Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Rússum „drullusama“ um friðar­um­leitanir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja.

Greip í húna en var gripinn mígandi

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um að fólk væri að grípa í húna á bílum. Þegar lögregla kom á staðinn var einn þeirra að kasta af sér þvagi. Hann reyndist í annarlegu ástandi og var vistaður í fangaklefa þar til af honum rennur.

Ís­jaki stærri en Hall­gríms­kirkja blasti við

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flaug fram á borgarísjaka sem var hærri en Hallgrímskirkja í ískönnunarflugi undan ströndum landsins í dag. Ísjakinn var þrjú hundruð metra langur, þrjú hundruð metra breiður og allt að 75 metra hár. Til samanburðar er Hallgrímskirkja 74,5 metrar á hæð.

Woody Allen segist enginn að­dáandi Pútíns

Leikstjórinn Woody Allen hafnar ásökunum á hendur sér um hvítþvott á stríðsglæpum Rússa vegna þátttöku hans í alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Moskvu sem stendur yfir. Úkraínska utanríkisráðuneytið gaf frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar þess að tilkynnt var um þátttöku hans á hátíðinni.

„Ég segi bara að þögn er sama og sam­þykki“

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari hefur kallað eftir því að Silju Báru Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands verði vikið úr starfi vegna aðgerðarleysis í garð þess sem hann kallar árás á tjáningarfrelsi og skýrt brot á hlutverki háskólans.

Staðan ekki al­var­leg í Hauka­dals­á

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir fjölda eldislaxa í Haukadalsá undir þeim mörkum sem teljast alvarleg. Fjögur prósent veiddra laxa í tiltekinni á þurfa að vera eldislaxar til að hættuástand skapist vegna erfðablöndunar.

„Tesla er ekki málið til að standa í svona“

Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. 

Vörpuðu sprengjum á sjúkra­hús með 15 mínútna milli­bili

Ísraelsher varpaði sprengjum á sjúkrahús í Khan Younis-borg á sunnanverðu Gasasvæðinu í dag og skömmu síðar vörpuðu þeir annarri eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafði flykkst að til að hlúa að þeim særðu. Tuttugu hið minnsta voru drepin og þar á meðal voru fimm blaðamenn.

Sjá meira