76 ára sögu Þorsteins Bergmanns lokið Verslun Þorsteins Bergmanns við Hraunbæ í Árbænum hefur verið lokað. Verslunin hafði verið rekin þar síðan árið 1980 en fyrsta verslun Þorsteins Bergmanns var opnuð árið 1947. 10.4.2024 13:51
Ætla að vera aðeins „hógværari“ en Ölfus við gerð bæjarskiltis Til stendur að reisa nokkur skilti við bæjarmörk Hveragerðisbæjar á þessu ári. Í minnisblaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar bæjarins er lagt til að vera ögn „hógværari“ en nágrannarnir í Ölfusi við gerð skiltanna. 10.4.2024 13:24
Tugir bætast við andstæðingahóp Bjarna á hverri mínútu Rúmlega ellefu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem fólk segir Bjarni Benediktsson ekki hafa þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Listinn hefur verið í loftinu í tæpan sólarhring og hrannast tugir undirskrifta inn á hverri mínútu. 10.4.2024 12:09
Boða til mótmæla við Bessastaði Félagið Roði - Ungir Sósíalistar og fólkið sem stóð að samstöðutjaldinu fyrir Palestínumenn á Austurvelli hafa boðað til mótmæla við Bessastaði klukkan 19 í kvöld vegna nýrrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Félögin vilja alla ríkisstjórnina burt. 9.4.2024 16:50
Líst ekkert á blikuna Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9.4.2024 15:17
Bjarni leiðir og Bjarkey kemur ný inn Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kynntu nýja ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar í dag. Ráðherrastóladans verður dansaður á Bessastöðum í kvöld. 9.4.2024 12:26
Hafa nýtt tímann til að leysa ágreining VG og Sjálfstæðismanna Formaður Framsóknarflokksins segir viðræður forystumanna stjórnarflokkanna þriggja um helgina og í gær meðal annars hafa farið í að leysa ágreining sem hefur verið milli Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna. Ríkisstjórnarflokkarnir boða til blaðamannafundar klukkan 14 í Hörpu til að kynna áherslur nýs ráðuneytis. 9.4.2024 11:53
Vaktin: Ný ríkisstjórn tekur við í kvöld Bjarni Benediktsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson kynntu nýja ríkisstjórn og áherslumál hennar á blaðamannafundi í Hörpu í dag. 9.4.2024 08:40
Ríkisstjórnin dansi stóladans á meðan engin stjórni landinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, segir í reynd enga ríkisstjórn starfandi í landinu og á meðan eyði ráðherrarnir tíma í stólaleik sem vinni ekki fyrir hag almennings. Hún segir að það hefði verið galið að fresta ekki þingfundi í dag. 8.4.2024 18:01
Útlilokar ekki að leggja fram vantraust færi Svandís sig Inga Sæland útilokar ekki að hún haldi áfram að leggja fram vantrauststillögur á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra færi hún sig í annan ráðherrastól. Hún lagði fram vantrauststillögu í annað sinn í dag. 8.4.2024 17:16