„Þau þurftu að skapa sér allt úr því sem þau höfðu hér“ Námið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað var fyrst til að byrja með tveggja vetra nám í húsmóðurfræðum en þó með mesta áherslu á fög eins og íslensku, dönsku,stærðfræði og matarefnafræði. Einnig var súrkálsgerð kennd. Stúlkur fengu eingöngu inngöngu í skólann á fyrstu árum hans. 1.1.2023 16:07
Tíkin Wanna fannst eftir átta daga leit í fönn í hlíðum Ingólfsfjalls Mikil gleði er á heimili í Hveragerði þessa dagana eftir að tíkin Wanna fannst eftir að hafa verið týnd í átta sólarhringa og fimm klukkustundir í bruna gaddi og miklum snjó. 1.1.2023 11:04
Mikil tilhlökkun fyrir nýjum miðbæ á Höfn Mikil eftirvænting er hjá íbúum á Höfn í Hornafirði fyrir nýjum miðbæ, sem er nú búið að teikna upp og er verið að undirbúa að byggja. Nýi miðbærinn verður í gömlum stíl líkt og miðbærinn á Selfossi. 30.12.2022 21:05
Mikil ánægja með heimsókn Geðlestarinnar í Flóaskóla Geðlestin hefur nú lokið heimsóknum sínum í grunn- og framhaldsskóla landsins en alls voru 174 skólar heimsóttir. Tilgangur heimsóknanna var að kynna mikilvægi þess að leggja stund á geðrækt frá fæðingu og út allt lífið. 29.12.2022 21:04
Ugla tók að sér fjóra kettlinga eftir að mamma þeirra dó Læðan Ugla er mögnuð kisa og mikil móðir því hún tók að sér fjóra kettlinga eftir að mamma þeirra dó. Ugla mjólkar vel fyrir kettlingana og er dugleg að þvo þeim að sinna á allan annan hátt. 27.12.2022 20:05
Málar á gömul gluggatjöld á Seyðisfirði sem heilla þjófa Listamaðurinn „Tóti Ripper” eins og hann kallar sig á Seyðisfirði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að því að mála því hann málar myndirnar sínar á gömul gluggatjöld þegar hann hefur ekki efni á því að kaupa striga. 26.12.2022 20:05
Rúmlega tvö þúsund sæðisskammtar úr Fróða Hrúturinn Fróði frá Bjargi í Miðfirði var vinsælasti hrúturinn á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands yfir fengitímann, sem var að ljúka. Sæði úr Fróða var sent í rúmlega tvö þúsund ær. 26.12.2022 15:05
Gerir ekki upp á milli samgönguframkvæmda á Austurlandi Miklar samgönguframkvæmdir eru að dagskrá á Austurlandi eins og Fjarðarheiðargöng, nýr vegur um Öxi, ný brú yfir Lagafljót og svo stendur til að stækka flugvöllinn á Egilsstöðum. 25.12.2022 16:31
Allt var hreint og fagurt og sálin líka á jólunum „Jólin voru óskaplega einföld, sálmar voru sungnir, allt var hreint og fagurt og sálin líka“, segir elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir, sem fagnaði 105 ára afmælinu sínu í gær, 22. desember. 23.12.2022 20:04
Höfum það kósí undir sæng heima Vegagerðarmaður hvetur fólk til að vera bara undir sæng þegar veður er jafn slæmt og þessa dagana og allir vegir í kringum höfuðborgarsvæðið meira og minna lokaðir. Lögreglumaður segir líka upplagt að hafa það kósí heima í veðri, sem þessu. 19.12.2022 21:06