Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lýstu yfir hættustigi vegna flug­vélar í vanda

Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli í gær og voru viðbragðsaðilar í viðbragðsstöðu vegna bilunar í hreyfli flugvélar með ríflega 220 farþega innanborðs sem fékk heimild til lendingar í Keflavík. Slökkviliði barst tilkynning frá Neyðarlínunni á fimmta tímanum síðdegis í gær og voru sjúkra- og dælubílar frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu í viðbragðsstöðu. Boðið var afturkallað þegar vélin lenti heilu og höldnu.

Nýr land­nemi á Ís­landi ratar í heimspressuna

Fréttir af komu moskítóflugunnar til Íslands hafa nú ratað í heimspressuna. Fjölmiðlar í Bretlandi og Danmörku hafa meðal annars greint frá komu þessa nýja landnema til Íslands í dag og sett í samhengi við áhrif loftlagsbreytinga.

Ungt fólk í bílnum og annað al­var­lega slasað

Rannsókn alvarlegs umferðarslyss sem varð á hringveginum austan við Kirkjubæjarklaustur í gær stendur enn yfir og fólkið sem var í bílnum sem valt út af veginum er enn á sjúkrahúsi eftir því sem lögreglan á Suðurlandi kemst næst, og er annað þeirra talsvert mikið slasað.

Laga­leg ó­vissa og kaup­endur byrjaðir að fá nei frá bankanum

Ákvörðun fjármálastofnana um að setja afgreiðslu umsókna um verðtryggð húsnæðislán á ís er þegar farin að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Dæmi eru um að kaupendur sem höfðu þegar fengið samþykkt greiðslumat vegna fasteignakaupa hafi ekki fengið umbeðin lánagögn afhent þar sem bankinn sagði nei, auk þess sem fáar fyrirspurnir eru að berast fasteignasölum og léleg mæting á opin hús.

21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico

Hinn 72 ára gamli Juraj Cintula hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, í maí í fyrra. Dómurinn var kveðinn upp í sérhæfðum glæpadómstól í borginni Banská Bystrica í Slóvakíu í morgun. Cintula er dæmdur fyrir hryðjuverkaárás með því að hafa skotið á forsætisráðherrann þar sem hann var staddur umvafinn stuðningsmönnum sínum að afloknum ríkisstjórnarfundi í bænum Handlová þann 15. maí í fyrra.

Refsi­dómi Diddy verði á­frýjað

Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar.

Ný heimildar­mynd af­hjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrir­slátt MAST

Kvikmyndagerðarkonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir undrast aðgerðaleysi stjórnvalda vegna flúormengunar í Hvalfirði sem bitnað hafi illa á fólki, búfénaði og lífríki við fjörðinn. Aðgerðaleysið hafi viðgengist um árabil og mikið hafi mætt á hrossabónda sem er viðfangsefni nýrrar heimildarmyndar um málið. Illa hafi verið vegið að æru bóndans með því að hundsa ítrekaðar ábendingar um veikindi í hestum sem talið er að rekja megi til mengunar.

Vilja úr­bætur eftir út­tekt á samningum um lokun bensín­stöðva

Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar, IER, gerir tólf tillögur að umbótum sem miða að því að bæta starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu eftir úttekt IER á aðdraganda og fyrirkomulagi þess þegar Reykjavíkurborg samdi við olíufélögin um fækkun bensínstöðva í borginni í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. 

Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Ís­lands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sótti fund varnarmálaráðherra Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær, þar sem varnir bandalagsríkja gegn fjölþáttaógnum og stuðningur bandalagsins við Úkraínu voru meðal annars í brennidepli. Þá átti hún meðal annars spjall við Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um Gasa auk þess sem Þorgerður hvatti hann til að koma í heimsókn til Íslands.

Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einka­rekna fjöl­miðla

Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði.

Sjá meira