Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Bein út­sending: Starliner ber geim­fara til geimstöðvarinnar

Starfsmenn Boeing og Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), ætla í nótt að skjóta geimförum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir verða ferjaðir til geimstöðvarinnar um borð í CST-100 Starliner-geimfari og er þetta fyrsta mannaða geimferð geimfarsins, eftir langt og erfitt þróunarferli.

Veiða dýr og menn hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að klæða sig í veiðifötin í kvöld. Fyrst ætla þeir að veiða dýr í leiknum Oh Deer en síðan ætla þeir að veiða menn í leiknum Warzone.

Hamas sam­þykkir vopnahléstillögu

Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa samþykkt vopnahléstillögu erindreka frá Egyptalandi og Katar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas, hafi hringt í forsætisráðherra Katar og upplýsingaráðherra Egyptlands í dag og tilkynnt þeim að tillagan hefði verið samþykkt.

Átta­tíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í við­bót

Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders ætlar að bjóða sig fram aftur í kosningunum í nóvember. Sanders, sem er 82 ára gamall, hefur þegar verið annar tveggja öldungadeildarþingmanna Vermont-ríkis í þrjú kjörtímabil, eða átján ár.

Ávítti Trump aftur og í­trekaði fangelsishótun

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið sektaður enn einu sinni fyrir að brjóta gegn þagnarskyldu sem hann hefur verið beittu vegna réttarhalda yfir honum í New York. Juan M. Merchan, dómarinn í málinu, hótaði enn einu sinni að fangelsa Trump ef hann léti ekki af ummælum sínum.

Reiðir yfir um­mælum Macrons og halda æfingar með kjarn­orku­vopn

Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í morgun að halda ætti heræfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn ríkisins. Æfingar þessar eiga að vera viðbrögð við ummælum vestrænna leiðtoga um innrás Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega orð Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ekki ætti að útiloka það að senda hermenn til Úkraínu.

Er hægt að skjóta í gegnum byssu­kúlu?

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ fengu nýverið þá flugu í höfuðið að kanna hvort mögulegt væri að skjóta byssukúlu í gegnum aðra stærri byssukúlu. Þetta sáu þeir gerast í kvikmyndinni The Suicide Squad og vildu, eðlilega, sannreyna hvort það er hægt í alvörunni og fanga það á háhraðamyndavélar þeirra.

Sökktu rúss­neskum hrað­bát með sjálfsprengidróna

Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa.

GameTíví: Plorrinn spilar Fallout

Björn Atli, eða Plorrinn, vaknar af tvö hundruð ára dvala í kvöld og heldur út í auðnina við Boston. Í kvöld er fyrsti þáttur GameTíví af Plorrinn Plays, þar sem Björn ætlar að spila „survival mode“ í Fallout 4, þar sem engin mistök eru liðin.

Sjá meira