Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Féll aftur fyrir sig og rotaðist

Tilkynnt var um slys í Grafarvogi á tólfta tímanum í gærkvöldi. Kona féll aftur fyrir sig og er talin hafa rotast við fallið. Konan komst til meðvitundar og var þegar í stað flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á bráðadeild.

Rektor verði falið að endurskoða skrásetningargjald

Til skoðunar er að hækka árlegt skrásetningargjald Háskóla Íslands sem nú er 75.000 kr. Á fundi Háskólaráðs kom fram að skrásetningargjaldið hefði ekki fylgt verðlagi. Væri það tengt verðlagi myndi gjaldið vera í kringum 104.000 kr. árið 2020. Gjöldin hafa ekki verið hækkuð síðan árið 2014.

Réttarhöldin yfir Netanjahú hefjast 17. mars

Réttarhöldin yfir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefjast 17. mars, tveimur vikum eftir þingkosningarnar í landinu. Ríkissaksóknari Ísraels ákærði forsætisráherrann formlega 28. janúar fyrir mútur, fjár- og umboðssvik. Réttarhöldin gætu staðið yfir í marga mánuði og jafnvel ár en honum ber engin skylda til að segja af sér í millitíðinni.

Sjá meira