Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Kristín Björk Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Snjallgögnum sem rekstrarstjóri. 14.1.2025 13:51
Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Tinna Björk Hjartardóttir hefur á nýju ári tekið við sem framkvæmdastjóri Arango. 14.1.2025 13:25
Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Íris Rún Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri samstarfs (e. Head of Partnerships) hjá Klöppum. 14.1.2025 12:48
Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Skjálftavirknin í Bárðarbungu datt hratt niður um klukkan níu eftir að hafa hafist af miklum þunga upp úr klukkan sex í morgun. Viðlíka skjálftavirkni hefur þó ekki sést á svæðinu síðan í aðdraganda eldgossins í Holuhrauni 2014. 14.1.2025 10:35
Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Rekstri kaffihússins Súfistans í Strandgötu í Hafnarfirði verður hætt á föstudaginn. Kaffihúsið var stofnað árið 1994 af hjónunum Birgi Finnbogasyni og Hrafnhildi Blomsterberg og hefur verið rekið af þeim og fjölskyldu þeirra frá upphafi. 14.1.2025 08:40
Ragnheiður Torfadóttir er látin Ragnheiður Torfadóttir, fyrrverandi rektor Menntaskólans í Reykjavík, er látin, 87 ára að aldri. Hún varð rektors skólans árið 1995, fyrst kvenna, og gegndi stöðunni til ársins 2001. 14.1.2025 07:47
Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Jarðskjálftahrina hófst í Bárðarbungu nú í morgun klukkan 06:08. Stærsti skjálftinn mældist 4,4 að stærð klukkan 6:29. Þrír skjálftanna hafa verið yfir 3 að stærð. 14.1.2025 07:19
Bætir í úrkomu og hiti nær tíu stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir suðlægri átt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu. Spáð er rigningu eða súld á sunnan- og vestanverðu landinu, en að muni bæta í úrkomu síðdegis. Úrkomuminna verður á norðaustanverðu landinu. 14.1.2025 07:13
Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Íslandsbanki hefur ráðið Lilju Kristjánsdóttur í stöðu forstöðumanns viðskiptaeftirlits og Steinar Arason í stöðu forstöðumanns regluvörslu hjá bankanum. 13.1.2025 13:10
Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur ráðið sem aðstoðarmenn sína Jón Magnús Kristjánsson lækni og Guðríði Láru Þrastardóttur lögfræðing. 13.1.2025 13:08