Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Ráðamenn í Suður-Kóreu óttast að Norður-Kórea fái aukna aðstoð frá Rússlandi í framtíðinni, bæði hernaðarlega og annarskonar aðstoð, og að norðurkóreskir hermenn sem talið er að muni berjast við Úkraínumenn á næstu vikum, öðlist reynslu af hernaði. Reynslu sem gæti aukið getu norðurkóreska hersins til muna. 30.10.2024 11:38
Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Kamala Harris hét því í síðustu stóru ræðu sinni fyrir forsetakosningarnar í næstu viku að hún myndi verða forseti allra Bandaríkjamanna. Á sama tíma sagði hún að Donald Trump, mótframbjóðandi sinn, væri heltekinn hefndarvilja og eigin hagsmuna. 30.10.2024 08:58
Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar Loftvarnarkerfi Íran skutu niður örfáar ef einhverjar af þeim eldflaugum sem Ísraelar skutu að skotmörkum í landinu um helgina. Loftvarnarkerfin sjálf, sem Íranar fengu frá Rússlandi, voru meðal skotmarkanna. 29.10.2024 16:24
Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október. 29.10.2024 11:47
Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Sporvagn fór af sporinu við Stórugötu í Osló í morgun. Vagninn endaði inn í verslun og fólk sagt hafa slasast í slysinu. Þá skemmdist húsnæðið mikið. 29.10.2024 10:50
Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Strákarnir í GameTíví fá til sín góða gesti í kvöld. Það eru þeir Steindi Jr. og Gunnar Nelson seeme ætla að leiða strákana til sigurs í Black Ops 6, nýjasta Call of Duty leiknum. 28.10.2024 19:02
Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. 27.10.2024 15:00
Ekki beittur þrýstingi um að gefa eftir sæti Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verða kynntir eftir hádegi í dag og tíðinda er einnig að vænta frá Sósíalistum og Miðflokki um skipun lista. Flestir framboðslistar þeirra flokka sem hyggjast bjóða fram til Alþingis hafa verið kynntir að hluta eða í heild, en enn á eftir að birta endanlega lista hjá nokkrum flokkum. 27.10.2024 13:40
Óheppilegt en ekki óvenjulegt Stjórnmálafræðingur segir það óheppilegt fyrir formann Samfylkingarinnar að einkaskilaboð hennar um Dag B. Eggertsson hafi verið birt opinberlega. Hins vegar sé ekki óvenjulegt að hvatt sé til þess að umdeildir frambjóðendur séu strikaðir út. 27.10.2024 13:17
Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. 27.10.2024 10:58
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent