Trump titlar sig konung Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ 19.2.2025 23:37
Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Lögmaður segir Íslendinga gera kaupmála í auknum mæli og segist finna fyrir markverðri aukningu í kaupmálagerð á síðustu tíu árum og þá sérstaklega fyrir seinna hjónaband. 19.2.2025 22:06
Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun Fundi allra samninganefnda aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hjá ríkissáttasemjara var frestað á áttunda tímanum til klukkan ellefu í fyrramálið. 19.2.2025 20:30
ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Alþýðusamband Íslands fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks. Það krefst þess að ræstingafyrirtæki greiði starfsmönnum sínum í samræmi við gerðakjarasamninga. 19.2.2025 19:45
Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Færeyska ríkisútvarpið leitar að nýjum útvarpsstjóra á íslenskum miðum. Kringvarpið birti auglýsingu á íslensku á íslenskum atvinnuleitarmiðli. Stjórnarformaður segir að þrátt fyrir að framúrskarandi hæfni á færeysku máli sé ráðningarskilyrði séu Íslendingar vanir að vera altalandi eftir fáeina mánuði í Færeyjum. 19.2.2025 18:52
Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum. 17.2.2025 23:26
Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Flugvél hafnaði á hvolfi þegar hún brotlenti á Pearson-flugvellinum í Toronto í Kanada. 80 manns voru um borð í vélinni og minnst fimmtán þeirra eru slasaðir, þar af minnst þrír alvarlega. 17.2.2025 22:50
Vatnslögn rofnaði við Hörpu Kaldavatnslögn fór í sundur við austurgafl tónleikahússins Hörpu í Reykjavík síðdegis. Framkvæmdastjóri segir tjónið óverulegt. 17.2.2025 22:13
Evrópa þurfi að vígbúast Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur varar við því að vopnahlé samþykkt af fölskum forsendum gæti gefið Rússlandi tækifæri til að vígbúast gegn öðru landi. Hún ræddi við danska fjölmiðla að loknum neyðarfundi evrópskra leiðtoga í París en þar var hún fulltrúi Íslands sem og Norðurlandanna. 17.2.2025 20:54
Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. 17.2.2025 19:09