Fannst á lífi eftir tvo sólarhringa neðanjarðar Pólskur námuverkamaður fannst í dag eftir umfangsmikla björgunaraðgerð í kolanámunni í bænum Rydułtowy í Suður-Póllandi. Maðurinn hafði verið fastur í námunni í tvo sólarhringa. 13.7.2024 20:36
Starfsmaður verslunar réðst á „þjóf“ sem reyndist saklaus Starfsmaður matvöruverslunar á höfuðborgarsvæðinu var handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að til átaka kom milli hans og meints þjófs, sem reyndist síðan saklaus. 13.7.2024 19:19
Sæmdur gullmerki í síðustu opinberu heimsókninni Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var sæmdur gullmerki Ferðafélags Íslands á tindi Glissu í heimsókn sinni Árneshreppi í dag. Heimsóknin er síðasta opinbera heimsókn Guðna i embætti. 13.7.2024 18:47
Biskupsbústaðurinn brátt falur Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands mun ekki flytja í biskupsbústaðinn að Bergstaðastræti 75. Til stendur að setja húsið á söluskrá. 13.7.2024 18:14
Shelley Duvall látin Bandaríska leikkonan Shelley Duvall er látin. Hún lést í dag, fjórum dögum eftir 75 ára afmælisdaginn sinn. Duvall er þekktust fyrir leik sinn í bíómyndunum Shining og Annie Hall. 11.7.2024 15:43
Aurskriða í Syðridal: „Ég hef aldrei séð svona áður“ Aurskriða féll í Syðridal nærri Bolungarvík klukkan ellefu í dag. Mikill hávaði fylgdi og svart ský myndaðist fyrir ofan skriðuna, sem náðist á myndband. 11.7.2024 14:47
Vara við snörpum vindhviðum en lofa áfram blíðu fyrir austan Veðurfræðingar vara við snörpum vindhviðum á köflum um norðvestanvert landið í dag. Hviður gætu náð allt að 25-30 m/s. 11.7.2024 14:07
Eldsvoði í turni dómkirkjunnar í Rúðuborg Turn dómkirkjunnar í Rúðuborg í Frakklandi stóð í ljósum logum skömmu eftir hádegi í dag. Slökkviliðsmenn hafa ráðið niðurlögum eldsins. 11.7.2024 12:26
Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11.7.2024 11:53
Hiti yfir 46 stigum fimm daga í röð Í borginni Las Vegas í Bandaríkjunum hefur hiti mælst hærri en 46 stig fimm daga í röð. Er þetta metfjöldi samfelldra daga þar sem hiti mælist svo hár í borginni. 10.7.2024 23:15