Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 11:03 Kári Stefánsson var forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar þegar atvik málsins urðu og Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Vilhelm/Einar Hæstiréttur hefur fallist á kröfur Íslenskrar erfðagreiningar um ógildingu á úrskurði Persónuverndar, um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuverndarlögum í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í málinu klukkan 11. Dóminn má lesa hér. Hæstiréttur dæmdi Persónuvernd til þess að greiða Íslenskri erfðagreiningu fjórar milljónir króna í málskostnað á öllum dómstigum. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ekki fallist á neyð vegna ástandsins í samfélaginu Íslensk erfðagreining krafðist þess í kjölfarið að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í mars 2023, en Landsréttur sneri þeim dómi við og sýknaði Persónuvernd í nóvember í fyrra. Íslensk erfðagreining vildi meina að aðkoma sín að málinu hefði verið byggð á neyðarrétti vegna ástandsins í samfélaginu. Í ákvörðun Persónuverndar var ákveðið að fara ekki með málið í sektarfarveg vegna þeirra aðstæðna sem voru í samfélaginu þegar sýnatakan fór fram. Engu að síður þótti Persónuvernd það ekki réttlæta að vikið yrði frá Persónuverndarlögum. Litaði forsetakosningar Mál þetta vakti athygli í kosningabaráttunni í vor. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, gagnrýndi mótframbjóðanda sinn Katrínu Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra í faraldrinum, vegna þess hvernig hún hafði talað um Persónuvernd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ sagði Helga. Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Dómsmál Íslensk erfðagreining Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í málinu klukkan 11. Dóminn má lesa hér. Hæstiréttur dæmdi Persónuvernd til þess að greiða Íslenskri erfðagreiningu fjórar milljónir króna í málskostnað á öllum dómstigum. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ekki fallist á neyð vegna ástandsins í samfélaginu Íslensk erfðagreining krafðist þess í kjölfarið að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í mars 2023, en Landsréttur sneri þeim dómi við og sýknaði Persónuvernd í nóvember í fyrra. Íslensk erfðagreining vildi meina að aðkoma sín að málinu hefði verið byggð á neyðarrétti vegna ástandsins í samfélaginu. Í ákvörðun Persónuverndar var ákveðið að fara ekki með málið í sektarfarveg vegna þeirra aðstæðna sem voru í samfélaginu þegar sýnatakan fór fram. Engu að síður þótti Persónuvernd það ekki réttlæta að vikið yrði frá Persónuverndarlögum. Litaði forsetakosningar Mál þetta vakti athygli í kosningabaráttunni í vor. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, gagnrýndi mótframbjóðanda sinn Katrínu Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra í faraldrinum, vegna þess hvernig hún hafði talað um Persónuvernd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ sagði Helga.
Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Dómsmál Íslensk erfðagreining Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira