„Þó nokkur aðgerð“ að sækja göngumanninn sem steig í hver Um fimmtíu manns komu með einum eða öðrum hætti að björgunaraðgerð í dag þegar göngumaður í Kerlingarfjöllum steig ofan í hver og hlaut áverka á fæti. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús frá Ásgarði með þyrlu Landhelgisgæslunnar um áttaleytið í kvöld. 28.7.2024 21:09
Hringvegurinn opinn á ný Hringvegurinn við Skálm hefur verið opnaður á ný eftir rúmlega sólarhringslanga lokun. Jökulhlaup varð úr Mýrdalsjökli seinni partinn í gær sem leiddi til þess að vegurinn fór undir vatn. Búið er að opna veginn með þeim takmörkunum að hann er einbreiður. 28.7.2024 20:56
Öll fjögur hlaupin undir Mýrdalsjökli komið að óvörum Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli er í rénun. Prófessor í jarðeðlisfræði segir öll fjögur jökulhlaupin sem hafa orðið úr jöklinum eftir Kötlugos 1918 hafa komið án fyrirvara. Af þeim hafi jökulhlaupið í gær verið það minnsta. 28.7.2024 20:31
RAX flaug yfir jökulhlaupssvæðið Ljósmyndarinn RAX flug yfir Skálm og Mýrdalsjökul í dag og fangaði sjónarspilið á svæðinu eftir að jökulhlaup varð úr jöklinum í gær. 28.7.2024 20:16
Troðfullt á bílastæði við þjóðveginn og löng bið fram undan Fjöldinn allur af ferðamönnum bíður nú við Laufskálavörðu, austan megin við Skálm, eftir að þjóðvegurinn opni. Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, eða Gulli Helga, er á svæðinu og spáir enn lengri bið. 28.7.2024 19:55
Robert Downey Jr snýr aftur í Marvel-heima Stórleikarinn Robert Downey Jr mun fara með hlutverk í tveimur væntanlegum bíómyndum Marvel. Um er að ræða tvíleikinn Avengers: Doomsday og Avengers: Secret Wars, og mun Downey fara með hlutverk skúrksins Victor Von Doom, eða Doctor Doom, í þeim báðum. 28.7.2024 18:12
Kunningi lögreglunnar grunaður um alvarlega líkamsárás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann grunaðan um alvarlega líkamsárás eftir að árásarþoli leitaði á sjúkrahús til aðhlynningar. 28.7.2024 17:26
Gul viðvörun vegna mikillar rigningar Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Miðhálendinu vegna mikillar rigningar. 27.7.2024 23:31
Lögreglan lýsir eftir My Ky Le Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir My Ky Le, 52 ára, en ekkert er vitað um ferðir hans frá því um hádegi á föstudag. 27.7.2024 23:14
Ekkert bendi til að hlaupið sé afleiðing eldgoss Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli hefur náð hámarki við þjóðveg 1. Ekkert í gögnum veðurstofunnar bendir til þess að hlaupið sé afleiðing eldgoss undir jöklinum. 27.7.2024 22:57