Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Ráðgjafi sem fékk 160 milljónir króna greiddar fyrir störf sín fyrir embætti Ríkislögreglustjóra var ráðinn í tímabundið starf hjá embættinu tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir upplýsingum um starf ráðgjafans. Dómsmálaráðherra hyggst funda með ríkislögreglustjóra. 28.10.2025 20:51
Ísraelsher gerir árás á Gasa Ísraelsher hefur skotið þremur flugskeytum í átt að Gasaströndinni í kjölfar skipunar forsætisráðherra Ísraels um að hefja árásir á ný. Ísrael sakar Hamas um að brjóta gegn vopnahlé. 28.10.2025 19:34
Appelsínugular viðvaranir orðnar að gulum Veðurstofa Íslands hefur fært appelsínugular veðurviðvaranir niður í gular veðuviðvaranir. Veðurspáin sé betri en á horfðist. 28.10.2025 18:15
Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima. 28.10.2025 08:30
Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Atvinnuvegaráðherra vill veita Samkeppniseftirlitinu heimild til að ráðast í húsleit á heimilum stjórnenda og lykilstarfsmanna. Hún hyggst fara í breytingar á lögum um Samkeppniseftirlitið. 28.10.2025 06:51
Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Embætti ríkislögreglustjóra hefur ráðið Þórunni Óðinsdóttir, eiganda Intra ráðgjöf, tímabundið í fullt starf samkvæmt tilkynningu. Fréttirnar koma í kjölfar umfjöllunar um að fyrirtæki Þórunnar hefði fengið hátt í tvö hundruð milljónir króna á átta árum greiddar fyrir ráðgjöf sína, en ráðgjöfin fólst meðal annars í skreppitúrum í Jysk. 27.10.2025 22:46
Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Ríkislögreglustjóri hefur greitt ráðgjafafyrirtækinu Intra ráðgjöf 160 milljónir króna fyrir þjónustu þess. Meðal þess sem fyrirtækið rukkaði tugi þúsunda fyrir var að skreppa í verslanir Jysk og íhuga uppsetningu á píluspjaldi. 27.10.2025 20:26
Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað er yfir tíu manns í París sem hafa sagt forsetafrú Frakklands vera karlmann. Þau hafa verið kærð fyrir netáreitni en álíka mál hefur einnig verið höfðað í Bandaríkjunum. 27.10.2025 19:20
Mildari spá í kortunum Útlit er fyrir mildara veðri á morgun en spáð var fyrir í gær að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Gular veðurviðvaranir hafa samt sem áður verið gefnar út þar sem varað er við versnandi akstursskilyrðum. 27.10.2025 17:17
Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Réttað er yfir pólskri konu sem heldur því fram að hún sé Madeleine McCann. Hún var handtekin í febrúar og er ákærð fyrir umsáturseinelti gegn foreldrum McCann. Konan hefur mætt heim til hjónanna og hringt ítrekað í þau í þeirri von að þau trúi að hún sé týnda dóttir þeirra. 27.10.2025 16:43