Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“

Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans.

Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn

Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi.

Mikil ánægja með heimsókn Geðlestarinnar í Flóaskóla

Geðlestin hefur nú lokið heimsóknum sínum í grunn- og framhaldsskóla landsins en alls voru 174 skólar heimsóttir. Tilgangur heimsóknanna var að kynna mikilvægi þess að leggja stund á geðrækt frá fæðingu og út allt lífið.

Málar á gömul gluggatjöld á Seyðisfirði sem heilla þjófa

Listamaðurinn „Tóti Ripper” eins og hann kallar sig á Seyðisfirði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála því hann málar myndirnar sínar á gömul gluggatjöld þegar hann hefur ekki efni á því að kaupa striga.

Rúmlega tvö þúsund sæðisskammtar úr Fróða

Hrúturinn Fróði frá Bjargi í Miðfirði var vinsælasti hrúturinn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands yfir fengitímann, sem var að ljúka. Sæði úr Fróða var sent í rúmlega tvö þúsund ær.

Allt var hreint og fagurt og sálin líka á jólunum

„Jólin voru óskaplega einföld, sálmar voru sungnir, allt var hreint og fagurt og sálin líka“, segir elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir, sem fagnaði 105 ára afmælinu sínu í gær, 22. desember.

Höfum það kósí undir sæng heima

Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu.

Sjá meira