Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í gærkvöldi yfirmann stofnunar sem heldur utan um tölfræði varðandi ný störf í Bandaríkjunum. Það gerði hann eftir að nýjustu tölur stofnunarinnar sýndu fram á að tiltölulega fá ný störf urðu til í landinu á öðrum ársfjórðungi. 2.8.2025 09:24
Læti í miðbænum og í veðrinu Níu gistu í fangageymslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls voru 75 mál skráð í kerfi lögreglunnar frá fimm í gærdag til fimm í morgun. Flest þeirra virðast hafa tengst skemmtanalífinu og veðrinu. 2.8.2025 08:06
Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. 2.8.2025 07:36
Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Kröftug samskil munu ganga norðaustur yfir landið í kvöld og í nótt en þeim mun fylgja suðvestan slagveðursrigning. Veðurfræðingar Veðurstofu Íslands segja að vindur verði 13-20 metrar á sekúndu og hvassast með suðvesturströndinni. 1.8.2025 16:29
Gary Busey játar kynferðisbrot Leikarinn Gary Busey hefur játað að framið kynferðisbrot. Upprunalega neitaði hann alfarið ásökunum um að hafa káfað á konum á hryllingsmyndaráðstefnu fyrir þremur árum en játaði fyrir dómara í gær að hafa brotið af sér. 1.8.2025 15:52
„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1.8.2025 15:03
„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. 1.8.2025 14:27
Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Eldgosið á Reykjanesi heldur áfram af stöðugum krafti og bendir greining til þess að hraunið muni leita í átt að Innri Sandhól, þar sem ferðamenn hafa safnast saman. Þá mælist enn kvikusöfnun undir Svartsengi. 1.8.2025 13:19
Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. 1.8.2025 10:00
Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Starfsmenn Boeing og SpaceX munu í næsta mánuði skjóta leynilegu geimfari herafla Bandaríkjanna á braut um jörðu í áttunda sinn. Geimfarið, sem kallast X-37B hefur þegar varið rúmlega 4.200 dögum á sporbraut frá árinu 2010. 31.7.2025 16:51