Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði ekkert óvenjulegt við fundinn sem minnihlutaeigandinn Jim Ratcliffe átti með honum í gær. Portúgalinn staðfesti að þeir Mason Mount og Matheus Cunha hefðu jafnað sig af meiðslum og gætu mætt Chelsea á morgun. 19.9.2025 13:16
Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Þrjú Íslendingalið verða með í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í vetur, sem nú verður með nýju fyrirkomulagi. Þau fengu að vita í dag hvaða liðum þau mæta, þegar dregið var, og mun Glódís Perla Viggósdóttir mæta þeim Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur í München. 19.9.2025 10:40
Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Sveindís Jane Jónsdóttir var að vanda aðsópsmikil í sóknarleik Angel City í nótt þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Washington Spirit í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vel vakandi og á tánum, öfugt við það þegar hún fer í bíó. 19.9.2025 10:21
Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Sædís Rún Heiðarsdóttir og Arna Eiríksdóttir munu spila á stærsta sviði Evrópuboltans í vetur því lið þeirra, Vålerenga frá Noregi, tryggði sér í dag sæti í Meistaradeild Evrópu með sannfærandi hætti. 18.9.2025 16:11
Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Njarðvíkingar gætu hafa hlaupið á sig með því að viðurkenna að framherjinn Oumar Diouck hefði viljandi sótt sér rautt spjald gegn Keflavík, í umspili Lengjudeildarinnar í fótbolta í gær. 18.9.2025 16:01
Mourinho strax kominn með nýtt starf Portúgalska knattspyrnufélagið Benfica tilkynnti formlega í dag að Jose Mourinho hefði verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri liðsins. Hann skrifaði undir samning sem gildir til sumarsins 2027. 18.9.2025 15:19
Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ „Ég er mjög spennt. Búin að vera í þessu í nokkur ár núna og það verður gaman að prófa núna nýjar áherslur,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir, nýr stjórnandi Bónus Körfuboltakvölds kvenna á Sýn Sport. 18.9.2025 14:45
Skylda að klippa vel neglur í handbolta Í endurbættum reglum Alþjóða handknattleikssambandsins er tekið sérstaklega fram að fingurneglur leikmanna verði að vera klipptar stutt. 18.9.2025 14:01
Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Leikmenn Monaco lentu í vandræðum með að ferðast af stað til Belgíu í gær, fyrir leikinn við Club Brugge í Meistaradeild Evrópu, og voru hreinlega að stikna úr hita í flugvél sem á endanum fór ekki á loft. 18.9.2025 12:01
Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Þjálfari handboltaliðs Harðar frá Ísafirði, og forsvarsmaður félagsins sem kastaði stól í átt að Eyjamönnum, hafa verið úrskurðaðir í leikbann, eftir lætin við lok bikarleiksins við ÍBV 2 í Vestmannaeyjum á dögunum. 18.9.2025 11:01
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið