Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Ekki láta fyrirfram ákveðna samfélags staðla ráða því hverju þú klæðist“

Ragnheiður Anna Róbertsdóttir er leiðsögukona, ferðaskipuleggjandi og mikil áhugakona um tísku sem hefur að eigin sögn alltaf verið mjög glysgjörn. Hún bíður ekki eftir tilefni til að nota fínar flíkur og er dugleg að láta gera við fötin sín frekar en að kaupa alltaf nýtt. Ragnheiður Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Íslenska sumarið nálgast toppinn

Tónlistarmaðurinn Gummi Tóta skipar þriðja sæti íslenska listans á FM þessa vikuna með lagið sitt Íslenska sumarið. Söngkonan Klara Elias situr staðföst í fyrsta sætinu með Þjóðhátíðarlagið Eyjanótt og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór skipa annað sæti með lagið Dansa. Því eru efstu þrjú lög vikunnar íslensk.

Halda orkustiginu í hæstu hæðum

Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár.

Miss Universe Iceland: Vandræðalegt og fyndið atvik á fyrstu æfingunni

Kolbrún Perla tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akureyri. Kolbrún elskar humar og hljóðbækur og syngur alltaf Dancing Queen í karókí. Hún segir erfiðara en maður heldur að æfa gönguna í kvöldkjólunum og er stolt af því að hafa stigið út fyrir þægindarammann.

Tekur lögin sem skapa mestu stemninguna

Tónlistarkonan Guðrún Árný hefur vakið athygli í íslenska tónlistarheiminum fyrir kraftmikla rödd sína. Hún er þaulvön að koma fram og syngja fyrir stóran hóp áhorfenda og hlakkar mikið til að syngja fyrir og með öllum Þjóðhátíðargestum í ár.

Miss Universe Iceland: Hannaði og saumaði heila fatalínu

Jónína Sigurðardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Reykjavík. Jónína ætlar að vera fatahönnuður í framtíðinni en hún hefur nú þegar hannað og saumað heila fatalínu. Hún segir keppnisferlið meðal annars hafa kennt sér mikilvæg samskipti.

Sjá meira