Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. október 2025 21:25 Anna Kristín Newton ræddi barnagirnd í Reykjavík síðdegis. Bylgjan „Það eru ekki til neinar tölur hér en bestu tölur sem hafa verið settar fram annars staðar gera ráð fyrir að um eitt prósent, einkum karlmanna því það er kannski það sem rannsóknir beina sér að, að sirka eitt prósent þeirra hafi þessar langanir,“ segir Anna Kristín Newton, sálfræðingur og sérfræðingur í barnagirnd. Hún tekur fram að jafnvel þótt að eitt prósent hafi slíkar langanir þýði það ekki að allir brjóti af sér. Anna Kristín starfar fyrir úrræðið Taktu skrefið sem er fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar er hægt að fá ráðgjöf og meðferð við meðal annars kynferðislegum löngunum til barna eða unglinga. Hún segir að slíkar langanir geti bæði verið meðfæddar eða áunnar. Séu þær meðfæddar má oft sjá frá ungum aldri að kynferðislegur áhugi miðar að unglingum og börnum. „Það er ekki vitað af hverju og það er engin skýring á því. Það geta verið aðrir þættir sem spila inn í, reynsla einstaklings í gegnum lífshlaupið getur líka haft mótandi áhrif,“ segir Anna Kristín sem ræddi málin í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Til að mynda þeir sem verða sjálfir fyrir ofbeldi í æsku, hvort sem það sé kynferðislegt ofbeldi eða ekki, geta á einhverjum tímapunkti sýnt af sér skaðlega hegðun og í einhverjum tilfellum kann það að beinast að börnum.“ Hún segir að margir nýti sér úrræðið Taktu skrefið án þess að starfsmennirnir hafi nokkra vitneskju um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í staðinn leiti fólk sér aðstoðar til að halda sér og öðrum öruggum. „Það er ekki vilji þeirra til að brjóta á einhverjum heldur koma í veg fyrir að það gerist.“ Tekst oft eitt á við tilfinningarnar Aðspurð segir Anna Kristín að ekki sé hægt að skima fyrir slíkum löngunum til að koma í veg fyrir að þau starfi börnum, til að mynda á leikskólum. „Þetta er eitthvað sem að býr innra með fólki en við sjáum það ekki utan á fólki. Það verður seint hægt að gera það,“ segir hún. Erlendar rannsóknir sýna að fólk með slíkar langanir sem leitar sér hjálpar er ólíklegra til að bæði brjóta af sér en líka til dæmis að skoða slíkt efni á netinu. Hún hvetur fólk sem upplifir slíkt að leita sér aðstoðar hjá Taktu skrefið, sálfræðingi eða annars konar ráðgjafa. „Að takast á við þessar tilfinningar er eitthvað sem að fólk situr almennt eitt með, eins og gefur að skilja er mjög erfitt að ræða að maður hafi einhverjar kynferðislegar langanir sem beinast að ungmennum eða börnum.“ Anna Kristín tekur jafnframt fram að sálfræðingar eru með tilkynningarskyldu. „Það er gert skýrt fyrir okkar skjólstæðingum að við getum ekki haldið trúnaði ef það er verið að brjóta á barni. Það er alveg mjög skýr tilkynningarskylda með það,“ segir hún. Reykjavík síðdegis Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Hún tekur fram að jafnvel þótt að eitt prósent hafi slíkar langanir þýði það ekki að allir brjóti af sér. Anna Kristín starfar fyrir úrræðið Taktu skrefið sem er fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Þar er hægt að fá ráðgjöf og meðferð við meðal annars kynferðislegum löngunum til barna eða unglinga. Hún segir að slíkar langanir geti bæði verið meðfæddar eða áunnar. Séu þær meðfæddar má oft sjá frá ungum aldri að kynferðislegur áhugi miðar að unglingum og börnum. „Það er ekki vitað af hverju og það er engin skýring á því. Það geta verið aðrir þættir sem spila inn í, reynsla einstaklings í gegnum lífshlaupið getur líka haft mótandi áhrif,“ segir Anna Kristín sem ræddi málin í Reykjavík síðdegis fyrr í dag. „Til að mynda þeir sem verða sjálfir fyrir ofbeldi í æsku, hvort sem það sé kynferðislegt ofbeldi eða ekki, geta á einhverjum tímapunkti sýnt af sér skaðlega hegðun og í einhverjum tilfellum kann það að beinast að börnum.“ Hún segir að margir nýti sér úrræðið Taktu skrefið án þess að starfsmennirnir hafi nokkra vitneskju um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað. Í staðinn leiti fólk sér aðstoðar til að halda sér og öðrum öruggum. „Það er ekki vilji þeirra til að brjóta á einhverjum heldur koma í veg fyrir að það gerist.“ Tekst oft eitt á við tilfinningarnar Aðspurð segir Anna Kristín að ekki sé hægt að skima fyrir slíkum löngunum til að koma í veg fyrir að þau starfi börnum, til að mynda á leikskólum. „Þetta er eitthvað sem að býr innra með fólki en við sjáum það ekki utan á fólki. Það verður seint hægt að gera það,“ segir hún. Erlendar rannsóknir sýna að fólk með slíkar langanir sem leitar sér hjálpar er ólíklegra til að bæði brjóta af sér en líka til dæmis að skoða slíkt efni á netinu. Hún hvetur fólk sem upplifir slíkt að leita sér aðstoðar hjá Taktu skrefið, sálfræðingi eða annars konar ráðgjafa. „Að takast á við þessar tilfinningar er eitthvað sem að fólk situr almennt eitt með, eins og gefur að skilja er mjög erfitt að ræða að maður hafi einhverjar kynferðislegar langanir sem beinast að ungmennum eða börnum.“ Anna Kristín tekur jafnframt fram að sálfræðingar eru með tilkynningarskyldu. „Það er gert skýrt fyrir okkar skjólstæðingum að við getum ekki haldið trúnaði ef það er verið að brjóta á barni. Það er alveg mjög skýr tilkynningarskylda með það,“ segir hún.
Reykjavík síðdegis Bylgjan Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira