Umsjónarmaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verð­launa­fé

Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi.

Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt

Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway.

Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum

Aron Mola lá ekki á skoðunum sínum þegar honum var gert að viðra eina óvinsæla skoðun, segja frá því hvaða samsæriskenningu hann trúir á og nefna eina ofmetna hljómsveit í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann segist trúa á samsæriskenninguna um Illuminati, segist telja að börn megi borða hor og gefur lítið fyrir strákasveitina One Direction.

Tap­sár Måns svarar gagn­rýn­endum fullum hálsi

Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum.

„Það getur enginn sært þig án þíns sam­þykkis“

Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir kynferðislega áreitni sem hann hafi orðið fyrir á unglingsaldri ekki hafa haft áhrif á sálarlífið. Hann segir lífið hafa hert sig, það snúist um hvernig tekist sé á við erfiðleika. Það erfiðasta sem hann hefur gert var að leita sér aðstoðar á geðdeild 21 árs gamall þar sem hann ákvað að ganga út og takast sjálfur á við eigin mál.

Hélt í sér að ræða ind­verska drauminn í meira en ár

Tómas Geir Howser Harðarson leikari getur loksins sagt frá ótrúlegum ævintýrum sínum í Indlandi þar sem hann fór með stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaseríu Sony sem byggir á sönnum atburðum. Tómas lauk tökum fyrir meira en ári og segir Indland stórkostlegt land.

Sam­tal við þann fyrsta til að taka ljós­myndir á Ís­landi

„Ég hef lengi haft sérstakan áhuga á Sigfúsi Eymundssyni – hann var fyrstur Íslendinga til að starfa markvisst sem ljósmyndari og á sama tíma einn sá allra besti,” segir Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnar á morgun sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins.

Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm

Söngleikurinn Stormur eftir þær Unni Ösp og Unu Torfa var frumsýndur með pompi og prakt í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi. Hátíðarstemning var í loftinu og eftirvæntingin mikil.

Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkra­bíl, bara strax“

Hjálmar Örn Jóhannsson segist hafa upplifað svo mikinn sársauka þegar hann fékk hjartaáfall síðasta laugardag að hann hafi langað út úr líkamanum. Hann segist strax um morguninn hafa vaknað eitthvað skrítinn. Hann rauk út af heimili sínu og til móts við sjúkrabílinn, hann gat einfaldlega ekki beðið og segist hafa velt því fyrir sér hvort hann myndi vakna aftur á sjúkrahúsinu.

Sjá meira