötu 5. 15.1.2025 13:20
Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Heildarafli ársins 2024 var tæplega 994 þúsund tonn sem er 28 prósent minni afli en árið 2023. 15.1.2025 11:20
Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Landsnet endurgreiðir sex raforkuframleiðendum samtals um þrjá milljarða króna í dag vegna svokallaðs innmötunargjalds, þar af Landsvirkjun 2,4 milljarða. 15.1.2025 10:34
Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Fróði Steingrímsson hefur bæst í hóp eigenda Frumtak Ventures. 15.1.2025 08:04
Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Stjórn Sambands sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Bjarni Guðmundsson framkvæmdstjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum. 15.1.2025 07:58
Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt. 15.1.2025 07:52
Vindur nær stormstyrk á norðvestanverðu landinu Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan- og suðvestanátt í dag þar sem víða má reikna með tíu til átján metrum á sekúndu en heldur hvassari í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu. Gular viðvaranir taka þar gildi eftir hádegi. 15.1.2025 07:19
Rólegt við Bárðarbungu Rólegt var við Bárðarbungu í nótt en jarðskjálftahrina hófst þar í gærmorgun og náði hámarki klukkan 8:05 þegar stærsti skjálftinn, 5,1 að stærð, mældist. 15.1.2025 07:09