Óþrifnaður við gosstöðvarnar Mörg hundruð manns leggja leið sína að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli á hverjum degi þrátt fyrir að nokkuð sé liðið frá goslokum. Klósettskortur á svæðinu hefur verið til vandræða þar sem þreyttir göngugarpar hafa gert þarfir sínar úti í náttúrunni og skilið ummerkin eftir. 26.10.2022 21:02
Á þriðja tug eru á biðlista eftir meðferð vegna eftirkasta Covid-19 Tuttugu og fimm eru nú á biðlista eftir að komast að í endurhæfingu á Reykjalundi vegna langtímaveikinda eftir að hafa fengið Covid-19. 13.10.2022 19:01
Vilja gera kynsegin fólki kleift að breyta eftirnafni án breyttrar kynskráningar Nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn vilja sjá breytingar á mannanafnalögum til að bæta stöðu kynsegin fólks. Þeir leggja meðal annars til að fólki verði leyft að breyta eftirnöfnum sínum án þess að það sé búið að breyta kynskráningunni. 13.10.2022 12:01
„Við verðum að grípa í taumana“ Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og einn flutningsaðila tillögu um yfirlýsingu neyðarástands í loftslagsmálum sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að stjórnvöld víðs vegar um heiminn væru að bregðast jörðinni. Nauðsynlegt sé fyrir stjórnvöld að lýsa yfir neyðarástandi. 12.10.2022 22:23
Þurfa að sofa í sófa og stólum Eina neyðarskýlið fyrir heimilislausar konur á Íslandi er yfirfullt flestar nætur og húsnæðið sprungið utan af starfseminni. Talskonan segir fleiri hafa leitað þangað á fyrstu níu mánuðum ársins en allt árið 2020. 12.10.2022 19:00
Tannlæknar sjá merki þess að ungmenni séu að nota nikótínpúða Tannlæknar greina merki þess að börn allt niður í fimmtán ára séu að nota nikótínpúða. Skaði sem það veldur á tannholdi getur í sumum tilfellum verið óafturkræfur. 11.10.2022 19:00
Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári. 11.10.2022 11:11
Aldrei fleiri alvarleg ofbeldisbrot Aldrei hafa fleiri alvarleg ofbeldisbrot verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en á fyrstu níu mánuðum ársins. Brotin hafa ríflega tvöfaldast á fimmtán árum. Lögreglan rannsakar nú hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað þegar kona á sextugsaldri lést um helgina. Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 10.10.2022 19:38
Hinir grunuðu og konan þekktust Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um manndráp. Hin látna er kona á sextugsaldri og hefur samkvæmt heimildum fréttastofu tengsl við mennina sem eru á fimmtugsaldri. 10.10.2022 12:18
„Það er kominn tími til að hlustað sé á þolendur" Um þúsund manns söfnuðust saman við Menntaskólann í Hamrahlíð í dag til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning og krefjast þess að tekið sé af slíkum málum sem upp koma innan skóla af festu. Mótmælendur söfnuðust saman víðar um landið. 6.10.2022 21:01