Halda samverustund vegna slyssins Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki býður til samverustundar í skólanum á þriðjudaginn vegna alvarlegs umferðarslyss sem átti sér stað suður af Hofsósi á föstudagskvöld. 13.4.2025 17:10
Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Síðasti af helstu stjórnarandstöðuflokkum starfandi í Hong Kong verður leystur upp. Fyrsta skrefið var stigið í átt að því í dag á sérstökum fundi í skugga mikils þrýstings og hótana frá kínverskum stjórnvöldum. 13.4.2025 16:51
Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Aðstoðaryfirlögregluþjónn greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir lögregluna meðvitaða um einstaklinga á táningsaldri sem taka þátt í spjallborðum um ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu. 13.4.2025 15:28
Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. 13.4.2025 13:53
Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir orðræðu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um að áformuð hækkun auðlindagjalda í greininni muni leiða til þess að fiskvinnslum verði lokað vera órökrétta og segir útgerðina standa í hótunum við þjóðina. 13.4.2025 12:13
Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar á Suðurlandsvegi við Lómagnúp á ellefta tímanum. Í dag. Annar bíllinn valt á hliðina. 13.4.2025 11:22
Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í Bónus í Fitjum í Reykjanesbæ um eittleytið í dag. Eldurinn kom upp í kassa af pappadiskum í hillu í seilingarfjarlægð frá hylkjum af bútangasi og þvottaefni. 12.4.2025 16:51
„Vinnan er rétt að hefjast“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir árangur fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar merkjanlegan og brýnir fyrir flokksmönnum að þeir verði dæmdir af því hvernig gengur að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Hún flutti stefnuræðu í dag á landsfundi Samfylkingarinnar. 12.4.2025 16:19
Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi á þriðja tímanum í dag vegna leka um borð í fiskibáti sem staddur var vestur af Akranesi. Sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar tók einnig þátt í viðbragðinu. 12.4.2025 15:32
Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Ökumaður var handtekinn um hálf sjö í morgun eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Skarphéðinsgötu í miðborg Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hún endaði á hliðinni. 12.4.2025 14:55