Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14.10.2024 14:01
Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Ísraelskir hermenn hafa ítrekað notað óbreytta Palestínumenn sem handsamaðir eru á Gasaströndinni sem mennska skildi, meðal annars með því að þvinga þá til að fara inn í byggingar og leita að sprengjum og gildrum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi. 14.10.2024 10:19
Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Ísraelski herinn gerði í kvöld tvær banvænar loftárásir á Beirút, höfuðborg Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti landsins segir 22 liggja í valnum og að minnsta kosti 117 hafa særst í árásunum en það gerir árásirnar þær banvænustu í miðborg Beirút hingað til í átökum undanfarins árs. 10.10.2024 23:09
Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Verulega hefur dregið úr smáum fjárveitingum til framboðs Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Hann er sagður hafa leitað meira til auðjöfra til að fylla upp í eyðurnar en Demókratar hafa safnað mun meira af peningum en hann. 10.10.2024 22:14
Þriggja bíla árekstur á Miklubraut Þrír bílar skullu saman á Miklubraut í kvöld, við Grensásveg. Að minnsta kosti tveir voru fluttir á slysadeild. 10.10.2024 21:31
GameTíví: Óli heimsækir Silent Hill Óli Jóels ætlar að heimsækja bæinn Silent Hill í kvöld. Vonandi verður hann í góðum brókum þegar hann spilar Silent Hill 2. 10.10.2024 20:16
Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Albert Guðmundsson var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun en dómari málsins mat framburð hans trúverðugari en framburð konunnar sem kærði hann. Þá er hún sögð hafa verið margsaga í framburði sínum. 10.10.2024 20:12
Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Fellibylurinn Milton hefur náð landi í Flórída í Bandaríkjunum. Fjölmargir hvirfilbylir hafa skollið á Flórída í dag, í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9.10.2024 23:30
Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Úkraínumenn gerðu í kvöld árás á vöruskemmu í sunnanverðu Rússlandi sem þeir segja að hafi hýst fjögur hundruð Shahed-sjálfsprengidróna. Myndbönd sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum í Rússlandi renna stoðum undir frásögn úkraínska hersins. 9.10.2024 22:34
Ísland í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland var í dag kjörið til setu í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Atkvæði voru greidd á allsherjarþinginu í New York en nítján ríki voru í framboði fyrir átján sæti í mannréttindaráðinu. 9.10.2024 21:26